Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg Breiðholtslaug, v/ Austurberg
17/07/2018
Fullt starf / hlutastarf
Breiðholtslaug ÍTR óskar eftir að ráða sundlaugarvörð í Breiðholtslaug. Sundlaugarnar eru tilvalinn starfsvettvangur fyrir fólk sem vill vinna í fjörugu og skemmtilegu umhverfi og hefur ánægju af því að umgangast og þjónusta viðskiptavini. Starfsmenn ÍTR vinna á sviði íþrótta-og tómstunda og eru lykillinn að því að ÍTR geti veitt viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu. ÍTR leggur áherslu á jafnrétti, starfsþróun og vellíðan starfsfólks.   Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar starfrækir 7 sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu.   Helstu verkefni og ábyrgð - Stuðla að því að gestir sundlauga finni fyrir öryggi og ánægju með þjónustuna og upplifi sundlaugina sem griðastað - Framfylgja öryggis- og umgengnisreglum sundlauga - Upplýsa gesti um öryggis- og umgengnisreglur sundlauga - Aðstoða gesti eftir þörfum - Hafa eftirlit með tækjum og búnaði sundlaugar - Vinna að því að umhverfi og aðstæður séu ávallt hrein í samræmi við heilbrigðisreglugerð - Sinna mælingum og eftirliti með gæðum sundlaugavatns Hæfniskröfur - Góð almenn menntun og reynsla sem nýtist í starfi - Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum - Stundvísi - Þátttaka á námskeiði í skyndihjálp og björgun úr laug - Standast hæfnispróf laugarvarða sbr. reglugerð fyrir sundstaði - Hreint sakavottorð Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfshlutfall: 93% Umsóknarfrestur: 7.8.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Íþrótta- og tómstundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Sólveig Valgeirsdóttir í síma 557-5547 og tölvupósti solveig.valgeirsdottir@reykjavik.is . Breiðholtslaug v/ Austurberg 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg , Safamýri 28
17/07/2018
Fullt starf
Félagsmiðstöðin Buskinn Félagsmiðstöðin Buskinn auglýsir tímabundið starf forstöðumanns í eitt ár laust til umsóknar. Buskinn er starfrækt undir Frístundamiðstöðinni Kringlumýri sem er meðal annars með fimm félagsmiðstöðvar í Laugardal- Háaleiti- og Bústaðahverfi. Frístundamiðstöðin Kringlumýri og félagsmiðstöðin Buskinn óska eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman tómstundafræðing eða einstakling með sambærilega menntun. Markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa félags- og samskiptafærni barna- og unglinga í gegnum leik og starf. Markhópur félagsmiðstöðva eru börn og unglingar á aldrinum 10-16 ára. Félagsmiðstöðin Buskinn er staðsett inní Vogaskóla.   Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.   Helstu verkefni og ábyrgð - Skipulagning á faglegu félagsmiðstöðvarstarfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára. - Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi. - Samráð og samvinna við börn, unglinga og starfsfólk. - Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla. - Starfsmannamál. - Framkvæmd og skipulag starfsins í samvinnu við starfsmenn og ungmenni út frá viðmiðum og starfsreglum SFS. Hæfniskröfur -Háskólapróf á sviði uppeldismenntunar, s.s. tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg menntun. - Reynsla af starfi með börnum og unglingum. - Reynsla af frítímastarfi. - Reynsla af stjórnun. - Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. - Skipulags og stjórnunarhæfileikar. - Góð færni í samskiptum. - Almenn tölvu og samskiptamiðla kunnátta. - Góð íslenskukunnátta. Vinsamlegast látið ferilskrá fylgja umsókn. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 31.7.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórhildur Rafns Jónsdóttir í síma 411-5400 og tölvupósti thorhildur.rafns.jonsdottir@reykjavik.is . Safamýri 28 108 Reykjavík
Reykjavíkurborg Félagsmiðstöð - frístundamiðstöðin Kringlumýri, Safamýri 28
17/07/2018
Hlutastarf
