Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg Leikskólinn Engjaborg, Reyrengi 11
18/09/2018
Fullt starf
Leikskólinn Engjaborg Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa við í leikskólann Engjaborg, Reyrengi 1, sem er fjögra deilda leikskóli í Grafarvogi. Í Engjaborg er starfað í anda Reggio Emilia og áhersla er lögð á skapandi starf, frumkvæði barna og lýðræði í leikskólastarfi. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning. Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa. Að vinna að gerð einstaklingsnámskráa og fylgja þeim eftir. Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum. Hæfniskröfur Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun Reynsla af sérkennslu æskileg Reynsla af atferlisþjálfun æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Tölvukunnátta Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 25.9.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Pála Pálsdóttir í síma 4113950/ 6939876 og tölvupósti pala.palsdottir@reykjavik.is . Leikskólinn Engjaborg Reyrengi 11 112 Reykjavík
Reykjavíkurborg , Reyrengi 11
18/09/2018
Fullt starf
Leikskólinn Engjaborg Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólanum Engjaborg, Reyrengi 11, 112, Reykjavík. Engjaborg er fjögurra deilda leikskóli. Gildi Engjaborgar eru virðing, gleði, agi og kærleikur. Leikskólinn starfar í anda Reggio Emilia og áhersla er lögð á skapandi starf, frumkvæði barna og lýðræði í leikskólastarfi. Þemadagar, s.s. íþróttadagar, bókadagar og búningardagar, skipa stóran sess í starfinu og útileiksvæði leikskólans er stórt og býður upp á mikla möguleika. Unnið er með skráningar og ferilmöppur barna um veru þeirra og vinnu í leikskólanum. Um er að ræða 100% starf og er starfið laust nú þegar. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 25.9.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Pála Pálsdóttir í síma 4113950/6939876 og tölvupósti pala.palsdottir@reykjavik.is . Reyrengi 11 112 Reykjavík
Reykjavíkurborg Bakkaborg, Blöndubakka 2
18/09/2018
Fullt starf
Leikskólinn Bakkaborg Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa á leikskólann Bakkaborg. Starfið felur í sér þjálfun barna sem þurfa á henni á halda. Bakkaborg er staðsett í hjarta Bakkahverfis, við Blöndubakka 2-4. Bakkaborg er 5 deilda leikskóli og þar dvelja 109 börn samtímis. Leikskólinn starfar eftir Uppeldi til ábyrgðar. Bakkaborg tekur þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um 37 stunda vinnuviku þar sem gengið er út frá því að 100% starf séu 37 stundir á viku. Einnig höfum við verið í samvinnu við leikskólann Borg og Breiðholtsskóla um sumarskóla elstu barna leikskólans. Bakkahverfið er fjölmenningarlegt samfélag sem gerir starfið mjög spennandi og áhugavert. Einkunnarorð leikskólans eru: Gleði - Vinátta - Virðing. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning. Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa. Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir. Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum. Hæfniskröfur Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun. Reynsla af sérkennslu æskileg. Lipurð í samskiptum. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi. Stundvísi. Góð tölvukunnátta. Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 2.10.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Ágústa Amalía Friðriksdóttir í síma 411-3240 / 692-6946 og tölvupósti agusta.amalia.fridriksdottir@reykjavik.is . Bakkaborg Blöndubakka 2 109 Reykjavík
Reykjavíkurborg Hamraskóli, Dyrhömrum 9
18/09/2018
Fullt starf
