Isavia

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.200 manns, að því að gera ferðalagið betra hjá öllum þeim sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði.

Isavia Egilsstaðir, Ísland
16/08/2019
Fullt starf
Isavia óskar eftir að ráða umdæmisstjóra á Egilsstöðum. Umdæmisstjóri sér um daglegan rekstur Egilsstaðaflugvallar og annara flugvalla í umdæmi IV. Hefur umsjón með áætlanagerð, mönnun og búnaði. Ber ábyrgð á virkni gæða- og öryggisstjórnunarkerfis. Hann er leiðandi í uppbyggingu og þróun á þjónustu og markaðssetningu Isavia á svæðinu og tekur þátt í gerð markmiða og mælikvarða. Hæfniskröfur Háskólapróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi Reynsla af rekstri og stjórnunarstörfum Reynsla af verkefnastjórnun og áætlanagerð Þekking á öryggis- og gæðastjórnunarkerfum Hæfni í samskiptum og lausn ágreiningsmála Nánari upplýsingar veitir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri flugvallasviðs,  sigrun.jakobsdottir@isavia.is Umsóknarfrestur er til og með 1. sept nk. Starfsstöð: Egilsstaðir
Isavia Flugvallarvegur, Reykjavík, Ísland
09/08/2019
Fullt starf
Isavia leitar að umsjónarmanni fyrir skjöl og vaktskrár flugstjórnarmiðstöðvar. Helstu verkefni er umsjón með útgáfu vaktaskráa, skráningar ásamt endurnýjun og framlengingu áritana og skírteina flugumferðarstjóra fyrir hönd deildarstjóra. Annast skráningar í gagnagrunna, útgáfu og dreifingu upplýsingabréfa, sérreglna og rekstrarhandbókarskjala.   Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf • Geta til að vinna undir álagi og góð skipulagshæfni • Góð kunnátta í excel ásamt almennri tölvuþekkingu • Gott vald á íslensku og ensku   Nánari upplýsingar veitir Þórdís Sigurðardóttir, yfirflugumferðarstjóri, thordis.sigurdardottir@isavia.is   Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst nk. Starfsstöð: Reykjavík