Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg Holt, Völvufelli 9
20/11/2018
Fullt starf
Leikskólinn Holt Leikskólinn Holt auglýsir eftir sérkennslustjóra í fullt starf.   Holt er sex deilda leikskóli, staðsettur í tveimur húsum (Stóra-Holt og Litla-Holt) í Völvufelli 7-9 í Breiðholti. Í starfinu er lögð áhersla á málörvun og fjölmenningu. Við erum samstarfsaðilar í þróunarverkefninu Okkar mál en það byggir á samstarfi um menningu, mál og læsi í Fellahverfi. Við erum í samvinnu með talmeinafræðingum um málörvun barna og fræðslu fyrir starfsfólk. Að auki erum við að vinna með tannvernd, nýjar leiðir í foreldrasamstarfi og innleiðingu á kennslu með spjaldtölvum.   Við erum í tilraunaverkefni með opnun á ungbarnadeild í Litla-Holti.   Nýtt tilraunaverkefni er að fara af stað, það miðar að því að fjölga leikskólakennurum og styðja enn frekar við börn og starfsmenn af erlendum uppruna í leikskólanum. Leikskólakennarar með leyfisbréf munu fá sérstaka aukagreiðslu ofan á laun fyrstu 6 mánuðina í starfi og áframhaldandi viðbótargreiðslur til ársloka 2020.   Starfið er laust nú þegar.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.   Helstu verkefni og ábyrgð Yfirumsjón með skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í leikskólanum í samráði við leikskólastjóra. Yfirumsjón með gerð verkefna og gerð einstaklingsnámskráa. Yfirumsjón með samskiptum við foreldra, sérkennsluráðgjafa og aðra sem koma að sérkennslu. Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við foreldra og starfsmenn. Að veita börnum með sérþarfir leiðsögn og stuðning. Hæfniskröfur Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg. Reynsla af sérkennslu. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi. Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 29.11.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir í síma 411-3330 / 693-9882 og tölvupósti Halldora.Bjorg.Gunnlaugsdottir@rvkskolar.is . Holt Völvufelli 9 111 Reykjavík
Reykjavíkurborg , Hraunbær 119
20/11/2018
Fullt starf
Heimaþjónusta Breiðholti Heimaþjónustan í Breiðholti óskar eftir starfsmanni í fullt starf frá og með 1. janúar næstkomandi. Markmið heimaþjónustu er að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum. Heimaþjónustan er þáttakandi í tilraunaverkefninu um styttingu vinnuvikunnar. Helstu verkefni og ábyrgð Aðstoð við heimilishald og persónulega umhirðu, félagslegur stuðningur og fleira. Hæfniskröfur • Félagsliðamenntun er kostur • Reynsla af heimaþjónustu eða sambærilegum störfum æskileg. • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum. • Lipurð og sjálfstæði í starfi. • Bílpróf er nauðsynlegt • Íslenskukunnátta nauðsynleg. • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 29.11.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Kristín Guðmundsdóttir í síma 411-9604 og tölvupósti Asta.Kristin.Gudmundsdottir@reykjavik.is . Hraunbær 119 110 Reykjavík
Reykjavíkurborg Fellaskóli, Norðurfelli 17-19
20/11/2018
Fullt starf
Fellaskóli Fellaskóli auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf umsjónarkennara á yngra stigi frá 1. desember 2018 eða skv. samkomulagi. Um er að ræða afleysingu vegna fæðingarorlofs til 31. júlí 2019.   Fellaskóli er heildstæður grunnskóli í Reykjavík þar sem meira en helmingur nemenda hefur annað móðurmál en íslensku. Nemendur skólans eru um 330 og starfsmenn um 70. Í Fellaskóla er litið svo á að menningarlegur fjölbreytileiki auðgi skólastarf og lögð er áhersla á virðingu fyrir uppruna og menningu einstaklinga.   Við leitum að dugmiklum fagmanni sem er tilbúinn til að þróa áfram gott skólastarf.   Helstu verkefni og ábyrgð Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur og foreldra Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk Að vinna í teymi með öðru starfsfólki Hæfniskröfur Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari Áhugi á að starfa með börnum Hæfni í mannlegum samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Faglegur metnaður Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi Íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðeigandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 27.11.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Gíslason í síma 4117530 og tölvupósti helgi.gislason@rvkskolar.is . Fellaskóli Norðurfelli 17-19 111 Reykjavík
