Stakfell fasteignasala

Starfsemi Stakfells hvílir á sterkum grunni sem byggir á trausti og áreiðanleika sem eru lykilatriði í fasteignaviðskiptum. Fagmennska í meðhöndlun og frágangi á kaupsamningum og öðrum mikilvægum skjölum er í fyrirrúmi.

Sölumenn Stakfells verðmeta eignir, annast kauptilboð, skjalagerð, samninga og afsöl. Við ráðleggjum kaupendum og seljendum í lánamálum, fjármálum, samningum, skjalagerð og réttindamálum byggðum á lögum og reglugerðum tengdum fasteignasölu. Við önnumst ennfremur gerð leigusamninga á atvinnu- og íbúðarhúsnæði. 

Öflug söluskrá og gott tengslanet sölumanna tryggja hámarks árangur við sölu eigna. Sölumenn Stakfells sýna allar eignir sem myndar sterkari tengsl við bæði kaupendur og seljendur og skilar betri árangri.

Stakfell fasteignasala
06/02/2019
Fullt starf
Fasteignasalan Stakfell óskar eftir að ráða starfsmann í skjalavinnslu. Um er að ræða fullt starf. Skilyrði er að viðkomandi sé lögmaður/ lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, sé í námi eða hyggist hefja nám til löggildingar í fasteignasölu. Vinsamlegast sendið kynningarbréf ásamt ferilskrá á netfangið thorlakur@stakfell.is Upplýsingar gefur Þorlákur Ómar Einarsson löggiltur fasteignasali í síma 820-2399.