Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg Borgarbókasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15
18/01/2019
Fullt starf
Þjónustu- og þróunardeild Ertu snillingur í tækni og og hefur gaman af því að fikta þig áfram?   Laus til umsóknar er staða verkefnastjóra Tilraunaverkstæðis Borgarbókasafnsins. Markmið Tilraunaverkstæðisins er að styðja við tæknilæsi, ásamt því að efla skapandi hugsun notenda. Verkefnastjóri vinnur náið með öðrum starfsmönnum safnsins en heyrir undir Þjónustu- og þróunardeild.   Samkvæmt markmiðum þjónustustefnu Borgarbókasafnsins er lögð áhersla á að starfsemi þess sé vettvangur skapandi hugsunar þar sem tækni 21. aldarinnar er í fyrirrúmi. Tilraunaverkstæðið var sett á stofn til að bjóða upp á fjölbreyttar smiðjur og aðgengir að tækjum með það að markmiði að styðja við m.a. stafrænt læsi og tæknifærni til framtíðar. Þannig stuðlar starfsemi bókasafnsins að því að virkja sköpunarkraft notenda og efla sjálfþroska í gegnum tækni og leik.   Borgarbókasafnið veitir íbúum borgarinnar heildstæða þjónustu og er opið öllum með það að markmiði að jafna aðgengi að menningu og þekkingu. Borgarbókasafnið er einnig vettvangur barna, ungmenna og fullorðinna til að uppgötva og rannsaka heiminn og þróa þannig hæfileika sína og tækifæri. Helstu verkefni og ábyrgð - Stýra daglegu starfi og hafa yfirumsjón með Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins og búnaði sem því tilheyrir. - Leiða tækniteymi Borgarbókasafnsins og miðla þekkingu innan safnsins. - Koma á samstarfi við skóla og frístundaheimili auk fagaðila vegna viðburða- og smiðjuhalds. - Leiða þróun og nýsköpun í fræðslu og miðlun fræðsluefnis fyrir Tilraunaverkstæðið og skipuleggur fræðslu fyrir alla aldurshópa. Hæfniskröfur - Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldspróf á háskólastigi er kostur - Haldbær reynsla af verkefnastjórnun og/eða kennslu. - Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í starfi. - Mikill áhugi og/eða þekking á tækni og grunnforritun ásamt almennt góðri tölvufærni. - Færni og geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum viðfangsefnum. - Færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki. - Skapandi og lausnamiðuð hugsun. - Gott vald á íslensku og ensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 4.2.2019 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Menningar- og ferðamálasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir í síma 6982466 og tölvupósti gudrun.lilja.gunnlaugsdottir@reykjavik.is . Borgarbókasafn Reykjavíkur Tryggvagötu 15 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar, Borgartúni 12-14
18/01/2019
Fullt starf
Samgöngustjóri og borgarhönnun Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða samgönguverkfræðing á skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Unnið er að þróun samgangna og borgarrýmis út frá samþykktri stefnumörkun borgaryfirvalda og er nánari stefnumörkun, skipulag og undirbúningur verkefna næstu ára í þessum málaflokkum á ábyrgð skrifstofunnar. Meðal verkefna má nefna samgönguskipulag í nýrri og eldri byggð, eflingu almenningssamgangna, mótun og framfylgd hjólreiðaáætlunar borgarinnar, torg í biðstöðu og göngugötur auk hönnunar lykilrýma í borginni, frumathuganir og frumhönnun breytinga á gatnakerfi og torgum, umferðartalningar, umsjón umferðarljósastýringa og umferðaröryggismál. Skrifstofan er til húsa í Borgartúni 12-14. Helstu verkefni og ábyrgð • Samgönguskipulag og frumhönnun samgöngumannvirkja í nýrri og eldri byggð. Mat mismunandi valkosta, áætlanagerð og eftirfylgni verkefna í hönnunarferli. • Verkefnisstjórn við undirbúning verkefna næstu ára í gerð gatna, stíga og breytinga á borgarumhverfi. • Stjórn aðkeyptrar vinnu ráðgjafa í greiningarvinnu, hönnun og áætlanagerð. • Þátttaka í starfs- og stýrihópum um samgönguskipulag og hönnun samgöngumannvirkja í samstarfi við embætti skipulagsfulltrúa, Vegagerðina, önnur sveitarfélög og fleiri aðila. • Skýrslugerð og umsagnir um ýmis samgöngumál. • Svörun fyrirspurna frá fag- og hverfisráðum, borgarráði, íbúum og hagsmunaaðilum. Hæfniskröfur • Háskólapróf í verkfræði, sérhæfing í samgöngum er kostur. • Reynsla á viðkomandi starfssviði. • Hæfni í mannlegum samskiptum og hópastarfi. • Skipulögð og fagleg vinnubrögð, framtakssemi, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. • Stjórnunarhæfileikar til að leiða teymisvinnu og stýra starfi aðkeyptra ráðgjafa. • Færni í notkun á algengum hugbúnaði sem tengist samgöngum. • Góð kunnátta í talaðri og ritaðri íslensku og ensku og færni til að setja fram ritað mál fyrir stjórnsýslu borgarinnar. • Viðkomandi þarf að geta unnið vel undir álagi. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og VFÍ Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 31.1.2019 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Umhverfis- og skipulagssvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Rúnar Hermannsson í síma og tölvupósti thorsteinnrh@reykjavik.is . Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar Borgartúni 12-14 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Austurbrún
14/01/2019
Hlutastarf
Íbúðakjarni Austurbrún Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis óskar eftir að ráða öflugt fólk til starfa á íbúðakjarna fyrir fólk með fötlun í Laugardalnum. Um er að ræða nýtt úrræði og er öll aðstaða til fyrirmyndar. í Austurbrún er veitt sólarhringsþjónusta. Óskað er eftir stuðningsfulltrúum í vaktavinnu og fer starfshlutfall eftir samkomulagi. Leitast er eftir að skapa jákvætt og heilsueflandi starfsmannaumhverfi sem skilar sér í gæði og þjónustu við íbúa. Unnið eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn Helstu verkefni og ábyrgð Stuðningafulltrúi hvetur og styður þjónustunotendur til sjálfshjálpar og félgaslegar virkni. Leiðbeinir þjónustunotendum og aðstoðar þá við athafnir daglegs lífs s.s. heimilishald og dagleg störf varðandi húshald eftir því sem við á og þörf krefur. Sinnir ummönnun og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustunotenda og aðstoðar þá varðandi félgaslegan og heisufgarslega þætti. Hæfniskröfur Góð almenn menntun. Góð íslenskukunnátta. Reynsla af sambærilegum störfum kostur Frumkvæði, jákvæðni, sveigjanleiki og stundvísi. Hæfni í mannlegum samskiptum, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar. Viðkomandi þarf að vera orðinn 20 ára. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags Starfshlutfall: 0% Umsóknarfrestur: 23.1.2019 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Valborg Helgadóttir í síma 411-1796 og tölvupósti valborg.helgadottir@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis Austurbrún 108 Reykjavík
Reykjavíkurborg Laugasól, v/ Leirulæk
14/01/2019
Fullt starf
Leikskólinn Laugasól Leikskólakennara vantar í leikskólann Laugasól. Laugasól er sjö deilda leikskóli. Leikskólinn er vel staðsettur og m.a. er stutt í Laugadalinn, fjöruna og miðbæinn. Leiðarljós leikskólans eru virðing, fjölbreytileiki og sköpun. Megináherslur í menntun og uppeldisstarfi leikskólans er frjáls leikur, skapandi starf og umhverfismennt. Við notum að mestu opinn efnivið sem er þroskandi og fjölbreytilegur. Unnið er með verðlaust efni og einnig er notað ýmislegt sem finnst í náttúrunni. Lóðir leikskólans eru rúmgóðar og fjölbreytt svæði eru innan lóðanna eins og náttúruleiksvæði sem býður upp á annars konar leiki og klifur. Í skapandi skólastarfi fá börnin tækifæri til að kanna og vinna með fjölbreytt leikefni og aðferðir. Áherslan er á sköpunarferlið sjálft og námið sem á sér stað þegar hugmyndir, tilfinningar og ímyndunaraflið fær að njóta sín. Hvatt er til skapandi hugsunar og sjálfstæðra vinnubragða. Í umhverfismennt er lögð áhersla á að börnin verði læs á umhverfi og náttúru og kynnist fjölbreytileikanum í samfélagi og menningu. Að þau læri að beita gagnrýninni hugsun, spyrja spurninga, upplifa, skoða og skilja. Endurvinnsla og endurnýting er alltaf í gangi og í stöðugri þróun. Laugasól er Grænfánaskóli. Laugasól er lærdómssamfélag þar sem metnaður, áhugi og samtal eiga sér stað og hver lærir af öðrum til að bæta árangur í starfi. Í leikskólanum er hátt hlutfall leikskólakennara. Allar upplýsingar um innra starf leikskólans má finna á heimsíðu leikskólans laugasol.is Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 23.1.2019 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Ingvadóttir í síma 411-3500 og tölvupósti helga.ingvadottir@reykjavik.is . Laugasól v/ Leirulæk 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg , Hraunbæ 105