Reykjavíkurborg Leikskólinn Laugasól, v/ Leirulæk
20/11/2018
Fullt starf
Leikskólinn Laugasól Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólanum Laugasól. Laugasól er sjö deilda leikskóli við Leirulæk, í næsta nágrenni við Laugardalinn og stutt er í fjöruna og miðbæinn. Leiðarljós leikskólans eru virðing, fjölbreytileiki og sköpun. Megináherslur í menntun og uppeldisstarfi leikskólans er frjáls leikur, skapandi starf og umhverfismennt. Við notum að mestu opinn efnivið sem er þroskandi og fjölbreytilegur. Unnið er með verðlaust efni og einnig er notað ýmislegt sem finnst í náttúrunni. Lóðir leikskólans eru rúmgóðar og fjölbreytt svæði eru innan lóðanna eins og náttúruleiksvæði sem býður upp á annars konar leiki og klifur. Áherslan er á sköpunarferlið sjálft og námið sem á sér stað þegar hugmyndir, tilfinningar og ímyndunaraflið fær að njóta sín. Endurvinnsla og endurnýting er alltaf í gangi og í stöðugri þróun. Laugasól er Grænfánaskóli.   Laugasól er lærdómssamfélag þar sem metnaður, áhugi og samtal eiga sér stað og hver lærir af öðrum til að bæta árangur í starfi. Í leikskólanum er hátt hlutfall leikskólakennara. Allar upplýsingar um innra starf leikskólans má finna á heimsíðu leikskólans www.laugasol.is   Starfið er laust 1. desember nk., eða eftir samkomulagi.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 29.11.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Ingvadóttir í síma 411-3500 og tölvupósti helga.ingvadottir@reykjavik.is . Leikskólinn Laugasól v/ Leirulæk 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Háaleitisskóli, Álftamýri 79
20/11/2018
Hlutastarf
Háaleitisskóli Skólaritari óskast frá 15. janúar í 75% starf við Háaleitisskóla-Hvassaleiti. Um er að ræða framtíðarstarf.   Nemendahópur Háaleitisskóla er fjölbreyttur og þarfir nemenda margvíslegar. Háaleitisskóli er fjölmenningarlegur skóli þar sem rúmlega 20% nemenda eru af erlendum uppruna frá 30 mismunandi þjóðernum. Við skólann er sérdeild fyrir einhverfa nemendur. Háaleitisskóli starfar á tveimur starfsstöðvum, í Álftamýri þar sem nemendur eru frá 1.-10. bekk og í Hvassaleiti þar sem nemendur eru frá 1.-7. bekk.   Nánari upplýsingar um starfið veita Hanna Guðbjörg Birgisdóttir skólastjóri og Ester Eyfjörð Ísleifsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma: 5708800/5708100 eða með því að senda fyrirspurnir á hanna.gudbjorg.birgisdottir@rvkskolar.is og ester.eyfjord.isleifsdottir@rvkskolar.is     Helstu verkefni og ábyrgð Starf skólaritara miðar fyrst og fremst að því að sinna þjónustu við nemendur, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og annarra sem til skólans leita. Sér um daglega afgreiðslu, símaþjónustu, upplýsingagjöf og póstafgreiðslu á skrifstofu skólans. Hefur umsjón með skrifstofuvörum skólans (innkaupum, pöntunum, móttöku, birgðahaldi og afgreiðslu). Hefur umsjón með skrifstofuvélum. Annast ýmsar nemenda- og starfsmannaskráningar í samráði við yfirmenn t.d. tímaskráningarforritið Vinnustund. Sér um bréfaskriftir, skýrslugerðir, skjalavörslu og bókhaldsfærslur í samráði við yfirmenn. Annast móttöku þeirra sem erindi eiga við skólann. Tekur þátt í vinnuhópum og teymisvinnu skv. ákvörðun hverju sinni. Sinnir öðrum störfum og verkefnum sem honum kunna að verða falin af yfirmönnum og falla innan eðlilegs starfssviðs hans.     Hæfniskröfur Þjónustulund Samskiptafærni og áhugi á að vinna með fólki Tölvufærni Styttri námsbrautir t.d. á sviði bókhalds, verslunar eða skrifstofustarfa og eða uppeldismenntun Reynsla af skrifstofustörfum æskileg Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Starfshlutfall: 75% Umsóknarfrestur: 3.12.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir í síma 5708800/5708100 og tölvupósti hanna.gudbjorg.birgisdottir@rvkskolar.is . Háaleitisskóli Álftamýri 79 108 Reykjavík
Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Hraunbæ 115
20/11/2018
Hlutastarf
