Kópavogsbær

Starfsmannastefna Kópavogsbæjar nær til allra þeirra sem ráðnir eru í þjónustu Kópavogsbæjar.

Í starfsmannastefnu bæjarins má finna lýsingu á þeim almennu kröfum sem gerðar eru til starfsmanna svo hægt sé að veita megi íbúum Kópavogs eins góða þjónustu og mögulegt er.
Starfsmannastefnan á að tryggja starfsmönnum starfskilyrði og möguleika á að vaxa og dafna í starfi. Leitast skal við að skapa starfsmönnum aðstæður til að samræma starf og fjölskyldulíf.

 • Um réttindi og starfskjör
  Um starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna bæjarins er farið eftir lögum, ákvæðum kjarasamninga og/eða ráðningarsamninga, sbr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og VI. kafla samþykktar um stjórn Kópavogsbæjar.
  Starfsmannastefna þessi nær einnig til þeirra starfsmanna Kópavogsbæjar, sem eru í stéttarfélögum, sem gera kjarasamninga á grundvelli laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.
 • Markmið
  • að ráða hæft, áhugasamt og traust starfsfólk og hjálpa því til að vaxa og dafna í starfi.
  • að tryggja góða vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn, þar sem aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað eru í sem bestu horfi.
  • að jákvætt viðmót, gagnkvæm virðing og traust ríki milli starfsmanna. Sama gildir um samskipti starfsmanna og kjörinna fulltrúa.
  • að starfsfólk eigi kost á fræðslu og endurmenntun, sem eykur þekkingu þess í starfi.
  • að auðvelda starfsmönnum að samræma fjölskylduábyrgð og starf.
  • að markmið bæjarstjórnar séu starfsmönnum ávallt ljós og að þeir séu vel upplýstir um verkefni sín og skyldur og það stjórnkerfi sem þeir eru hluti af.
  • að treysta góð samskipti starfsmanna Kópavogsbæjar og bæjarbúa.
Kópavogsbær
12/07/2019
Fullt starf / hlutastarf
Fjölbreytt og skemmtileg störf í boði. Hjá leikskólum Kópavogs er óskað eftir leikskólakennurum, deildarstjórum, mátráðum, aðstoðarleikskólastjóra og sérkennurum. Í grunnskólum Kópavogs er óskað eftir umsjónarkennurum og frístundaleiðbeinendum. Á velferðarsviði er óskað eftir starfsfólki í félagslega heimaþjónustu og þroskaþjálfa í þjónustuíbúðir. Í sundlaugum Kópavogs er óskað eftir kvenkyns starfsmanni. Kynntu þér fjölbreytt og spennandi störf á heimasíðu okkar www.kopavogur.is
Kópavogsbær Rjúpnahæð, Rjúpnasalir, Kópavogur, Ísland
05/07/2019
Fullt starf
Vilt þú vinna í spennandi og krefjandi umhverfi þar sem lögð er áhersla á að byggja upp skemmtilegt starf og þróa nýjar og spennandi leiðir í starfi? Rjúpnahæð er sex deilda leikskóli og meginmarkmið leikskólans er að stuðla að sjálfræði og lýðræði meðal barnanna. Við leggjum áherslu á að hafa gaman í vinnunni og styðjum hvort annað áfram í þekkingarleit okkar. Einkunnarorð leikskólans eru: sjálfræði - gleði - virðing – lýðræði. Starfið er laust frá og með 1. október 2019 og er starfshlutfall 100%. Menntunar- og hæfniskröfur · Leikskólakennaramenntun · Góð reynsla af starfi sem leikskólakennari · Góð reynsla sem deildarstjóri í leikskóla · Góð reynsla af stjórnun · Sjálfstæð vinnubrögð og lausnarmiðuð nálgun · Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum · Gott vald á íslenskri tungu · Góð tölvukunnátta Nánari upplýsingar Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FSL. Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags stjórnenda leikskóla en starfslýsingar má finna á http://ki.is. Þeir sem ráðnir eru til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að undirrita heimild til að afla upplýsinga af sakaskrá. Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2019. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrönn Valentínusdóttir leikskólastjóri, hronnv@kopavogur.is, sími 840 2684. Við hvetjum alla áhugasama að hafa samband. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Kópavogsbær Kópavogur, Ísland
05/07/2019
Fullt starf / hlutastarf
Fjölbreytt og skemmtileg störf í boði. Hjá leikskólum bæjarins er óskað eftir aðstoðarleikskólastjóra, matráð, sérkennurum, þroskaþjálfa og deildarstjóra. Í grunnskólum Kópavogs er óskað eftir umsjónarkennurum á miðstig og frístundaleiðbeinendum í félagsmiðstöðina Pegasus. Á velferðasviði er óskað eftir starfsfólki í félagslega heimaþjónustu og þroskaþjálfa í þjónustuíbúðir. Allar nánari upplýsingar um störfin má finna á heimasíðu okkar www.kopavogur.is.
Kópavogsbær Kópavogur, Ísland
28/06/2019
Fullt starf / hlutastarf
Kynntu þér fjölbreytt og spennandi störf á heimasíðu okkar www.kopavogur.is Hjá leikskólum Kópavogs er óskað eftir matráð, matreiðslumanni, leikskólakennurum, deildarstjórum, sérkennurum, þroskaþjálfa, sérkennslustjóra og aðstoðarleikskólastjóra. Í grunnskólum Kópavogs er óskað eftir forstöðumanni frístunda, smíðakennara, starfsfólki í félagsmiðstöðvar, frístundaleiðbeinendum og deildarstjóra sérúrræða. Á velferðarsviði er óskað eftir starfsfólki í stuðningsþjónustu og á hæfingarstöð sem og þroskaþjálfa í þjónustuíbúðir. Menningarhúsin óska eftir verkefnastjóra í tímabundið starf.
Kópavogsbær Kópavogur, Ísland
21/06/2019
Fullt starf / hlutastarf
Hjá leikskólum Kópavogs er óskað eftir leikskólakennurum, deildarstjóra, sérkennara, matreiðslumanni og deildarstjóra sérúrræða. Í grunnskólum Kópavogs er óskað eftir sérkennarar, smíðakennara, tónmenntakennara, frístundaleiðbeinendum, forstöðumanni frístundar, kennurum á unglingastig og miðstig og aðstoðarforstöðumanni frístundar. Á velferðarsviði er óskað eftir þroskaþjálfa, starfsmanni á hæfingarstöð og teymisstjóra í íbúðakjarna. Einnig eru laus til umsóknar störf verkefnastjóra menningarhúsanna, kynningar- og markaðsstjóra menningarmála og frístundaleiðbeinanda félagsmiðstöðvanna. Kynntu þér fjölbreytt störf á heimasíðu okkar www.kopavogur.is