14/01/2019
Hlutastarf
Liðv., stuðn.fjsk. og tilsjón Hraunbæ Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts leitar að starfsmanni í tímavinnu til að veita fötluðum einstaklingi þjónustu. Um er að ræða starf sem felur í sér aðstoð við ýmsar daglegar athafnir innan heimilis og að njóta menningar- og félagslífs sem veitir tilbreytingu í daglegt líf. Vinnutími er um kvöld og/eða helgar. Helstu verkefni og ábyrgð Stuðningur og aðstoð við athafnir daglegs lífs Veita stuðning og leiðbeiningar til þátttöku í tómstundum eða annarri virkni Eftirfylgd einstaklings- og þjónustuáætlana Virkt notendasamráð og samvinna við aðstandendur og aðra hagsmunaaðila Þátttaka í þverfaglegu teymi Hæfniskröfur Góð almenn menntun. Háskólamenntun æskileg Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum Sveiganleiki og hæfni í mannlegum samskiptum Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Starfshlutfall: 0% Umsóknarfrestur: 23.1.2019 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Steiney Guðnadóttir í síma 411-1200 og tölvupósti margret.steiney.gudnadottir@reykjavik.is . Hraunbæ 105 110 Reykjavík
Reykjavíkurborg Maríuborg, v/Maríubaug
14/01/2019
Fullt starf
Leikskólinn Maríuborg Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast til starfa við leikskólann Maríuborg, Maríubaugi 3 í Grafarholti. Maríuborg er fimm deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á umhverfismennt, lífsleikni og leikgleði. Einkunnarorðin eru Leikur - Samskipti - Námsgleði. Starfið er laust nú þegar. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði í starfi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 24.1.2019 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðný Hjálmarsdóttir í síma 693-9847 / 577-1125 og tölvupósti gudny.hjalmarsdottir@reykjavik.is . Maríuborg v/Maríubaug 113 Reykjavík
Reykjavíkurborg Hulduheimar, Vættarborgum 11
14/01/2019
Fullt starf
Leikskólinn Hulduheimar Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólanum Hulduheimum, Vættaborgum 11 í Grafarvogi. Leiðarljós og einkunnarorð okkar í starfi eru: Virðing-gleði-vinátta Hulduheimar er fjögra deilda leikskóli sem vinnur í anda hugmyndafræðinnar Reggio Emilia, þar sem sjálfstæði, sjálfsefling og lýðræði er rauði þráðurinn í gegnum hugmyndafræðina. Leikskólinn er staðsettur á frábærum stað þar sem stutt er í fjöru og fallegt umhverfi sem er vel nýtt til útiveru og útináms. Við erum grænfána skóli og hugum að umhverfismennt. Í vetur leggjum við mikla áherslu á frjálsa leikinn og erum að kynna okkur kennsluaðferðina Leikur að læra því til viðbótar. Unnið er með skráningar og ferilmöppur barna um veru þeirra og vinnu í leikskólanum og heima í frístundum. Leikskólinn er sífelldri þróun og óskum við eftir leikskólakennara sem er tilbúin til að taka þátt í að þróa starfið með okkur og vera hluti af lifandi, faglegu og skemmtilegu samfélagi. Ef áhugi er fyrir hendi þá endilega komið við og skoðið hvað við erum að gera. Starfið er laust strax eða eftir samkomulagi. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 23.1.2019 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Elín Rós Hansdóttir í síma 5861870 og tölvupósti elin.ros.hansdottir@rvkskolar.is . Hulduheimar Vættarborgum 11 112 Reykjavík
Reykjavíkurborg Bjartahlíð, Grænuhlíð 24
14/01/2019
Fullt starf
Leikskólinn Bjartahlíð Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólanum Björtuhlíð. Bjartahlíð er 7 deilda leikskóli með tvær starfsstöðvar, við Grænuhlíð 24 og Stakkahlíð 19, 105 Reykjavík. Leikskólinn er aldursskiptur, yngri börnin eru í Stakkahlíð og þau eldri í Grænuhlíð. Unnið er eftir hugmyndafræði Reggio Emilia og áhersla lögð á vísindastarf með börnum. Einkunnarorð leikskólans og leiðarljós í starfi eru: Gleði - Samvinna - Jákvæðni. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu leikskólans, www.bjartahlid.is Starfið er laust nú þegar. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 24.1.2019 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Arndís Bjarnadóttir í síma 693-9822 og tölvupósti arndis.bjarnadottir@reykjavik.is . Bjartahlíð Grænuhlíð 24 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg , Jöklaseli 2