Heimili fyrir börn Móvað 9 Óskar eftir að ráða þroskaþjálfa eða háskólamenntaðan til starfa í sértækt húsnæðisúrræði fyrir fötluð börn/ungmenni í Móvaði. Sólarhringsþjónusta er veitt á heimilinu. Þjónustan miðast við að efla færni, auka sjálfstæði og lífsgæði. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.   Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.   Um framtíðarstarf er að ræða Helstu verkefni og ábyrgð Stuðlar að góðum samskiptum við aðstandendur,fagaðila og aðra starfsmenn. Fræðir nýtt starfsfólk og leiðbeinir því. Tekur þátt í gerð og framkvæmd einstaklingsáætlana í samráði við forstöðumann/deildarstjóra Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis. Hvetur og styður íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni. Tekur þátt í þróunarstarfi undir stjórn forstöðumanns og deildastjóra Hæfniskröfur B.A próf í þroskaþjálfafræðum eða háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda. Reynsla af starfi með fjölfötluðum börnum og/eða ungmennum mikill kostur. Framtakssemi, áreiðanleiki, heiðarleiki og jákvæðni í starfi. Góð hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgðarkennd og frumkvæði. Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi/verkefni. Íslenskukunnátta Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og ÞÍ Starfshlutfall: 60% Umsóknarfrestur: 30.11.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Björk Sigfúsdóttir í síma 533 1125 og tölvupósti stefania.bjork.sigfusdottir@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts Hraunbæ 115 110 Reykjavík
Reykjavíkurborg Háaleitisskóli, Álftamýri 79
20/11/2018
Fullt starf
Háaleitisskóli Umsjónarkennarar á yngsta stigi frá áramótum og til vors.   Háaleitisskóli starfar á tveimur starfsstöðvum, í Álftamýri þar sem nemendur eru frá 1.-10. bekk og í Hvassaleiti þar sem nemendur eru frá 1.-7. bekk.   Kennsluhættir í Háaleitisskóla einkennast af fjölbreytni og þar er reynt að koma til móts við ólíkar þarfir og áhuga nemenda. Lögð er áhersla á að nemendum líði vel í skólanum og að þeir taki stöðugum framförum í námi leik og starfi.   Helstu verkefni og ábyrgð Annast kennslu nemenda í samráði við aðra kennara, skólastjórnendur og foreldra. Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum. Stuðla að velferð nemenda í samstarfi og samráði við foreldra og annað fagfólk. Hæfniskröfur Kennsluréttindi grunnskólastigi. Hæfni í mannlegum samskiptum. Faglegur metnaður. Áhugi og hæfni til að starfa í teymisvinnu. Reynsla og áhugi á að starfa með börnum. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi kjarasamningi KÍ og launanefndar sveitarfélaga. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 29.11.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir í síma 570-8800/570-8100 og tölvupósti hanna.gudbjorg.birgisdottir@rvkskolar.is . Háaleitisskóli Álftamýri 79 108 Reykjavík
Reykjavíkurborg , Lindargötu 27
20/11/2018
Vaktavinna
Heimaþjónusta Vesturgötu 2 Okkur vantar starfsmann í félagslega heimaþjónustu á Vitatorgi, þjónustuíbúðir. Um er að ræða 35% starf á kvöld - og helgarvöktum. Leitum að öflugum og hressum starfsmanni sem finnst gaman að umgangast fólk. Starfið gæti hentað námsmönnum vel. Karlar jafn sem konur eru hvattir til þess að sækja um starfið. Helstu verkefni og ábyrgð Veita íbúum persónulega aðstoð og eftirlit. Veita hvatningu og stuðning til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni. Aðstoð við heimilishald. Hæfniskröfur Góð almenn menntun. Góð íslenskukunnátta skilyrði. Haldgóð reynsla af umönnunarstörfum og heimaþjónustu æskileg. Hæfni í mannlegum samskiptum, áreiðanleiki, sjálfstæð vinnubrögð og vilji til að veita góða þjónustu. Hreint sakavottorð. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar Starfshlutfall: 35% Umsóknarfrestur: 30.11.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Theresia Einarsdóttir í síma 411-9650 og tölvupósti gudbjorg.t.einarsdottir@reykjavik.is . Lindargötu 27 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg , Snorrabraut 58
20/11/2018
Fullt starf
