OR - Orkuveita Reykjavíkur

  • Bæjarháls 1, Reykjavík, Ísland
  • or.is

OR er móðurfélag í samstæðu orku- og veitufyrirtækja sem byggja starfsemi sína á ábyrgri og hagkvæmri nýtingu auðlinda landsins. Áhersla er lögð á virðingu fyrir náttúrunni án þess að ganga á rétt komandi kynslóða.
Dótturfélög OR eru Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur. Þau sjá landsmönnum fyrir vatni, rafmagni, fráveitu og gagnaflutningi.

OR - Orkuveita Reykjavíkur
08/02/2019
Fullt starf
OR og dótturfélög eru á fullu að undirbúa framtíðina og það reynir á að starfsfólk samstæðunnar hafi aðgang að fyrsta flokks þjónustu í upplýsingatækni.   Við þurfum að bæta í hópinn og leitum að lausnamiðuðum leiðtoga í starf hópstjóra notendaþjónustu sem sinnir þjónustu við starfsfólk OR samstæðunnar á nokkrum starfsstöðvum.   Til að takast á við fjölbreyttar áskoranir þarft þú að hafa metnað fyrir góðri þjónustu, reynslu af notendaþjónustu og góða tækniþekkingu. Ef þú þar að auki getur leitt vinnu við umbætur og ráðgjöf við notendur ættir þú að sækja um.   Hæfniskröfur: Þjónustulund og lausnamiðuð hugsun Leiðtoga- og samskiptahæfni Skipulagsfærni og umbótahugsun Reynsla af notendaþjónustu Almenn og yfirgripsmikil tölvukunnátta   Helstu viðfangsefni: Leiða teymi sem veitir almenna notendaþjónustu Frumkvæði að fræðslu og ráðgjöf til notenda vegna hugbúnaðar og tækja   Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um.   Nánari upplýsingar veitir Ásdís Eir Símonardóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@or.is.   Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2019.   OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, jafnrétti, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og einkalíf.