Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg
15/03/2019
Fullt starf
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Funaborg lausa til umsóknar. Funaborg er tveggja deilda leikskóli við Funafold í Grafarvogi. Leikskólinn hefur síðustu 7 ár verið hluti af sameinaða leikskólanum Sunnufold en hefur nú verið skilinn frá sameiningunni. Fyrirhugað er að leikskólinn stækki á næstu árum og verði 6-8 deilda. Leiðarljós leikskólans eru hamingja, málrækt, leikur, hollusta og sjálfræði. Unnið er eftir hugmyndafræði félagslegrar hugsmíðahyggju og áhersla er lögð á flæði og sjálfræði barna, að þau hafi valmöguleika og að stutt sé við að hugmyndir barnanna fái framgang í daglegu starfi. Leikskólinn stendur við opin náttúrusvæði niður við Grafarvog og fjölbreytt tækifæri eru til útiveru og útináms. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að vinna að stækkun leikskólans á næstu árum og leiða þar áfram gott og metnaðarfullt leikskólastarf. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leikskólanum. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2019. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð  Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar. Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum. Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn. Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og umbótaáætlunum. Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi. Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar. Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila. Hæfniskröfur  Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara. Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskólastigi. Reynsla af stjórnun æskileg. Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða. Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun. Lipurð og hæfni í samskiptum. Sjálfstæði og frumkvæði. Frumkvæði í starfi, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni. Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Frekari upplýsingar um starfið    Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags stjórnenda leikskóla.   Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  28.3.2019 Ráðningarform Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar  6815 Nafn sviðs  Skóla- og frístundasvið   Nánari upplýsingar um starfið veitir  Ingibjörg M Gunnlaugsdóttir Tölvupóstur   ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is
Reykjavíkurborg
15/03/2019
Fullt starf
Velferðarsvið Samstarfsnetið er ný starfseining innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en hlutverk þess er að veita börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra framúrskarandi stuðningsþjónustu. Framkvæmdastjóra er ætlað að koma að undirbúningi breytinga og innleiðingu á nýjum vinnubrögðum þar sem þjónustan er veitt í dag af fimm þjónustumiðstöðvum víðs vegar um borgina. Framkvæmdastjóri á sæti í framkvæmdastjórn velferðarsviðs. Velferðarsvið kallar eftir sakavottorðum í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Helstu verkefni og ábyrgð  Forysta og ábyrgð á rekstri og stjórnun samstarfsnetsins Byggja upp nýja vinnustaðamenningu Leiða fjölbreytt og ólík teymi Stefnumótun og umbótastarf Samskipti og innri og ytri upplýsingamiðlun Hæfniskröfur  Háskólamenntun sem nýtist í starfi Stjórnunar- eða leiðtogamenntun á meistarastigi er kostur Haldbær reynsla af rekstri og stjórnun Reynsla af breytingastjórnun og umbótastarfi Reynsla og þekking á verkefna- og straumlínustjórnun er æskileg Rík frumkvöðla- og nýsköpunarhugsun Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum Frekari upplýsingar um starfið  Ákvörðun um launakjör heyrir undir kjaranefnd Reykjavíkurborgar og um ráðningarréttindi gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg.   Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  31.3.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   6817 Nafn sviðs  Velferðarsvið   Nánari upplýsingar um starfið veitir  Anna Guðmundsdóttir Tölvupóstur   anna.gudmundsdottir@reykjavik.is
Reykjavíkurborg
11/03/2019
Fullt starf