Áfangaheimilið Brautin Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða auglýsir lausa stöðu félagsráðgjafa til umsóknar á áfangaheimilið Brautina. Brautin er búsetuúrræði fyrir einstaklinga sem lokið hafa meðferð vegna fíknivanda. Um er að ræða fullt starf og er ráðning tímabundin í eitt ár með möguleika á framlengingu.   Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða tekur þátt i tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar.   Helstu verkefni og ábyrgð • Þátttaka í sköpun og þróun áfangaheimilisins og sköpun nýrra tækifæra fyrir íbúa • Skipuleggja og fylgja eftir stuðningi og félagslegri ráðgjöf til íbúa áfangaheimilisins • Þátttaka í teymisvinnu • Hópastarf með einstaklingum í endurhæfingarúrræðinu Grettistaki Hæfniskröfur • Starfsréttindi í félagsráðgjöf • Þekking og reynsla í vinnslu og meðferð einstaklinga með fíknivanda æskileg • Þekking og reynsla af sviði velferðarþjónustu æskileg • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi eru mikilvæg • Hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Félagaráðgjafafélags Íslands Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 30.11.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Lilja Diðriksdóttir í síma 411-1600 / 663-4983 og tölvupósti kristin.lilja.didriksdottir@reykjavik.is . Snorrabraut 58 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Réttarholtsskóli, v/ Réttarholtsveg
20/11/2018
Fullt starf
Réttarholtsskóli - Almennt Réttarholtsskóli óskar eftir áhugasömum og hressum starfsmanni í stöðu aðstoðarmanns í mötuneyti.   Réttarholtsskóli er í Bústaðahverfi í Reykjavík og er unglingaskóli fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Í skólanum eru um 400 nemendur og starfsmenn eru liðlega 50. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Einkunnarorð skólans eru virðing - virkni - vellíðan og áhersla er lögð á að bjóða nemendum upp á nám við hæfi, fjölbreytt námsval og skólaanda sem einkennist af virðingu, jákvæðni og samvinnu allra sem skólanum tilheyra. Skólinn er þátttakandi í Olweusaráætluninni gegn einelti og kannanir hafa ítrekað leitt í ljós góðan árangur á því sviði. Skólinn er í grónu hverfi og gott samstarf er við foreldra og nærumhverfi.   Um er að ræða 100% starf frá 1. janúar 2019. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Aðstoðarmaður í mötuneyti starfsmanna með gæði matar og næringargildi að leiðarljósi ásamt hagkvæmni í rekstri í samstarfi við yfirmann mötuneytis. Skipulagning, undirbúningur og framkvæmd við matargerð. Frágangur og þrifnaður á borðbúnaði og áhöldum í eldhúsi. Önnur þau störf sem starfsmanni kunna að vera falin af skólastjóra. Hæfniskröfur Mikill áhugi á matreiðslu Hæfni í mannlegum samskiptum. Hafa gaman af starfi með ungu fólki. Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 3.12.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Sigfúsdóttir í síma 553-2720 og tölvupósti margret.sigfusdottir@rvkskolar.is . Réttarholtsskóli v/ Réttarholtsveg 103 Reykjavík
Reykjavíkurborg , Laugavegi 77
20/11/2018
Fullt starf
Stuðningur og Ráðgjöf- Mi Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða leitar að öflugum leiðtoga til að halda utan um sértæka ráðgjöf, stoðþjónustu og búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og fólk með vímuefnavanda. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í starfsumhverfi þar sem reynir á stjórnunar-, skipulags- og samskiptahæfni.   Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða tekur þátt i tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Helstu verkefni og ábyrgð • Dagleg stjórn og skipulag á starfsemi. • Stjórnun mannauðs. • Stjórnun og þátttaka í faglegum fundum. • Þátttaka í þróun og nýbreytni í þjónustu. • Tryggja að framkvæmd þjónustu sé í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið velferðarsviðs og Reykjavíkurborgar. Hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, félags- eða menntavísinda. • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg. • Þekking og reynsla af sambærilegum störfum. • Leiðtogahæfni. • Lipurð í framkomu og hæfni í mannlegum samskiptum. • Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 30.11.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigþrúður Erla Arnardóttir í síma 411-1600/664-7781 og tölvupósti sigthrudur.erla.arnardottir@reykjavik.is . Laugavegi 77 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Grandaborg, Boðagranda 9
