Vínbúðin

ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land og er með skrifstofur og dreifingarmiðstöð á Stuðlahálsi 2. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.