Hamraskóli - Almennt Skólaliði óskast til starfa við Hamraskóla. Hamraskóli er staðsettur í Grafarvogi og eru nemendur nú 165 í 1.-7 bekk. Leitað er að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna í góðu skólasamfélagi. Helstu verkefni og ábyrgð Að sinna nemendum í leik og starfi, m.a. að sinna gæslu í frímínútum nemenda og búningsklefa í íþróttahúsi. Vinna í matsal við gæslu og frágang eftir mat. Fylgja nemendum í skólasund. Sjá um daglega ræstingu skv. vinnuskipulagi. Hæfniskröfur Hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla og áhugi á að vinna með börnum. Fagmennska og sjálfstæði í vinnubrögðum. Snyrtimennska og nákvæmni. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 1.10.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Bergsdóttir í síma 567 6300 og tölvupósti anna.bergsdottir@rvkskolar.is . Hamraskóli Dyrhömrum 9 112 Reykjavík
Reykjavíkurborg Nóaborg, Stangarholti 11
18/09/2018
Fullt starf
Leikskólinn Nóaborg Leikskólinn Nóaborg auglýsir starf deildarstjóra á deild næstelstu barnanna. Nóaborg er fjögurra deilda leikskóli sem er staðsettur í Stangarholti 11, 105 í nágrenni við Klambratún sem og góðar samgöngur í allar áttir. Leikskólinn leggur áherslu á leik með stærðfræði og læsi auk þess sem notkun upplýsingatækni í starfinu er mikil og fjölbreytt. Í leikskólanum starfar góður hópur frábærra starfsmanna og mikill stöðugleiki í starfsmannahaldi hefur einkennt leikskólann. Nóaborg tekur þátt í verkefni um styttingu vinnuvikunnar og felst styttingin í hálfum vinnudegi á fjögurra vikna fresti. Starfsfólk sem kemur til vinnu á annan máta en í einkabíl getur fengið 6.000 kr. í samgöngustyrk á mánuði. Starfsfólk fær sundkort sem veitir frían aðgang að sundlaugum borgarinnar og starfsfólk leikskóla Reykjavíkurborgar fær fríar máltíðir í leikskólanum. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.: Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði í starfi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 2.10.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Margrét Ólafsdóttir í síma 562-9595 og tölvupósti anna.margret.olafsdottir@reykjavik.is . Nóaborg Stangarholti 11 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Frístundamiðstöðin Miðberg - sértæk félagsmiðstöð, Gerðubergi 1
18/09/2018
Hlutastarf
Frístundaklúbburinn Hellirinn Hellirinn sértæk félagsmiðstöð við frístundamiðstöðina Miiðberg óskar eftir að ráða frístundaráðgjafa/frístundarleiðbeinendur með umsjón í hlutastarf fyrir veturinn 2018- 2019. Hellirinn er fyrir börn og unglinga 10-16 ára með fötlun sem eru búsett í Breiðholti, Árbæ og Norðlingaholti. Hann er opinn alla virka daga frá því að skóla lýkur og til klukkan 17 og einstaka sinnum er kvöldopnun. Markmið Hellisins er að vinna gegn félagslegri einangrun fatlaðra barna og unglinga. Starfið er einstaklingsmiðað og börnin og unglingarnar taka þátt í að móta dagskrána. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð * Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 10-16 ára börn og unglinga í sértæku starfi. * Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi. * Framfylgir stefnu skóla- og frístundasviðs í málefnum frítímans. * Samráð og samvinna við börn, unglinga og annað starfsfólk. * Samskipti og samstarf við foreldra. Hæfniskröfur * Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. * Áhugi á að vinna með börnum og unglingum í sértæku félagsmiðstöðvarstarfi. * Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. * Færni í samskiptum. Í boði eru hlutastörf, 20-50%, með sveigjanlegum vinnutíma eftir hádegi. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar Starfshlutfall: 50% Umsóknarfrestur: 28.9.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristrún Lilja Daðadóttir í síma 411-5750 /695-5033 og tölvupósti kristrun.lilja.dadadottir@reykjavik.is . Frístundamiðstöðin Miðberg - sértæk félagsmiðstöð Gerðubergi 1 111 Reykjavík
Reykjavíkurborg Lyngheimar, Mururima 2
18/09/2018
Fullt starf