Kringlumýri - Unglingastarf Staða frístundaleiðbeinanda/ráðgjafa í félagsmiðstöð er laus til umsóknar hjá Kringlumýri frístundamiðstöð sem starfrækir fimm félagsmiðstöðvar í Laugardals- Háaleitis- og Bústaðahverfi. Markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa félags- og samskiptafærni barna- og unglinga í gegnum leik og starf. Markhópur félagsmiðstöðva eru börn og unglingar á aldrinum 10-16 ára.   Í boði eru hlutastörf þar sem vinnutíminn er margskonar eftir hádegi og á kvöldin, eða síðdegi og á kvöldin. Störfin hefjast 22 - 28 ágúst. Um er að ræða 4 störf í starfshlutföllunum 33 -100%.   Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð - Skipulagning á faglegu félagsmiðstöðvarstarfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára. - Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi. - Samráð og samvinna við börn, unglinga og starfsfólk. - Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla. Hæfniskröfur - Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. - Fjölbreytt færni sem nýtist í starfi með börnum og unglingum. - Reynsla af félagsstörfum, eða frítímastarfi með börnum og unglingum. - Áhugi á að vinna með börnum og unglingum. - Frumkvæði og sjálfstæði. - Færni í samskiptum. Vinsamlegast sendið inn starfsferilskrá með umsókn. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í lok ágúst. Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og StRv. Starfshlutfall: 0% Umsóknarfrestur: 31.7.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórhildur Rafns Jónsdóttir í síma 411-5400 og tölvupósti thorhildur.rafns.jonsdottir@reykjavik.is . Félagsmiðstöð - frístundamiðstöðin Kringlumýri Safamýri 28 108 Reykjavík
Reykjavíkurborg Frístundamiðstöðin Miðbergi frístundaheimili, Gerðubergi 1
17/07/2018
Hlutastarf
Miðberg - Barnastarf Frístundamiðstöðin Miðberg óskar eftir starfsfólki í frístundaheimilin veturinn 2018-2019.   Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar starfrækir frístundaheimili við alla grunnskóla borgarinnar. Á frístundaheimilunum er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur. Þar starfa frístundaráðgjafar og frístundaleiðbeinendur og eru þeir lykillinn að því að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar leggur áherslu á starfsþróun og vellíðan starfsfólks. Frístundamiðstöðin Miðberg er með laus störf á eftirfarandi frístundaheimilum: Álfheimar við Hólabrekkuskóla, Bakkasel við Breiðholtsskóla, Hraunheimar við Hraunberg, Regnboginn við Hólmasel, Vinaheimar við Ölduselsskóla og Vinasel við Seljaskóla.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.   Helstu verkefni og ábyrgð Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn. Leiðbeina börnum í leik og starfi. Umsjón og undirbúningur klúbbastarfs s.s. íþróttir, leikir, föndur o.fl. Samráð og samvinna við börn og annað starfsfólk. Samskipti og samstarf við foreldra. Hæfniskröfur Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. Áhugi á að vinna með börnum Frumkvæði og sjálfstæði. Færni í samskiptum. Í boði eru hlutastörf, 30% -50%, með sveigjanlegum vinnutíma eftir hádegi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf frá og með skólabyrjun 2018. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar Starfshlutfall: 50% Umsóknarfrestur: 30.7.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Herdís Snorradóttir í síma 411-5750 og tölvupósti herdis.snorradottir@reykjavik.is . Frístundamiðstöðin Miðbergi frístundaheimili Gerðubergi 1 111 Reykjavík
Reykjavíkurborg Grænaborg, Eiríksgötu 2
17/07/2018
Fullt starf
Leikskólinn Grænaborg Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólann Grænuborg sem er fjögurra deilda leikskóli staðsettur efst á Skólavörðuholtinu. Meginmarkmið Grænuborgar er að skapa börnum öruggt og barnvænt umhverfi þar sem leitast er við að efla alla þroskaþætti barnsins og unnið er eftir fjölgreindarkenningunni.       Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.   Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Færni í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 31.7.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Gerður Sif Hauksdóttir í síma 693-9842 og tölvupósti gerdur.sif.hauksdottir@reykjavik.is . Grænaborg Eiríksgötu 2 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Laugavegi 77
17/07/2018
Fullt starf