14/01/2019
Fullt starf / hlutastarf
Íbúðakjarni Jöklaseli 2 Heimilið Jöklasel vantar flott starfsfólk inn í starfsmannahópinn. Á heimilinu býr ungt fólk með einhverfu. Allir dagar hafa upp á eitthvað nýtt að bjóða og eru engir dagar eins. Mikið umbótarstarf hefur átt sér stað í starfseminni í Jöklaseli þar sem markmiðið er að veita framúrskarandi þjónustu við íbúa. Unnið er á vöktum og er starfshlutfall 76%. Um framtíðarstarf er að ræða. Vegna sérstakra aðstæðna eru karlmenn sérstaklega hvattir til að sækja um. Helstu verkefni og ábyrgð Stuðningur og aðstoð við íbúa við allar athafnir daglegs lífs. Stuðningur og aðstoð sem gera íbúum kleift að búa á eigin heimili, stunda vinnu og njóta menningar og félagslífs. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn. Hæfniskröfur Góð almenn menntun. Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg. Reynsla af tákn með tali. Íslenskukunnátta í rituðu og töluðu máli skilyrði. Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri. Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni í starfi. Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum. Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Gerð er krafa um bílpróf. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags Starfshlutfall: 76% Umsóknarfrestur: 24.1.2019 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Elín Jóhannsdóttir í síma og tölvupósti ingibjorg.elin.johannsdottir@reykjavik.is . Jöklaseli 2 109 Reykjavík
Reykjavíkurborg Bjartahlíð, Grænuhlíð 24
14/01/2019
Fullt starf
Leikskólinn Bjartahlíð Deildarstjóri óskast til starfa í leikskólanum Björtuhlíð. Bjartahlíð er 7 deilda leikskóli með tvær starfsstöðvar, við Grænuhlíð 24 og Stakkahlíð 19, 105 Reykjavík. Leikskólinn er aldursskiptur, yngri börnin eru í Stakkahlíð og þau eldri í Grænuhlíð. Unnið er eftir hugmyndafræði Reggio Emilia og áhersla lögð á vísindastarf með börnum. Einkunnarorð leikskólans og leiðarljós í starfi eru: Gleði - Samvinna - Jákvæðni. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu leikskólans, www.bjartahlid.is Starfið er laust nú þegar. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.: Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 24.1.2019 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Arndís Bjarnadóttir í síma 693-9822 og tölvupósti arndis.bjarnadottir@reykjavik.is . Bjartahlíð Grænuhlíð 24 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Mannréttindaskrifstofa, Tjarnargötu 11
14/01/2019
Fullt starf
Mannréttindaskrifstofa Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra mannréttinda- og lýðræðismála á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Mannréttindaskrifstofa er staðsett í Ráðhúsi Reykjavíkur og er hluti af miðlægri stjórnsýslu. Meginverkefni skrifstofunnar er að fylgja eftir mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og ákvörðunum mannréttinda- og lýðræðisráðs. Helstu verkefni og ábyrgð Vinna að lýðræðisverkefnum Reykjavíkurborgar. Vinna að stefnumörkun og samráði á sviði íbúalýðræðis. Vinna að verkefnum á sviði mannréttinda. Þátttaka í fræðslu og ráðgjöf við starfsfólk Reykjavíkurborgar. Hæfniskröfur Háskólagráða í félagsvísindum, lögfræði eða önnur sambærileg menntun. Þekking og reynsla af mannréttinda- og lýðræðismálum æskileg. Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur. Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti. Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð. Hæfni í mannlegum samskiptum. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélag Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 28.1.2019 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Mannréttindaskrifstofa Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Kristinsdóttir í síma 411 4151 og tölvupósti anna.kristinsdottir@reykjavik.is . Mannréttindaskrifstofa Tjarnargötu 11 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg , Hraunbæ 105