Leikskólinn Lyngheimar Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólanum Lyngheimum, Mururima 2 í Grafarvogi. Lyngheimar er fjögurra deilda leikskóli þar sem unnið er í anda hugmyndafræði Reggio Emilia og verið er að þróa starfið í opnu flæði. Starfið er laust nú þegar, eða eftir samkomulagi. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 1.10.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Helgadóttir í síma 567-0277 og tölvupósti kristin.helgadottir@rvkskolar.is . Lyngheimar Mururima 2 112 Reykjavík
Reykjavíkurborg Leikskólinn Blásalir, v/Brekknaás
17/09/2018
Hlutastarf
Leikskólinn Blásalir Leikskólinn Blásalir auglýsir starf sérkennslustjóra laust til umsóknar. Blásalir er fjögurra deilda leikskóli við Brekknaás í Árbæ. Áhersla er lögð á útiveru, skapandi starf og gleði. Leikskólinn er með Grænfánann og eru græn gildi og útikennsla einkennandi fyrir starfið. Uppeldisstefna skólans er að miklu leiti byggð á kenningu John Dewey um nám barna. Einnig byggir hún á lögum, aðalnámskrá og þeim lífsgildum sem starfsfólk hefur komið sér saman um að leggja til grundvallar starfi sínu. Starfið er laust nú þegar. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Yfirumsjón með skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í leikskólanum í samráði við leikskólastjóra. Yfirumsjón með gerð verkefna og gerð einstaklingsnámskráa. Yfirumsjón með samskiptum við foreldra, sérkennsluráðgjafa og aðra sem koma að sérkennslu. Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við foreldra og starfsmenn. Að veita börnum með sérþarfir leiðsögn og stuðning. Hæfniskröfur Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg. Reynsla af sérkennslu. Þekking og reynsla af atferlisþjálfun æskileg. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi. Góð íslenskukunnátta. Tölvukunnátta. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 50% Umsóknarfrestur: 27.9.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Elíasdóttir í síma 693-9865 og tölvupósti margret.eliasdottir@reykjavik.is . Leikskólinn Blásalir v/Brekknaás 110 Reykjavík
Reykjavíkurborg , Bríetartún
17/09/2018
Fullt starf
Íbúðakjarni Bríetartúni 26 Langar þig að vera hluti af frábærum og samheldnum starfsmannahóp? Við í íbúðakjarnanum Bríetartúni erum gríðarlega stolt af því að hafa unnið Heilsuleika Reykjavíkurborgar í tvígang auk þess sem starfsánægja hefur mælst sérstaklega há hjá okkur. Nú leitum við að starfsmanni í 100% stöðu. Um er að ræða vaktakvinnu, helgarvinnu í bland við dag- og kvöldvaktir. Nánar um starfsstaðinn hér: :) https://www.youtube.com/watch?v=GbCSuK3Rl8Y&feature=youtu.be Helstu verkefni og ábyrgð • Stuðningur til sjálfshjálpar og samfélagslegrar þátttöku og virkni. • Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa. • Ýmis önnur verkefni er tengjast þjónustunni líkt og aðstoð við þrif, eldamennsku og fl. Hæfniskröfur • Góð almenn menntun. • Reynsla af vinnu með geðfötluðu fólki æskileg. • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð. • Góð íslenskukunnátta. • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar stéttarfélags Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 28.9.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Þór Gunnarsson í síma 534-7526 og tölvupósti helgi.thor.gunnarsson@reykjavik.is . Bríetartún 108 Reykjavík
Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Jórufell
17/09/2018
Fullt starf / hlutastarf
Njálsgata 74 Laus eru störf á heimili sem er tímabundið staðsett í Breiðholti fyrir átta karla sem eiga við fíknivanda að stríða. Um er að ræða næturvaktir í 40% stöðu þar sem unnið er fjórðu hverju viku. Helstu verkefni og ábyrgð Í starfinu felst að sjá um almennt heimilishald svo sem þrif og eldamennsku, aðstoð við íbúa eftir þörfum í tengslum við heilsugæslu, félagsþjónustu, tómstundir og fleira sem lýtur að auknum lífsgæðum þeirra. Unnið er skv. skaðaminnkandi hugmyndafræði. Hæfniskröfur Góð almenn menntun Hæfni í mannlegum samskiptum. Sveigjanleiki, þolinmæði og umburðalyndi. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af starfi með fíkniefnaneytendum eða aðra þekkingu á því sviði. Hreint sakarvottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar Starfshlutfall: 75% Umsóknarfrestur: 27.9.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Stefánsdóttir í síma 8229754 og tölvupósti sigridur.stefansdottir@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða Jórufell 111 Reykjavík