Stuðningur og Ráðgjöf- Mi Langar þig að starfa við fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem fela í sér spennandi áskoranir? Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða leitar að verkefnastjóra í stuðningsþjónustu. Stuðningsþjónusta felst í félagslegum stuðningi, það er stuðningi við að rjúfa félagslega einangrun einstaklinga, stuðla að aukinni félagsfærni, aðstoð við að njóta menningar og félagslífs. Stuðningsþjónusta getur einnig verið stuðningur vegna fötlunar við athafnir daglegs lífs og stuðningur við uppeldi og aðbúnað barna. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgð • Umsjón með umsóknum um tilsjón, liðveislu, persónulega ráðgjöf og önnur stuðningsúrræði. • Umsjón með vinnslu umsókna í málaflokkinum, framkvæmd þjónustu • Ráðgjöf vegna vinnslu mála. • Stjórn og þátttaka í faglegum fundum vegna stuðningsúrræða. • Þátttaka í þróunarverkefnum í stuðningsþjónustu. • Umsjón með ráðningu starfsfólks í stuðningsþjónustu. Hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi Þekking og reynsla í vinnu með fötluðu fólki og aðstandendum þeirra Lipurð í framkomu og hæfni í mannlegum samskiptum. Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Góð tölvukunnátta. Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 29.7.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldór Kristján Júlíusson í síma 411-1600/861-4427 og tölvupósti halldor.kristjan.juliusson@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða Laugavegi 77 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Skóla- og frístundasvið grunnskólahluti fagskrifst, Borgartúni 12-14
17/07/2018
Fullt starf
Fagskrifstofa grunnskólamála Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf verkefnastjóra á grunnskólahluta fagskrifstofu. Skóla- og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og annast m.a. rekstur 36 grunnskóla, 62 leikskóla, 5 frístundamiðstöðva, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur og skólahljómsveita. Grunnskólahluti fagskrifstofu veitir forystu í fagmálum grunnskóla, þróun starfshátta og skólastarfs á grunni grunnskólalaga, aðalnámskrár grunnskóla og skóla- og frístundastefnu Reykjavíkurborgar. Skrifstofan er hluti af fagskrifstofu SFS, en þar eru einnig skrifstofur leikskóla- og frístundamála. Verkefnastjóri tekur þátt í mati á skólastarfi og hefur umsjón með eftirfylgni innra og ytra mats skólanna, , auk þátttöku í þróun faglegra starfshátta og símenntun kennara. Verkefnastjóri tekur þátt í starfshópum og vinnur náið með öðrum deildum sviðsins. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofunnar. Helstu verkefni og ábyrgð • Þátttaka í innleiðingu menntastefnu Reykjavíkurborgar. • Þátttaka í mati á skólastarfi og umsjón með eftirfylgni með mati. • Stuðningur og ráðgjöf við skóla varðandi þróun faglegra starfshátta og símenntun kennara. • Öflun upplýsinga fyrir skóla- og frístundaráð. • Þátttaka í starfshópum á vegum sviðsins. Hæfniskröfur • Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi og kennslureynsla á grunnskólastigi. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Færni og áhugi á að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. • Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð. • Framúrskarandi hæfni í samskiptum. • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Enskukunnátta og kunnátta í Norðurlandamálum kostur. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Starfið er laust frá 1.ágúst 2018, eða eftir samkomulagi. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 29.7.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Soffía Vagnsdóttir í síma 411-1111 og tölvupósti soffia.vagnsdottir@reykjavik.is . Skóla- og frístundasvið grunnskólahluti fagskrifst Borgartúni 12-14 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Leikskólinn Steinahlíð, Suðurlandsbraut
17/07/2018
Fullt starf
Leikskólinn Steinahlíð Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa við atferlisþjálfun í leikskólann Steinahlíð v/Suðurlandsbraut. Steinahlíð er þriggja deilda leikskóli og eru einkunarorð leikskólans: Sköpun, virðing og vellíðan. Áhersla er lögð á umhverfismennt og útiveru enda hefur leikskólinn yfir að ráða stórum og fallegum garði sem bíður upp á marga möguleika. Starfið er laust frá 7. ágúst 2018. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning. Að veita barni atferlisþjálfun í samstarfi við aðra fagaðila. Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa. Að vinna að gerð einstaklingsnámskráa og fylgja þeim eftir. Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum. Hæfniskröfur Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun Reynsla af sérkennslu æskileg Reynsla af atferlisþjálfun æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Tölvukunnátta Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 30.7.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergsteinn Þór Jónsson í síma 553 3280/ 692 6946 og tölvupósti bergsteinn.thor.jonsson@reykjavik.is . Leikskólinn Steinahlíð Suðurlandsbraut 104 Reykjavík