14/01/2019
Fullt starf
Liðv., stuðn.fjsk. og tilsjón Hraunbæ Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts auglýsir lausa stöðu ráðgjafa sem veitir einstaklingum og fjölskyldum stuðning og ráðgjöf inn á heimilum þeirra. Leitað er eftir starfsmanni með háskólamenntun. Um er að ræða 80-100% stöðu. Starfað er innan teyma sem veita einstaklingum, börnum og fullorðnum þjónustu sem þurfa stuðning vegna fötlunar, félagslegra aðstæðna, uppeldis barna, aðstæðna í daglegu lífi o.fl. Vinnutími er dag, kvöld og/eða helgar. Helstu verkefni og ábyrgð Ráðgjöf og stuðningur við einstaklinga og fjölskyldur Aðstoð við athafnir daglegs lífs Hvatning og stuðningur til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni Vinna að gerð og eftirfylgd einstaklings- og þjónustuáætlana Virkt notendasamráð og samvinna við aðstandendur og aðra hagsmunaaðila Þróun og þátttaka í þverfaglegu starfi og faglegri uppbyggingu Hæfniskröfur Háskólamenntun á sviði félags-, mennta- og/eða heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi eða starfsleyfi þorskaþjálfa. Þekking og/eða reynsla í starfi með fötluðu fólki æskileg Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum Áhugi á þróun og uppbyggingu faglegs starfs Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og valdeflingu Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 24.1.2019 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Steiney Guðnadóttir í síma 411-1200 og tölvupósti margret.steiney.gudnadottir@reykjavik.is . Hraunbæ 105 110 Reykjavík
Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöð Breiðholts, Gylfaflöt 5
14/01/2019
Hlutastarf
Sambýli Tindasel 1 Þjónustumiðstöð Breiðholts óskar eftir stuðningsfulltrúa í vaktavinnu í 45% starfshlutfalli. Helstu verkefni og ábyrgð Stuðningur og aðstoð við allar athafnir daglegs lífs til þess að íbúar geti lifað eðlilegu lífi og tekið virkan þátt í samfélaginu. Hæfniskröfur Góð almenn menntun. Reynsla af vinnu með fötluðum æskileg. Sveigjanleiki og hæfni mannlegum samskiptum. Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð. Hreint sakavottorð í samræmi við lög, sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur Starfshlutfall: 45% Umsóknarfrestur: 24.1.2019 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Matthías Ágúst Ólafsson í síma 587-0370 og tölvupósti matthias.agust.olafsson@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Breiðholts Gylfaflöt 5 112 Reykjavík
Reykjavíkurborg Sæmundarskóli, Gvendargeisla 168
10/01/2019
Fullt starf
Sæmundarskóli Laus er til umsóknar staða umsjónarkennara í Sæmundarskóla í Grafarholti vegna forfalla. Einkunnarorð Sæmundarskóla eru gleði, virðing, samvinna. Þau gefa tóninn fyrir skólabraginn og eru leiðarljós í starfinu. Um er að ræða 100% stöðu. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra. Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum. Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk. Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Hæfniskröfur Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. Menntun og hæfni til almennrar kennslu Reynsla og áhugi á að starfa með börnum. Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi. Faglegur metnaður. Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi. Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags grunnskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 23.1.2019 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Matthildur Hannesdóttir í síma og tölvupósti . Sæmundarskóli Gvendargeisla 168 113 Reykjavík
Reykjavíkurborg Fellaskóli, Norðurfelli 17-19
10/01/2019
Fullt starf