Reykjavíkurborg Brekkuborg, Hlíðarhúsum 1
17/09/2018
Fullt starf
Leikskólinn Brekkuborg Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa við leikskólann Brekkuborg. Brekkuborg er fjögurra deilda leikskóli í Hlíðarhúsum 1 í Grafarvogi. Við leggjum áherslu á lýðræði, sjálfstæði barna og umhverfismennt. Skólinn starfar í anda Reggio Emilia þar sem sjálfstæði, sjálfræði og lýðræði er kjarninn í starfi skólans. Unnið ar að því að skapa börnum hlýlegt umhverfi þar sem þau geta verið virk, skapandi og sjálfstæð. Lögð er mikil áhersla á gott foreldrasamstarf og góður starfsandi einkennir starf Brekkuborgar. Einkunnarorð skólans eru: Vinátta - Virðing - Lýðræði. Starfið er laust nú þegar, eða eftir samkomulagi. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning. Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa. Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir. Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum. Hæfniskröfur Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi Reynsla af sérkennslu æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Góð íslenskukunnátta Góð enskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 28.9.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Svala Ingvarsdóttir í síma 567-9380 og tölvupósti svala.ingvarsdottir@reykjavik.is . Brekkuborg Hlíðarhúsum 1 112 Reykjavík
Reykjavíkurborg Blásalir, v/Brekknaás
17/09/2018
Fullt starf
Leikskólinn Blásalir Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starf í leikskólann Blásali. Blásalir er fjögurra deilda leikskóli við Brekknaás í Árbæ. Áhersla er lögð á útiveru, skapandi starf og gleði. Leikskólinn er með Grænfánann og eru græn gildi og útikennsla einkennandi fyrir starfið. Uppeldisstefna skólans er að miklu leiti byggð á kenningu John Dewey um nám barna. Einnig byggir hún á lögum, aðalnámskrá og þeim lífsgildum sem starfsfólk hefur komið sér saman um að leggja til grundvallar starfi sínu. Um er að ræða fullt starf sem laust er nú þegar. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Færni í samskiptum. Frumkvæði í starfi. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 27.9.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Elíasdóttir í síma og tölvupósti . Blásalir v/Brekknaás 110 Reykjavík
Reykjavíkurborg Kringlumýri, Suðurhlíð 9
17/09/2018
Hlutastarf
Gulahlíð, Klettaskóla Frístundamiðstöðin Kringlumýri sértækt starf í Guluhlíð og Öskju óskar eftir starfsfólki í frístundaheimilin veturinn 2018 - 2019. Frístundamiðstöðin Kringlumýri óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í sértækt frístundastarf í frístundaheimilið Guluhlíð og félagsmiðstöðina Öskju. Frístundaheimilið Gulahlíð er fyrir börn á aldrinum 6 - 9 ára og félagsmiðstöðin Askja er fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 - 16 ára sem stendur fyrir frítímastarfi að skóla loknum fyrir börn og unglinga sem stunda nám í Klettaskóla. Klettaskóli er sérskóli fyrir börn og unglinga með fötlun. Í frístund er boðið upp á fjölbreytt frístundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6 - 16 ára barna og unglinga lýkur. Þar starfa frístundaleiðbeinendur og frístundaráðgjafar og eru þeir lykillinn að því að veita fyrsta flokks þjónustu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgð * Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6 - 16 ára börn og ungmenni. * Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi. * Samráð og samvinna við börn og starfsfólk. * Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla. Hæfniskröfur * Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. * Áhugi á að vinna með börnum og unglingum. * Frumkvæði og sjálfstæði. * Færni í samskiptum. * Góð íslenskukunnátta. Í boði eru tímavinnu störf og hlutastörf með sveigjanlegum vinnutíma eftir hádegi. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 50% Umsóknarfrestur: 29.9.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólöf Haflína Ingólfsdóttir í síma 411 5405 og tölvupósti olof.haflina.ingolfsdottir@reykjavik.is . Kringlumýri Suðurhlíð 9 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Frístundamiðstöðin Kringlumýri, Safamýri 28
17/09/2018
Hlutastarf
Kringlumýri - Barnastarf Frístundamiðstöðin Kringlumýri óskar eftir starfsfólki í frístundaheimilin fyrir skólaárið 2018-2019. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar starfrækir frístundaheimili við alla grunnskóla borgarinnar. Á frístundaheimilunum er boðið uppá fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi lýkur. Þar starfa frístundaráðgjafar og frístundaleiðbeinendur og eru þeir lykillinn að því að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar leggur áherslu á starfsþróun og vellíðan starfsfólks. Frístundamiðstöðin Kringlumýri starfrækir frístundaheimilin Álftabæ við Háaleitisskóla, Krakkakot við Háaleitisskóla, Neðstaland við Fossvogsskóla, Sólbúa við Breiðagerðisskóla, Vogasel við Vogaskóla, Glaðheima við Langholtsskóla, Laugarsel við Laugarnesskóla og Dalheima sem er fyrir börn í 3. og 4.bekk úr Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð * Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn. * Leiðbeina börnum í leik og starfi. * Samráð og samvinna við börn og starfsfólk. * Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla. Hæfniskröfur * Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. * Áhugi á að vinna með börnum. * Frumkvæði og sjálfstæði. * Færni í samskiptum. Í boði eru hlutastörf 30-50% eftir hádegi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Starfshlutfall: 50% Umsóknarfrestur: 29.9.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Elín Þóra Böðvarsdóttir í síma 411-5400 og tölvupósti elin.thora.bodvarsdottir@reykjavik.is . Frístundamiðstöðin Kringlumýri Safamýri 28 108 Reykjavík
Reykjavíkurborg Skóla- og frístundasvið,
17/09/2018
Fullt starf
Farteymi Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöður sérfræðinga í tveimur þverfaglegum farteymum við grunnskóla í Reykjavík lausar til umsóknar. Farteymin eru nýtt og spennandi úrræði til að styðja við árangursríkt nám og skólagöngu nemenda með alvarlegan fjölþættan vanda. Hvort teymi fyrir sig verður skipað 7 sérfræðingum og er deildarstjóri næsti yfirmaður þeirra. Teymin hafa það hlutverk að starfa innan skóla- og frístundastarfs og aðstoða og handleiða starfsfólk. Áhersla er á vinnu með mál barna í daglegu skóla- og frístundastarfi en í undantekningartilfellum getur vinnan farið fram utan skólastofunnar/skólans í nærumhverfi nemandans. Farteymin munu hafa starfsstöðvar í tveimur grunnskólum borgarinnar og heyra undir sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs en miðlægt fagráð fer með umsjón með starfseminni. Skóla- og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og annast m.a. rekstur 36 grunnskóla, 62 leikskóla og 5 frístundamiðstöðva. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum með yfirgripsmikla þekkingu á gagnreyndum aðferðum til að takast á við þroska- og hegðunarvanda, þekkingu á lögmálum hegðunar, helstu orsökum hegðunarvanda og á viðurkenndum aðferðum við kennslu og þjálfun barna með þroska- og hegðunarvanda. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Við ráðningu er gerð krafa um hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar. Ráðið verður í störfin frá og með 1. nóvember 2018, eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veita Guðrún Björk Freysteinsdóttir og Lína Dögg Ástgeirsdóttir, deildarstjórar farteyma. Netföng: gudrun.bjork.freysteinsdottir@reykjavik.is / lina.dogg.astgeirsdottir@rvkskolar.is Helstu verkefni og ábyrgð - Veita starfsfólki í skóla- og frístundastarfi aðstoð, handleiðslu og ráðgjöf varðandi börn með alvarlegan fjölþættan vanda. - Gera áætlanir um úrbætur í samvinnu við starfsfólk í skóla- og frístundastarfi og meta árangur. - Vinna með starfsfólki og börnum í daglegum aðstæðum skv. áætlun. - Vinna í nánu samráði með sérfræðingum skólaþjónustu á þjónustumiðstöðvum og öðrum sérfræðingum í þverfaglegum teymum. - Ráðgjöf og samstarf við foreldra. - Taka þátt í að móta og þróa verklag og verkferla farteymanna. Hæfniskröfur - Háskólamenntun, s.s. sálfræði, uppeldisfræði, grunnskólakennarafræði, þroskaþjálfafræði, tómstunda- og félagsmálafræði, eða sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi. - Framhaldsmenntun á meistarastigi sem nýtist í starfi æskileg. - Víðtæk reynsla og þekking á starfi með börnum og ungmennum og þekking á skóla- og frístundastarfi. - Þekking á gagnreyndum aðferðum og viðurkenndu verklagi til að vinna með börnum með þroska- og hegðunarfrávik, fatlanir og geðrænan vanda. - Reynsla af vinnu og ráðgjöf vegna hegðunar- og atferlisvanda æskileg. - Framúrskarandi samskiptahæfni og vilji til að starfa í þverfaglegu teymi. - Frumkvæði í starfi, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni. - Hæfni og vilji til að miðla þekkingu og veita ráðgjöf. - Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 30.9.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Björk Freysteinsdóttir í síma 411 1111 og tölvupósti gudrun.bjork.freysteinsdottir@reykjavik.is . Skóla- og frístundasvið
Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Jórufell
17/09/2018
Fullt starf / hlutastarf
Njálsgata 74 Laus eru störf á heimili sem er tímabundið staðsett í Breiðholti fyrir átta karla sem eiga við fíknivanda að stríða. Um er að ræða vaktavinnu á dag og kvöldvöktum í 75% stöðugildi. Helstu verkefni og ábyrgð Í starfinu felst að sjá um almennt heimilishald svo sem þrif og eldamennsku, aðstoð við íbúa eftir þörfum í tengslum við heilsugæslu, félagsþjónustu, tómstundir og fleira sem lýtur að auknum lífsgæðum þeirra. Unnið er skv. skaðaminnkandi hugmyndafræði. Hæfniskröfur Góð almenn menntun Hæfni í mannlegum samskiptum. Sveigjanleiki, þolinmæði og umburðalyndi. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af starfi með fíkniefnaneytendum eða aðra þekkingu á því sviði. Hreint sakarvottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar Starfshlutfall: 75% Umsóknarfrestur: 27.9.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Stefánsdóttir í síma 8229754 og tölvupósti sigridur.stefansdottir@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða Jórufell 111 Reykjavík
Reykjavíkurborg Frístundamiðstöðin Ársel, v/ Rofabæ
17/09/2018
Hlutastarf
Ársel - Barnastarf Frístundamiðstöðin Ársel óskar eftir starfsfólki í frístundaheimilin veturinn 2018 - 2019. Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar starfrækir frístundaheimili við alla grunnskóla borgarinnar. Á frístundaheimilunum er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur. Þar starfa frístundaráðgjafar og frístundaleiðbeinendur og eru þeir lykillinn að því að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar leggur áherslu á starfsþróun og vellíðan starfsfólks. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð - Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn. - Leiðbeina börnum í leik og starfi. - Samráð og samvinna við börn og annað starfsfólk. - Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að frístundaheimilinu. Hæfniskröfur - Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. - Áhugi á að vinna með börnum. - Frumkvæði og sjálfstæði. - Færni í samskiptum. Í boði eru hlutastörf, 30% -50% eftir hádegi. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Starfshlutfall: 50% Umsóknarfrestur: 1.10.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Elísabet Þóra Albertsdóttir í síma 411-5800 og tölvupósti elisabet.thora.albertsdottir@reykjavik.is . Frístundamiðstöðin Ársel v/ Rofabæ 110 Reykjavík
