Pipar TBWA

Við vinnum með hugmyndir, einfaldar og flóknar og allt þar á milli. Við vinnum skapandi starf þar sem hugmyndir verða að veruleika. Okkar starf er að hugsa öðruvísi og finna aðrar lausnir. Það er grunnurinn að Disruption®.   Disruption® gerir okkur kleift að móta vel skilgreinda sýn og skýr markmið í náinni samvinnu við viðskiptavininn. Þannig öðlumst við þekkingu á hefðum og venjum á markaði og þannig fáum við tækifæri til breytinga sem geta haft mikil áhrif á árangur, stefnu og markmið viðskiptavinarins. Það er það sem við gerum.