Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg Fossvogsskóli, Reykjavík, Ísland
12/08/2019
Fullt starf
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu skólastjóra við Fossvogsskóla lausa til umsóknar. Fossvogsskóli er hverfisskóli í Blesugrófar- og Fossvogshverfi, stofnaður árið 1971. Í skólanum eru um 340 nemendur í 1.-7. bekk. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi í Fossvogsdalnum en þaðan eru greiðar göngu- og hjólaleiðir í útivistarperlur borgarinnar, Elliðaárdal og Nauthólsvík. Áhersla er á umhverfis- og lýðheilsumál og hefur skólinn tekið þátt í Grænfánaverkefninu frá árinu 2000 og í verkefni um Heilsueflandi skóla. Mikil hjólamenning er í skólanum og nemendur hvattir til að ganga eða hjóla í skólann. Skólinn vinnur í anda uppeldis til ábyrgðar og áhersla er á verk- og listgreinar, útivist og fjölbreytt og sveigjanlegt skólastarf. Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu kennara og verið er að innleiða leiðsagnarnám. Einkunnarorð skólans eru …vertu til að leggja hönd á plóg … og vísar til þess að menntun barnanna er samvinnuverkefni alls skólasamfélagsins. Skólinn hefur á að skipa kraftmiklu og áhugasömu starfsfólki, stöðugleiki er í starfsmannahaldi og öflugt foreldrafélag starfar við skólann. Miklar endurbætur hafa farið fram á húsnæði skólans á þessu ári. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. nóvember 2019. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð  Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar. Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Hæfniskröfur  Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi. Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. Stjórnunarhæfileikar. Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. Lipurð og hæfni í samskiptum. Frekari upplýsingar um starfið  Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Skólastjórafélags Íslands. Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  26.08.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   7704 Nafn sviðs  Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir  Soffía Vagnsdóttir Tölvupóstur  soffia.vagnsdottir@reykjavik.is Sími  411-1111
Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg, Borgartún, Reykjavík, Ísland
12/08/2019
Fullt starf
Fjármála- og rekstrarþjónusta SFS Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf fjármálasérfræðings laust til umsóknar. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í fjármála- og rekstrarþjónustu skóla- og frístundasviðs. Næsti yfirmaður fjármálasérfræðings er fjármálastjóri sviðsins og helstu verkefni tengjast fjármálaþjónustu við leikskóla borgarinnar. Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur og skólahljómsveita. Jafnframt greiðir sviðið framlög til sjálfstætt starfandi dagforeldra, leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla og hefur eftirlit með starfsemi þeirra. Skóla- og frístundasvið þjónustar yfir 20 þúsund börn og fjölskyldur þeirra. Útgjöld sviðsins eru u.þ.b. 50 milljarðar kr. á ári í tæplega 200 rekstrareiningum. Umsókn fylgi starfsferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Kristján Gunnarsson, fjármálastjóri og Guðmundur Guðbjörnsson, deildastjóri í síma 411-1111 Netföng: kristjan.gunnarsson@reykjavik.is , gudmundur.gudbjornsson@reykjavik.is Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð  Úthlutunarlíkan og dreifing fjármagns til leikskóla. Gerð fjárhagsáætlana. Mánaðarleg uppgjör og frávikagreining. Fjárhagslegt eftirlit til að tryggja að útgjöld séu innan fjárheimilda. Greiningarvinna og útreikningar. Eftirlit með lykiltölugreiningu starfstöðva. Upplýsingagjöf til stjórnenda. Hæfniskröfur  Háskólagráða í viðskiptafræði með áherslu á fjármál eða endurskoðun. Mastersgráða í viðskiptafræði kostur. Reynsla af vinnu við uppgjör og áætlanagerð æskileg. Reynsla af lykiltalnagreiningu æskileg. Þekking á rekstri leikskóla er kostur. Góð íslenskukunnátta ásamt færni til að tjá sig í ræðu og riti. Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi. Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð. Lipurð í samskiptum. Frekari upplýsingar um starfið  Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  26.08.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   7700 Nafn sviðs  Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir  Kristján Gunnarsson Tölvupóstur  kristjan.gunnarsson@reykjavik.is
Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg, Borgartún, Reykjavík, Ísland
12/08/2019
Fullt starf
Fjármála- og rekstrarþjónusta SFS Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf innkaupa- og vörusérfræðings laust til umsóknar. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í fjármála- og rekstrarþjónustu skóla- og frístundasviðs. Næsti yfirmaður innkaupa- og vörusérfræðings er fjármálastjóri sviðsins. Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur og skólahljómsveita. Útgjöld sviðsins eru u.þ.b. 50 milljarðar kr. á ári í tæplega 200 rekstrareiningum. Innkaup á vörum og þjónustu nema u.þ.b. 5 milljörðum kr. Umsókn fylgi starfsferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð  Stýring á innkaupum á vörum og þjónustu sviðsins. Umsjón með framkvæmd útboða á vegum sviðsins. Greining á tækifærum sem leiða til rekstrarhagkvæmni fyrir sviðið. Eftirlit með virkni innkaupaferla. Samskipti við miðlæga innkaupaskrifstofu borgarinnar. Hæfniskröfur  Háskólagráða í viðskiptafræði, verkfræði eða önnur sambærileg raungreinamenntun sem nýtist í starfi. Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð. Reynsla af stýringu innkaupa er æskileg. Góð samskiptafærni og færni til að tjá sig í ræðu og riti. Þekking á gerð útboðslýsinga og samninga. Þekking á opinberum innkaupum er æskileg. Haldgóð alhliða tölvuþekking. Frekari upplýsingar um starfið  Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  26.08.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   7699 Nafn sviðs  Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir  Kristján Gunnarsson Tölvupóstur  kristjan.gunnarsson@reykjavik.is
Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg, Borgartún, Reykjavík, Ísland
12/08/2019
Fullt starf
Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum leiðtoga til að stýra launaskrifstofu borgarinnar. Launaskrifstofa er ein af skrifstofum hins nýja kjarnasviðs fjármála- og áhættustýringar. Skrifstofan ber ábyrgð á launavinnslu borgarinnar og afgreiðslu launa, launatengdum gjöldum og skilum á staðgreiðslu launa. Þá veitir skrifstofan ráðgjöf til stjórnenda og mannauðsráðgjafa, sinnir fræðslu- og gæðamálum vegna launavinnslu og meðhöndlunar launagagna, auk fleiri verkefna er heyra undir skrifstofuna. Helstu verkefni og ábyrgð  • Stjórnun og dagleg ábyrgð á starfsemi og rekstri skrifstofunnar • Ábyrgð á launavinnslu Reykjavíkurborgar, afgreiðslu launa og skil á launatengdum gjöldum • Ábyrgð á móttöku og skráningu gagna, gagnavinnslu, launatöflum og meðferð kjarasamninga í mannauðs- og launakerfi • Eftirlit með launagögnum • Ábyrgð á skilum á staðgreiðslu og launaframtali Reykjavíkurborgar • Ábyrgð á gæðamálum sem heyra undir skrifstofuna og veitir ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda og mannauðsráðgjafa Hæfniskröfur  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Greiningarhæfni og þekking á launakerfum • Leiðtogahæfileikar og stjórnunarreynsla • Góð samskiptahæfni • Frumkvæði, framsýni og metnaður til að ná árangri í starfi • Skipulagshæfni, sjálfstæði og öguð vinnubrögð • Geta til að vinna undir álagi • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Frekari upplýsingar um starfið  Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  26.08.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   7693 Nafn sviðs  Fjármálaskrifstofa Nánari upplýsingar um starfið veitir  Halldóra Káradóttir Tölvupóstur  halldora.karadottir@reykjavik.is
Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg, Borgartún, Reykjavík, Ísland
12/08/2019
Fullt starf
Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum leiðtoga til að stýra skrifstofu áhættustýringar. Skrifstofa áhættustýringar er ný skrifstofa á kjarnasviði fjármála- og áhættustýringar. Skrifstofan fer með stefnumörkun og innleiðingu á heildstæðri áhættustýringu hjá Reykjavíkurborg (ERM). Í því felst ábyrgð á framkvæmd áhættustýringar til samræmis við stefnu, ráðgjöf og fræðslu á sviði áhættustýringar, gerð leiðbeininga, þróun skýrslugerðar og miðlun upplýsinga. Skrifstofan ber ábyrgð á fjárhagslegum áhættugreiningum vegna A-hluta borgarsjóðs og tekur þátt í stefnumótun um fjármálastjórn og fjárhagslega áhættustýringu. Skrifstofan annast vöktun á horfum í efnahagsmálum og gerð greinargerða til borgarstjóra og borgarráðs um áhættur í rekstrarumhverfi borgarinnar. Um er að ræða úrlausn fjölbreyttra og krefjandi greininga og verkefna sem varða mikilvæga hagsmuni borgarinnar og borgarbúa. Helstu verkefni og ábyrgð  • Stjórnun og dagleg ábyrgð á starfsemi og rekstri skrifstofunnar • Ábyrgð á mörkun áhættustefnu og framkvæmd áhættustýringar • Ábyrgð á kortlagningu og gerð áhættumats • Ábyrgð á gerð áhættugreininga og sviðsmynda vegna reksturs borgarinnar • Ábyrgð á mótun aðferðarfræði við áhættustýringu, kerfislegt utanumhald, skýrslugjöf og fl • Ábyrgð á fjárhagslegum áhættugreiningum í rekstri og rekstrarumhverfi borgarinnar og framsetningu á reglubundnum áhættuskýrslum • Annast vöktun efnahagsspár og greiningu á stöðu og horfum í efnahagsmálum • Veitir ráðgjöf og fræðslu á sviði áhættustýringar • Ábyrgð á leiðbeiningar-, eftirlits- og þróunarhlutverki á sviði áhættustýringar Hæfniskröfur  • Háskólagráða og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði áhættufræða, fjármálahagfræði, fjármálastærðfræði, fjármálaverkfræði eða aðgerðagreiningar • Þekking og reynsla á sviði áhættustýringar • Þekking á heildstæðri áhættustýringu (Enterprise Risk Management) • Sterk rökhugsun, greinarhæfni og færni til að hafa yfirsýn yfir flókin og viðamikil verkefni • Góð þekking á sviði tölfræði, líkanagerð og flókinni greiningarvinnu • Reynsla að starfi tengdu stærðfræðilegum og hagfræðilegum greiningum, fjármálum fyrirtækja og/eða fjárhagslegri áhættustýringu er æskileg • Þekking á sviði efnahagsmála, opinberra fjármála og fjármálamarkaða er æskileg • Frumkvæði, framsýni og metnaður til að ná árangri í starfi • Góð samskiptahæfni • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Frekari upplýsingar um starfið  Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  26.08.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   7692 Nafn sviðs  Fjármálaskrifstofa Nánari upplýsingar um starfið veitir  Halldóra Káradóttir Tölvupóstur  halldora.karadottir@reykjavik.is
Reykjavíkurborg Langholtsskóli, Reykjavík, Ísland
02/08/2019
Fullt starf / hlutastarf
• Umsjónarkennari á miðstigi • Kennari/þroskaþjálfi í sérdeild fyrir nemendur með einhverfu • Stuðningsfulltrúi í sérdeild fyrir nemendur með einhverfu Nánari upplýsingar gefur Hreiðar Sigtryggsson skólastjóri í síma 6648280 og á hreidar.sigtryggsson@rvkskolar.is. Sjá einnig vef Reykjavíkurborgar: http://reykjavik.is/laus-storf.
Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg, Borgartún, Reykjavík, Ísland
02/08/2019
Fullt starf / hlutastarf
Undir skóla- og frístundasvið heyra: • LEIKSKÓLAR • GRUNNSKÓLAR • FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐVAR Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is/laus-storf/sfs