Fellaskóli Fellaskóli auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf umsjónarkennara á yngra stigi vegna forfalla frá 1. febrúar 2018 eða skv. samkomulagi. Fellaskóli er heildstæður grunnskóli í Reykjavík þar sem meira en helmingur nemenda hefur annað móðurmál en íslensku. Nemendur skólans eru um 330 og starfsmenn um 70. Í Fellaskóla er litið svo á að menningarlegur fjölbreytileiki auðgi skólastarf og lögð er áhersla á virðingu fyrir uppruna og menningu einstaklinga. Við leitum að dugmiklum fagmanni sem er tilbúinn til að þróa áfram gott skólastarf. Um er að ræða 100% starf en hlutastarf kemur til greina. Helstu verkefni og ábyrgð Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur og foreldra Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk Að vinna í teymi með öðru starfsfólki Hæfniskröfur Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari Áhugi á að starfa með börnum Hæfni í mannlegum samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Faglegur metnaður Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi Íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambandi íslenskra sveitarfélaga og KÍ Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 23.1.2019 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Gíslason í síma 411-7530 og tölvupósti helgi.gislason@rvkskolar.is . Fellaskóli Norðurfelli 17-19 111 Reykjavík
Reykjavíkurborg Dalskóli leikskólahluti, Úlfarsbraut 118-12
10/01/2019
Hlutastarf
Dalskóli - Leikskóli Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa við atferlisþjálfun í Dalskóla-leikskólahluta. Um er að ræða starf á næst yngstu deild. Um er að ræða 70-100 % stöðu sem er laus nú þegar, eða eftir samkomulagi. Dalskóli er samrekinn grunnskóli, leikskóli og frístund. Í leikskólahluta Dalskóla eru starfandi 5 deildir og dvelja þar 97 börn samtímis. Í Dalskóla er lögð mikil áhersla á skapandi starf og er unnið í anda hugmyndafræði Reggio Emilia. Áhugahvöt barnanna fær að blómstra og er hvert barn með persónumöppu þar sem skráningar við verk barnanna fá að njóta sín. Undanfarin ár hefur verið unnið að mörgum spennandi verkefnum og sýningum á verkum barnanna í samvinnu við Barnamenningarahátíð Reykjavíkurborgar. Leikskólahlutinn hefur fengið hvatningarverðlaun skóla- frístundasviðs fyrir skemmtileg og skapandi verkefni. Í leikskólahluta er unnið eftir hugmyndum kennsluverkefnisins ,,leikur að læra, þar sem börn læra í gengum leikinn í hópum og á eigin forsendum. Yngri börnin vinna mikið með málörvun og er notast við kennsluverkefnið ,, Lubbi finnur Málbeinið" Auk þess erum við að vinna með vináttuna í gegnum vináttu -verkefni Barnaheilla sem er forvarnarefni gegn einelti fyrir leikskóla. Um er að ræða starfshlutfall á bilinu 70-100%. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að veita barni með sérþarfir atferlisþjálfun, leiðsögn og stuðning. Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa. Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir. Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum. Hæfniskröfur Leikskólasérkennara menntun, þroskaþjálfa menntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi Reynsla og þekking á atferlisþjálfun æskileg Reynsla af sérkennslu æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara Starfshlutfall: 0% Umsóknarfrestur: 23.1.2019 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir í síma og tölvupósti . Dalskóli leikskólahluti Úlfarsbraut 118-12 113 Reykjavík
Reykjavíkurborg Brákarborg, v/ Brákarsund
10/01/2019
Fullt starf
Leikskólinn Brákaborg Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa við atferlisþjálfun í leikskólanum Brákarborg, sem er þriggja deilda leikskóli við Brákarsund, rétt við Laugardalinn. Unnið er eftir hugmyndafræði Caroline Pratt og John Dewey og aðaláhersla er á nám í gegnum einingakubba, opinn efnivið og umhverfismennt. Starfið er laust nú þegar, eða eftir samkomulagi, og mögulegt að semja um sveigjanlegan vinnutíma. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að veita barni með sérþarfir atferlisþjálfun, leiðsögn og stuðning. Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa. Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir. Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum. Hæfniskröfur Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi Reynsla og þekking á atferlisþjálfun æskileg Reynsla af sérkennslu æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 23.1.2019 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Sólrún Óskarsdóttir í síma 867-0900 og tölvupósti solrun.oskarsdottir@reykjavik.is . Brákarborg v/ Brákarsund 104 Reykjavík
Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Laugavegi 77
10/01/2019
Fullt starf / hlutastarf
Liðsaukinn Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa til starfa í nýlegu þjónustuformi, Liðsaukanum. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu. Markmiðið er að gera einstaklingnum kleift að búa á eigin heimili, stunda vinnu og njóta menningar og félagslífs. Þjónustan miðast við að efla færni, auka sjálfstæði, stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og auka lífsgæði þjónustunotenda. Þjónustunotendur búa í sjálfstæðri búsetu og fá aðstoð starfsmanna á heimili sitt, víðsvegar um bæinn. Um er að ræða 60% stöðu, á morgun, kvöld og helgarvöktum. Staðan er tímabundin til 6 mánaða með möguleika á ótímabundnum samning eftir það. Helstu verkefni og ábyrgð Stuðningur og aðstoð við fatlað fólk við allar athafnir daglegs lífs. Stuðningur og aðstoð sem gera einstaklingum kleift að búa á eigin heimili, stunda vinnu og njóta menningar og félagslífs. Hæfniskröfur Góð almenn menntun. Reynsla af starfi með einstaklingum á einhverfurófi æskileg auk þekkingar á fíkni/hegðunarröskunum. Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Starfshlutfall: 60% Umsóknarfrestur: 23.1.2019 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigrún B Jónsdóttir í síma 7734369 og tölvupósti sigrun.b.jonsdottir@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða Laugavegi 77 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Hraunbæ 115
10/01/2019
Hlutastarf
Heimili fyrir börn Móvað 9 Óskar eftir að ráða félagsliða/stuðningsfulltrúa í sértækt húsnæðisúrræði fyrir fötluð börn í Móvaði. Sólarhringsþjónusta er veitt á heimilinu. Þjónustan miðast við að efla færni, auka sjálfstæði og lífsgæði. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn. Um vaktavinnu er að ræða - starfshlutfall samkomulag Helstu verkefni og ábyrgð Stuðningur, hvatning og aðstoð við þjónustunotendur til félagslegrar virkni og sjálfshjálpar. Tekur þátt í teymisvinnu Stuðlar að góðum samskiptum við aðstandendur íbúa. Tekur þátt í þróunarstarfi undir stjórn forstöðumanns. Hæfniskröfur Félagsliðapróf/góð almenn menntun. Íslenskukunnátta skilyrði. Reynsla af starfi með fötluðum börnum og ungmennum æskileg. Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni í starfi. Frumkvæði, skipulagshæfni, áreiðanleiki og sjálfstæð í vinnubrögð. Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar Starfshlutfall: 50% Umsóknarfrestur: 23.1.2019 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Björk Sigfúsdóttir í síma 533 1125 og tölvupósti stefania.bjork.sigfusdottir@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts Hraunbæ 115 110 Reykjavík
Reykjavíkurborg Hálsaskógur, Hálsaseli 27
10/01/2019
Fullt starf / hlutastarf
Leikskólinn Hálsaskógur Erum við að leita að þér? Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa við sérkennslu í leikskólann Hálsaskóg sem er sex deilda leikskóli þar sem unnið er með umhverfismennt. Leikskólinn er Grænfánaleikskóli og leggjum við áherslu á útikennslu og að börnin fái tækifæri til að njóta og upplifa. Einnig erum við Heilsueflandi leikskóli og leggjum áherslu holla og góða næringu sem og almenna góða lýðheilsu. Við störfum eftir hugmyndafræði Mihaly Csikzentmihalyi um jákvæða sálfræði. Einnig erum við að innleiða Uppeldi til ábyrgðar. Leikskólinn er sífelldri þróun og mótun og óskum við eftir áhugasömum starfsmanni sem er tilbúinn að taka þátt í að þróa starfið með okkur og vera hluti af okkar faglega og skemmtilega samfélagi. Starfið er laust nú þegar. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning. Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa. Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir. Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum. Hæfniskröfur Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi Reynsla af sérkennslu æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 75% Umsóknarfrestur: 23.1.2019 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgerður Guðnadóttir í síma 411-3260 og tölvupósti asgerdur.gudnadottir@reykjavik.is . Hálsaskógur Hálsaseli 27 109 Reykjavík