Bæjarbakarí

  • Iceland

Fyrirtækið Bæjarbakarí var stofnað í mars 1990 og hefur starfað í Hafnarfirði alla tíð. Okkar markmið eru skýr; að bjóða upp á gott vöruúrval, góða þjónustu og góða fagmenn í bakstrinum. Bakstur í bakaríinu okkar einkennist af gæðahráefni og handverki sem skilar sér í fjölbreyttu úrvali af brauði og bakkelsi. Við bökum einnig tertur fyrir öll tækifæri. Þá er einnig aðstaða hjá okkur til að fá sér kaffi og nýbakað bakkelsi.  

Bæjarbakarí Bæjarbakarí, Bæjarhraun, Hafnarfjörður, Ísland
13/08/2019
Fullt starf
Við leitum eftir bakara eða vönum starfsmanni. Um 100% stöðugildi er að ræað með vinnutíma frá kl: 05:00 - 13:00 virka daga og þriðja hver helgi. Helstu verkefni Bakstur laga deig annað sem lýtur að brauð og kökugerð frágangur Hæfnikröfur Iðnmenntuð/menntaður bakari Einnig kemur til greina að ráða umsækjanda sem býr yfir reynslu af störfum í bakaríi. Áhugasamir senda umsókn eða ferilskrá á bakari@bakari.is  eða hafið samband í síma 868-1676 Siggi . Hikið ekki við að hafa samband til að fá frekari upplýsingar.