Reykjavíkurborg , Álfabakka 12
17/09/2018
Fullt starf / hlutastarf
Sálfræðiráðgjöf fyrir börn - Breiðholt Laus er til umsóknar staða sálfræðings við skólaþjónustu hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts. Um er að ræða 80% starf tímabundið í 1 ár. Meginmarkmið skólaþjónustunnar er að veita íbúum og skólum hverfisins heildstæða og fjölbreytta ráðgjöf til að mæta sérþörfum barna og fjölskyldna þeirra. Ráðgjöfin er þverfagleg og er unnin í samvinnu við skóla, börnin sjálf og forráðamenn þeirra. Helstu verkefni og ábyrgð • Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum og unglingum • Ráðgjöf við foreldra og starfsfólk skóla. • Þverfaglegt starf á þjónustumiðstöð Breiðholts. Hæfniskröfur • Löggilding til að starfa sem sálfræðingur. • Þekking á þroska og þroskafrávikum barna. • Reynsla af sálfræðilegri greiningu og ráðgjöf vegna barna er æskileg. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. • Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og frumkvæði. • Áhugi á þróun sálfræðiþjónustu og þverfaglegs starfs innan miðstöðvarinnar. • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sálfræðingafélags Íslands. Starfshlutfall: 80% Umsóknarfrestur: 1.10.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Kolbrún Björnsdóttir í síma 411-1322 og tölvupósti kolbrun.bjornsdottir@reykjavik.is . Álfabakka 12 109 Reykjavík
Reykjavíkurborg , Laugavegi 77
14/09/2018
Fullt starf / hlutastarf
Íbúðakjarni Flókagötu 29-31 Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða óskar eftir starfsmanni í búsetuþjónustu fyrir geðfatlað fólk á Flókagötu. Unnið er á vöktum og starfshlutfall er 80 - 100% eftir samkomulagi. Viðkomandi þarf að vera orðinn 20 ára og geta hafið störf sem fyrst. Í boði eru krefjandi og skemmtileg verkefni með flottum starfshóp og íbúum. Mikil hópavinna er á staðnum og yfirleitt 2-4 starfsmenn á vakt hverju sinni. Helstu verkefni og ábyrgð • Veita íbúum félagslegan stuðning. • Aðstoð við almenn heimilisstörf, svo sem þrif og matseld. • Stuðningur til sjálfshjálpar og samfélagslegrar þátttöku og virkni. • Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæri fyrir íbúa. Hæfniskröfur • Góð almenn menntun. • Reynsla af vinnu með geðfötluðu fólki æskileg. • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð. • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar Starfshlutfall: 80% Umsóknarfrestur: 26.9.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Lovísa Guðbrandsdóttir í síma 561-2435 / 664-7379 og tölvupósti lovisa.gudbrandsdottir@reykjavik.is . Laugavegi 77 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Leikskólinn Furuskógur, v/ Áland
14/09/2018
Fullt starf
Leikskólinn Furuskógur Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólann Furuskóg sem er sex deilda leikskóli á tveimur starfsstöðvum í Fossvoginum. Mikil áhersla er lögð á sköpun, lífsleikni og útinám og að börnin fái tækifæri til að njóta og upplifa. Við störfum eftir hugmyndafræði John Dewey. Leikskólinn er sífelldri þróun og óskum við eftir leikskólakennara sem er tilbúin til að taka þátt í að þróa starfið með okkur og vera hluti af okkar faglega og skemmtilega samfélagi. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum Áhugi á að starfa með ungum börnum Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Stundvísi Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 26.9.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Brynjarsdóttir í síma 411-3540 og tölvupósti ingibjorg.brynjarsdottir@reykjavik.is . Leikskólinn Furuskógur v/ Áland 108 Reykjavík