Hirzlan

Hirzlan var stofnuð 1993. Lengst af hefur verslunin verið til húsa við Smiðsbúð 6 í Garðabæ.  
Frá upphafi hefur Hirzlan sérhæft sig í innflutningi og sölu á vönduðum dönskum húsgögnum fyrir heimili og skrifstofur, þar sem gott verð, falleg hönnun og góð ending er höfð að leiðarljósi. Síðar bættust nýjar línur við úrvalið svo sem þýskir skrifborðsstólar frá Topstar og Wagner.