Foldaskóli Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu skólastjóra við Foldaskóla. Foldaskóli er elsti hverfisskólinn í Grafarvogi, stofnaður árið 1985. Í skólanum eru um 500 nemendur í 1.-10. bekk. Við skólann er starfrækt einhverfudeild og Foldaskóli er safnskóli unglingadeilda í Hamra-, Húsa- og Foldahverfi og er um helmingur nemenda á því skólastigi. Skólinn er Grænfánaskóli og tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi skóli. Einkunnarorð skólans eru siðprýði, menntun og sálarheill. Skólinn vinnur í anda uppeldis til ábyrgðar og Olweusaráætlunar gegn einelti og verið er að innleiða leiðsagnarmat. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu starfsfólki, mikið samstarf er við félagsmiðstöð, frístundaheimili og nærsamfélagið. Við skólann starfar öflugt foreldrafélag. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn. Nánari upplýsingar veita Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Ragnheiður E. Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: soffia.vagnsdottir@reykjavik.is / ragnheidur.e.stefansdottir@reykjavik.is Helstu verkefni og ábyrgð  • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins Hæfniskröfur  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða stjórnunarreynsla á grunnskólastigi. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Stjórnunarhæfileikar. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til og með 24.mars 2019. Frekari upplýsingar um starfið  Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands. Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  24.3.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   6778 Nafn sviðs  Skóla- og frístundasvið   Nánari upplýsingar um starfið veitir  Soffía Vagnsdóttir Tölvupóstur  soffia.vagnsdottir@reykjavik.is
Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Lönguhlíð 3
19/02/2019
Vaktavinna
Þjónustuíbúðir Lönguhlíð Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða auglýsir eftir sjúkraliða og sjúkraliðanema til starfa við Þjónustuíbúðir, Lönguhlíð 3 bæði til langframa og afleysinga sumarið 2019. Í Lönguhlíð er sólarhringsþjónusta, þar starfar öflugur og samhentur starfshópur.   Starfshlutfall og vinnutímafyrirkomulag er samkomulagsatriði. Helstu verkefni og ábyrgð Almenn störf sjúkraliða. Persónulega aðstoð og stuðningur við athafnir daglegs lífs heimilisfólks. Hæfniskröfur Sjúkraliðamenntun. Hæfni í mannlegum samskiptum. Sjálfstæð vinnubrögð. Frumkvæði og sveigjanleiki. Stundvísi. Íslenskukunnátta. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sjúkraliðafélags Íslands Starfshlutfall: 0% Umsóknarfrestur: 30.4.2019 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Álfhildur Hallgrímsdóttir í síma 411-2551 og tölvupósti alfhildur.hallgrimsdottir@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða Lönguhlíð 3 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlílða, Lindargötu 59
05/02/2019
Hlutastarf
Heimahjúkrun Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum og hjúkrunarfræðinemum til afleysinga sumarið 2019. Starfshlutfall er samkomulag. Helstu verkefni og ábyrgð Starfar eftir gæðastefnu Velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar. Veitir hjúkrunarþjónustu í heimahúsi í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar og þjónustuþega. Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana og skráning í Sögu. Hæfniskröfur Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi Góð samskipta- og skipulagshæfni Frumkvæði og faglegur metnaður Tölvufærni Ökuleyfi. Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Félags Íslenskra hjúkrunarfræðinga Starfshlutfall: 0% Umsóknarfrestur: 30.4.2019 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Blöndal í síma 411 9650 og tölvupósti kristin.blondal@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlílða Lindargötu 59 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Hraunbæ 119
30/01/2019
Hlutastarf
Heimahjúkrun efri byggð Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts auglýsir eftir sjúkraliðum og sjúkraliðanemum til starfa við afleysingar sumarið 2019. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Helstu verkefni og ábyrgð Hjúkrun einstaklinga í heimahúsi Hæfniskröfur Sjúkraliðamenntun 1 - 3 árs starfsreynsla æskileg Sjálfstæð vinnubrögð Stundvísi Gilt ökuleyfi Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sjúkraliðafélagi Íslands. Starfshlutfall: 0% Umsóknarfrestur: 30.4.2019 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Hængsdóttir í síma 4119600/6943444 og tölvupósti dagny.haengsdottir@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts Hraunbæ 119 110 Reykjavík
Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Hraunbæ 119
30/01/2019
Hlutastarf
Heimahjúkrun efri byggð Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum og hjúkrunarfræðinemum til starfa við afleysingar sumarið 2019. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Helstu verkefni og ábyrgð Hjúkrunarþjónusta til einstaklinga í heimahúsi Hæfniskröfur Íslensk hjúkrunarleyfi Starfsreynsla í hjúkrun æskileg Hæfni í mannlegum samskiptum Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar Ökuleyfi Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Starfshlutfall: 0% Umsóknarfrestur: 30.4.2019 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Hængsdóttir í síma 4119600/6943444 og tölvupósti dagny.haengsdottir@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts Hraunbæ 119 110 Reykjavík