Reykjavíkurborg Skóla-og frístundasviið fagskrifstofa grunnsk., Borgartúni 12-14
17/07/2018
Fullt starf
Fagskrifstofa grunnskólamála Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf verkefnastjóra samskipta heimila og skóla á grunnskólahluta fagskrifstofu. Skóla- og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og annast m.a. rekstur 36 grunnskóla, 62 leikskóla, 5 frístundamiðstöðva, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur og skólahljómsveita. Grunnskólahluti fagskrifstofu veitir forystu í fagmálum grunnskóla, þróun starfshátta og skólastarfs á grunni grunnskólalaga, aðalnámskrár grunnskóla og skóla- og frístundastefnu Reykjavíkurborgar. Skrifstofan er hluti af fagskrifstofu SFS, en þar eru einnig skrifstofur leikskóla- og frístundamála. Verkefnastjóri veitir ráðgjöf til foreldra og skóla vegna erfiðra mála sem koma upp og varða samskipti foreldra við skólann og á samstarf við Barnavernd Reykjavíkur, þjónustumiðstöðvar, farteymi, sérdeildir og sérskóla vegna sértækra mála, s.s. hegðunarvanda, ástundunarvanda og fíknivanda. Verkefnastjóri svarar fyrirspurnum um ýmis málefni er varða starfsemi grunnskóla, s.s. kennsluhætti, aðbúnað, aðalnámskrá og fleira er tengist skólastarfi. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur framúrskarandi samskiptahæfni, er lausnamiðaður og hefur skilning á ólíkum þörfum barna og fjölskyldna í flóknum aðstæðum. Helstu verkefni og ábyrgð • Ráðgjöf til foreldra og skóla. • Sáttamiðlun milli foreldra og skóla í erfiðum málum. • Samstarf við Barnavernd Reykjavíkur, þjónustumiðstöðvar, farteymi, sérdeildir, sérskóla og aðra aðila vegna sértækra mála. • Þátttaka í starfshópum og teymum er varða málflokkinn á vegum sviðsins. Hæfniskröfur • Kennaramenntun, sálfræðimenntun eða félagsráðgjafamenntun. Markþjálfamennun er kostur. • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi. • Framúrskarandi hæfni í samskiptum. • Hæfni og reynsla í sáttamiðlun. • Yfirgripsmikil þekking á starfsemi grunnskóla, sérskóla og sérdeilda. • Reynsla af vinnu með börnum og fjölskyldum í flóknum aðstæðum. • Reynsla af starfi á grunnskólastigi. • Stjórnunarreynsla í grunnskóla æskileg. • Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Starfið er laust frá 1. ágúst 2018, eða eftir samkomulagi Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 29.7.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Soffía Vagnsdóttir í síma 411-1111 og tölvupósti soffia.vagnsdottir@reykjavik.is . Skóla-og frístundasviið fagskrifstofa grunnsk. Borgartúni 12-14 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Skóla-og frístundasviið fagskrifstofa grunnsk., Borgartúni 12-14
17/07/2018
Fullt starf
Fagskrifstofa grunnskólamála Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf kennsluráðgjafa í upplýsingatækni. Skóla- og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og annast m.a. rekstur 36 grunnskóla, 62 leikskóla, 5 frístundamiðstöðva, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur og skólahljómsveita. Um nýtt starf er að ræða til að fylgja eftir áherslum í stefnu um notkun upplýsingatækni í skóla- og frístundastarfi og styðja við innleiðingu nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar. Kennsluráðgjafi veitir ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda og starfsmanna skóla um notkun upplýsingatækni, stuðlar að samstarfi milli aðila og styður við þróun og nýsköpun í upplýsingatækni í skólastarfi. Næsti yfirmaður er deildarstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar menntamála á skóla- og frístundasviði. Helstu verkefni og ábyrgð • Styðja við markvissa, fjölbreytta og ábyrga notkun upplýsingatækni í öllu starfi sviðsins • Veita þjónustu, ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda og starfsmanna um notkun upplýsingatækni • Stuðla að markvissu samstarfi um notkun upplýsingatækni og miðlun góðra fyrirmynda • Styðja við þróun náms-, kennslu- og starfshátta með notkun nýrrar tækni • Styðja við frumkvöðlastarf og nýsköpun Hæfniskröfur • Kennaramenntun • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi s.s. upplýsingatækni og kennsluráðgjöf • Reynsla af þróun og innleiðingu UT í skólastarfi • Reynsla af fjölbreyttri notkun UT í skóla- og/eða frístundastarfi • Fjölbreytt starfsreynsla í skóla- og frístundastarfi • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum • Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku • Jákvæðni og áhugi á að vinna í skapandi og metnaðarfullu umhverfi • Vilji og frumkvæði til að leita nýrra framsækinna leiða í skóla- og frístundastarfi Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Starfið er laust frá 1. ágúst nk., eða eftir samkomulagi. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 29.7.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Soffía Vagnsdóttir í síma 411-1111 og tölvupósti soffia.vagnsdottir@reykjavik.is . Skóla-og frístundasviið fagskrifstofa grunnsk. Borgartúni 12-14 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Frístundamiðstöðin Ársel, v/ Rofabæ
16/07/2018
Hlutastarf
Ársel - Barnastarf Frístundamiðstöðin Ársel óskar eftir starfsfólki í frístundaheimilin veturinn 2018 - 2019. Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar starfrækir frístundaheimili við alla grunnskóla borgarinnar. Á frístundaheimilunum er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur. Þar starfa frístundaráðgjafar og frístundaleiðbeinendur og eru þeir lykillinn að því að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar leggur áherslu á starfsþróun og vellíðan starfsfólks. Ráðið er í störfin frá og með 22. ágúst 2018. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð - Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn. - Leiðbeina börnum í leik og starfi. - Samráð og samvinna við börn og annað starfsfólk. - Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að frístundaheimilinu. Hæfniskröfur - Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. - Áhugi á að vinna með börnum. - Frumkvæði og sjálfstæði. - Færni í samskiptum. Í boði eru hlutastörf, 30% -50% eftir hádegi. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Starfshlutfall: 50% Umsóknarfrestur: 30.7.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Elísabet Þóra Albertsdóttir í síma 411-5800 og tölvupósti elisabet.thora.albertsdottir@reykjavik.is . Frístundamiðstöðin Ársel v/ Rofabæ 110 Reykjavík
Reykjavíkurborg Frístundamiðstöðin Kringlumýri, Safamýri 28
16/07/2018
Hlutastarf
Kringlumýri - Barnastarf Frístundamiðstöðin Kringlumýri óskar eftir starfsfólki í frístundaheimilin fyrir skólaárið 2018-2019. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar starfrækir frístundaheimili við alla grunnskóla borgarinnar. Á frístundaheimilunum er boðið uppá fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi lýkur. Þar starfa frístundaráðgjafar og frístundaleiðbeinendur og eru þeir lykillinn að því að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar leggur áherslu á starfsþróun og vellíðan starfsfólks. Frístundamiðstöðin Kringlumýri starfrækir frístundaheimilin Álftabæ við Háaleitisskóla, Krakkakot við Háaleitisskóla, Neðstaland við Fossvogsskóla, Sólbúa við Breiðagerðisskóla, Vogasel við Vogaskóla, Glaðheima við Langholtsskóla, Laugarsel við Laugarnesskóla og Dalheima sem er fyrir börn í 3. og 4.bekk úr Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð * Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn. * Leiðbeina börnum í leik og starfi. * Samráð og samvinna við börn og starfsfólk. * Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla. Hæfniskröfur * Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. * Áhugi á að vinna með börnum. * Frumkvæði og sjálfstæði. * Færni í samskiptum. Í boði eru hlutastörf 30-50% eftir hádegi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Starfshlutfall: 50% Umsóknarfrestur: 6.8.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Elín Þóra Böðvarsdóttir í síma 411-5400 og tölvupósti elin.thora.bodvarsdottir@reykjavik.is . Frístundamiðstöðin Kringlumýri Safamýri 28 108 Reykjavík
Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Álfabakka 16
16/07/2018
Fullt starf / hlutastarf
Heimahjúkrun Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða auglýsir lausa stöðu hjúkrunarfræðings í heimahjúkrun til umsóknar frá 1. september 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 50 -70% starf á morgun- og kvöldvöktum og aðra til þriðju hverja helgi. Heimahjúkrun er hjúkrunarþjónusta sem veitt er í heimahúsum að undangengnu mati. Markmið þjónustunnar er að gera þjónustuþegum kleift að búa heima þrátt fyrir veikindi eða heilsubrest. Helstu verkefni og ábyrgð • Starfar eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar • Veitir hjúkrunarþjónustu í heimahúsi í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar og þjónustuþega • Framkvæmd sérhæfðrar hjúkrunar í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar og þjónustuþega • Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana og skráning í Sögu • Tekur virkan þátt í teymisvinnu Hæfniskröfur • Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi • Reynsla af þverfaglegu starfi og teymisvinnu • Góð samskipta- og skipulagshæfni • Frumkvæði og faglegur metnaður • Tölvufærni • Ökuleyfi • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Starfshlutfall: 70% Umsóknarfrestur: 30.7.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnur Kristín Sigurðardóttir í síma 411-9650 / 821-2369 og tölvupósti unnur.kristin.sigurdardottir@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða Álfabakka 16 109 Reykjavík
Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Álfabakka 16
16/07/2018
Fullt starf / hlutastarf
Heimahjúkrun Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða auglýsir lausa stöðu sjúkraliða í heimahjúkrun til umsóknar frá 1. september 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 80 – 90% starf á morgun- og næturvöktum og þriðju hverja helgi. Heimahjúkrun er hjúkrunarþjónusta sem veitt er í heimahúsum að undangengnu mati. Markmið þjónustunnar er að gera þjónustuþegum kleift að búa heima þrátt fyrir veikindi eða heilsubrest. Helstu verkefni og ábyrgð • Starfar eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar • Stuðningur við þjónustuþega og aðstoð við athafnir daglegs lífs í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar og þjónustuþega • Þátttaka í teymisvinnu • Skráning í Sögu Hæfniskröfur • Sjúkraliði með íslenskt starfsleyfi • Frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum • Góð samskipta- og skipulagshæfni • Tölvufærni • Ökuleyfi • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sjúkraliðafélags Íslands. Starfshlutfall: 90% Umsóknarfrestur: 30.7.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnur Kristín Sigurðardóttir í síma 411-9650 / 821-2369 og tölvupósti unnur.kristin.sigurdardottir@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða Álfabakka 16 109 Reykjavík
Reykjavíkurborg ITR, Laugardal
15/07/2018
Fullt starf
Laugardalslaug Íþrótta- og tómstundasvið óskar eftir vaktstjóra í Laugardalslaug. Sundlaugarnar eru tilvalinn starfsvettvangur fyrir fólk sem vill vinna í fjörugu og skemmtilegu umhverfi og hefur ánægju af því að umgangast og þjónusta viðskiptavini. Starfsmenn ÍTR vinna á sviði íþrótta-og tómstunda og eru lykillinn að því að ÍTR geti veitt viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu. ÍTR leggur áherslu á jafnrétti, starfsþróun og vellíðan starfsfólks. Helstu verkefni og ábyrgð # Stuðla að því að gestir sundlauga finni fyrir öryggi og ánægju með þjónustuna og upplifi sundlaugina sem griðastað # Stýrir verkaskiptingu milli starfsmanna. Sér um skipulagningu vakta og afleysingu vegna fjarvista/veikinda. # Móttaka og þjálfun nýrra starfsmanna. # Hefur eftirlit með húsnæði, áhöldum, leiktækjum og vélbúnaði. # Sér um að kynna og framfylgja stefnu og starfsáætlun ÍTR og viðkomandi sundlaugar. # Sér um að öryggis- og umgengnisreglum sundlauga sé framfylgt # Sér um eftirlit með gæðum sundlaugavatns og þrifaáætlun # Stýrir vaktfundum 1 í mánuði. # Stýrir neyðaræfingum starfsmanna # Þátttaka í vaktstjórafundum/forstöðumannafundum eftir þörfum. # Vinnur að ýmsum sameiginlegum verkefnum sundlauga í Reykjavík. Hæfniskröfur # Íslensku kunnátta skilyrði # Góð almenn menntun sem nýtist í starfi sambærilegri stúdents- eða sveinsprófi eða jafngildrar þekkingar á sviðinu # Nám eða námskeið á sviði stjórnunar # Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum # Stundvísi # Skipulagshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum # Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð # Almenn tölvukunnátta skilyrði # Kunnátta í ensku skilyrði # Krafa um árlega endurmenntum í skyndihjálp og sérhæft námskeið um björgun úr laug og standast árlegt hæfnispróf laugavarða. # Hreint sakavottorð Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og starfsmannafélags Reykjavíkurborgar Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 31.7.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Íþrótta- og tómstundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Brá Guðmundsdóttir í síma 4115110 og tölvupósti bra.gudmundsdottir@reykjavik.is . ITR Laugardal 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Vesturbæjarskóli, Sólvallagötu 67
15/07/2018
Fullt starf
Vesturbæjarskóli Laus er til umsóknar staða umsjónarkennara í Vesturbæjarskóla skólaárið 2018-2019. Vesturbæjarskóli er í Vesturbæ Reykjavíkur. Í skólanum eru um 350 nemendur í 1.-7. bekk og 55 starfsmenn. Lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti sem kennarar hafa sameinast um, verk- og listgreinakennslu, valtíma og útikennslu og markvisst er unnið að skólaþróun. Kennarar vinna í teymum og deila ábyrgð á námi og velferð nemenda. Unnið er eftir Olweusaráætluninni gegn einelti. Skólabragurinn einkennist af jákvæðum anda, samstarfi og virðingu. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð - Að skapa nemendum frjóar og fjölbreytilegar námsaðstæður. - Að vekja og viðhalda áhuga nemenda á námi og veita þeim handleiðslu á sem fjölbreytilegastan hátt. - Að undirbúa kennslu og kenna í samræmi við markmið Aðalnámskrár, gera áætlun og meta reglubundið nám og starf nemenda - Stuðla að góðum starfsanda. - Að skipuleggja kennslu sem hæfir þörfum og stöðu einstakra nemenda. - Að kynnast nemendum sínum, foreldrum þeirra og aðstæðum sem best. - Að vera í góðu samstarfi í kennarateymi og með öðrum þeim kennurum sem kenna nemendum í hans umsjón. - Að vera í farsælu samstarfi heimila og skóla. Hæfniskröfur - Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. - Reynslu af því að vinna með fjölbreyttan nemendahóp. - Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. - Reynsla og áhuga á að vinna með börnum. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 26.7.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Einarsdóttir í síma 562 2296/6648276 og tölvupósti margret.e@rvkskolar.is . Vesturbæjarskóli Sólvallagötu 67 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Velferðarsvið, Borgartúni 12-14
15/07/2018
Fullt starf
Mannauðsþjónusta Velferðarsvið auglýsir laust starf skrifstofustjóra fjármála og rekstrar. Í boði er krefjandi og fjölbreytt starf í starfsumhverfi þar sem reynir á stjórnunar- og greiningarhæfni. Á velferðarsviði vinna 2500 starfsmenn á um 120 starfseiningum og er skrifstofan með aðsetur í Borgartúni 12-14. Skrifstofa velferðarsviðs tekur þátt i tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Helstu verkefni og ábyrgð Ábyrgð og yfirumsjón með fjármálum og rekstri, þar á meðal fjárhagsáætlun og uppgjör sviðsins. Ábyrgð og yfirumsjón með kostnaðargreiningum og lykiltölum úr rekstri ásamt skýrslugerð til yfirstjórnar og velferðarráðs. Ábyrgð og yfirumsjón með rekstrar- og þjónustusamningum. Fylgist með þróun útgjalda og bendir á nýjar aðferðir og leiðir varðandi stjórnun og framkvæmd þjónustu. Stýrir daglegri starfsemi skrifstofu fjármála og rekstrar. Vinnur í nánum tengslum við fjármálasérfræðinga sviðsins og situr í framkvæmdastjórn velferðarsviðs. Hæfniskröfur Háskólagráða í viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg. Yfirgripsmikil reynsla af fjármálastjórnun og rekstri. Stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu. Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum. Frekari upplýsingar um starfið Ákvörðun um launakjör heyrir undir kjaranefnd Reykjavíkurborgar. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 30.7.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Guðmundsdóttir í síma 411-1111 og tölvupósti anna.gudmundsdottir@reykjavik.is . Velferðarsvið Borgartúni 12-14 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Laugavegi 77
15/07/2018
Hlutastarf
Íbúðakjarni Skipholti 15-17 Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða óskar eftir því að ráða stuðningsfulltrúa í 50% starf á heimili fyrir fatlað fólk í Skipholti. Um er að ræða vaktavinnu. Helstu verkefni og ábyrgð Hvetur og styður þjónustunotendur til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni. Leiðbeinir þjónustunotendum og aðstoðar þá við athafnir daglegs lífs Sinnir umönnun og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustunotenda Aðstoðar þjónustunotendur varðandi félagslega og heilsufarslega þætti. Hæfniskröfur Góð almenn menntun. Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg. Góð íslenskukunnátta. Frumkvæði, jákvæðni, sveigjanleiki og stundvísi. Hæfni í mannlegum samskiptum, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og St.Rv. Starfshlutfall: 50% Umsóknarfrestur: 26.7.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólöf Viktoría Jónasdóttir í síma 8965830 og tölvupósti olof.viktoria.jonasdottir@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða Laugavegi 77 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Frístundaheimili í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum, Frostaskjóli 2
15/07/2018
Hlutastarf
Tjörnin - Barnastarf Frístundamiðstöðin Tjörnin óskar eftir starfsfólki í frístundaheimilin veturinn 2018 - 2019. Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar starfrækir frístundaheimili við alla grunnskóla borgarinnar og býður upp á fjölbreytt frístundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur. Þar starfa frístundaráðgjafar og frístundaleiðbeinendur, en þeir eru lykillinn að því að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar leggur áherslu á starfsþróun og vellíðan starfsfólks. Frístundamiðstöðin í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum starfrækir frístundaheimilin Draumaland við Austurbæjarskóla, Eldflaugina við Hlíðaskóla, Frostheima f. börn úr 3. og 4. bekk Melaskóla, Grandaskóla og Vesturbæjarskóla, Halastjörnuna við Háteigsskóla, Skýjaborgir við Vesturbæjarskóla, Undraland við Grandaskóla og Selið við Melaskóla. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð * Vinna samkvæmt samþykktri einstaklingsáætlun. * Veita einstaklingsbundinn stuðning í samræmi við leiðbeiningar foreldra, forstöðumann og ráðgjafaþroskaþjálfa. * Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn. * Leiðbeina börnum í leik og starfi. * Samráð og samvinna við börn og annað starfsfólk. * Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að frístundaheimilinu. Hæfniskröfur * Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. * Áhugi á að vinna með fötluðum börnum. * Frumkvæði og sjálfstæði. * Færni í samskiptum Í boði eru hlutastörf 30-50% eftir hádegi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf frá og með skólabyrjun 2018. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavikurborgar Starfshlutfall: 50% Umsóknarfrestur: 29.7.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Gretarsdóttir í síma 411-5700 og tölvupósti steinunn.gretarsdottir@reykjavik.is . Frístundaheimili í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum Frostaskjóli 2 107 Reykjavík
Reykjavíkurborg Frístundamiðstöð Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum, Frostaskjóli 2
15/07/2018
Hlutastarf
Tjörnin - Barnastarf Frístundamiðstöðin Tjörnin óskar eftir starfsfólki í frístundaheimilin veturinn 2018 - 2019. Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar starfrækir frístundaheimili við alla grunnskóla borgarinnar og býður upp á fjölbreytt frístundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur. Þar starfa frístundaráðgjafar og frístundaleiðbeinendur, en þeir eru lykillinn að því að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar leggur áherslu á starfsþróun og vellíðan starfsfólks. Frístundamiðstöðin í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum starfrækir frístundaheimilin Draumaland við Austurbæjarskóla, Eldflaugina við Hlíðaskóla, Frostheima f. börn úr 3. og 4. bekk Melaskóla, Grandaskóla og Vesturbæjarskóla, Halastjörnuna við Háteigsskóla, Skýjaborgir við Vesturbæjarskóla, Undraland við Grandaskóla og Selið við Melaskóla. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð * Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn. * Leiðbeina börnum í leik og starfi. * Samráð og samvinna við börn og starfsfólk. * Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundaheimilisins. Hæfniskröfur * Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. * Áhugi á að vinna með börnum. * Frumkvæði og sjálfstæði. * Færni í samskiptum. Í boði eru hlutastörf 30-50% eftir hádegi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf frá og með skólabyrjun 2018. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavikurborgar Starfshlutfall: 50% Umsóknarfrestur: 29.7.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Gretarsdóttir í síma 411-5700 og tölvupósti steinunn.gretarsdottir@reykjavik.is . Frístundamiðstöð Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum Frostaskjóli 2 107 Reykjavík