20/11/2018
Fullt starf
Leikskólinn Grandaborg Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa í leikskólann Grandaborg . Aðalmarkmið leikskólastarfsins er að efla sjálfsmynd barna og styrkja þau í að takast á við verkefni í daglegu lífi í leikskólanum og utan hans. Unnið er að gerð nýrrar skólanámskrár með áherslu á heilsueflingu og útinám. Leikskólinn er kominn í samstarf við Heilsuleikskóla og er í dag svokallaður leikskóli á Heilsubraut. Leikskólinn hefur hlotið styrk til að vinna að bættum samskiptum heimilis og skóla í fjölmenningarlegu umhverfi   Í Grandaborg starfar hópur einstaklinga sem hefur það markmið að hafa gaman af vinnu með börnum, eiga góðar stundir í hópi með öðrum fullorðunum og njóta þeirra ýmsu fríðinda sem eru í boði hjá Reykjavíkurborg. Þess vegna teljum við þetta starf henta þér.   Staðan er laus 1. janúar 2019 eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Helena Jónsdóttir í síma 5621855/ 8494780 og tölvupósti helena.jonsdottir@reykjavik.is eða Ragnheiður Júlíusdóttir í síma 5621855 og tölvupósti ragnheidur.juliusdottir@reykjavik.is   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.   Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Sveigjanleiki í samskiptum og samvinnu Frumkvæði í starfi. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Góð tölvukunnátta Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 29.11.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Helena Jónsdóttir í síma 5621855/ 8494780 og tölvupósti helena.jonsdottir@reykjavik.is . Grandaborg Boðagranda 9 107 Reykjavík
Reykjavíkurborg Fjármáladeild, Borgartúni 12-14
20/11/2018
Fullt starf
Fjármáladeild Umhverfis- og skipulagssvið óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á fjármáladeild sviðsins. Fjármáladeild umhverfis- og skipulagssviðs hefur umsjón með fjármálum sviðsins og veitir starfsmönnum ráðgjöf og aðstoð varðandi fjármál. Helstu verkefni deildarinnar eru fjárhags- og launaáætlun, fimm ára áætlun, fjárhags- og verkbókhald, reikningagerð og innheimta, kostnaðareftirlit, mánaðar- og árshlutauppgjör. Helstu verkefni og ábyrgð • Ráðgjöf og aðstoð til stjórnenda við reikningagerð og innheimtumál • Móttaka beiðna um reikningagerð frá deildum sviðsins • Umsjón með reikningagerð og innheimtu • Ábyrgð á eftirfylgni reikninga og gerð stöðulista • Umsjón með símasamningum og samskipti við símafyrirtæki • Önnur verkefni sem fjármálastjóri felur viðkomandi og falla undir starfssvið sérfræðings Hæfniskröfur • Háskólamenntun í viðskiptafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af sambærilegu starfi mikilvæg • Hæfni í mannlegum samskiptum • Skipulagsfærni og hæfileiki til að vinna sjálfstætt og undir álagi • Nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð og sýna öryggi í allri talnameðferð • Færni í notkun á algengum hugbúnaði sem tengist skrifstofustörfum s.s. eins og Word og Excel • Góð almenn tölvuþekking og kunnátta til að nýta upplýsingakerfi sem stjórntæki • Þekking á Agresso kostur Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 4.12.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Umhverfis- og skipulagssvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Hreinn Ólafsson í síma og tölvupósti hreinn.olafsson@reykjavik.is . Fjármáladeild Borgartúni 12-14 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Hólabrekkuskóli, Suðurhólum 10
20/11/2018
Hlutastarf
Hólabrekkuskóli Íslenskukennara vantar í unglingadeild frá áramótum í Hólabrekkuskóla.   Um er að ræða tímabundið starf til vors með möguleika á framlengingu. Um er að ræða 50% starf en með möguleika á hærra starfshlutfalli.   Leiðarljós Hólabrekkuskóla er virðing, gleði og umhyggja. Í skólanum er unnið eftir Uppbyggingastefnunni sem bæði eineltisstefna skólans og Vinaliðaverkefnið falla vel að. Áhersla er lögð á að öllum líði vel auk þess að veita nemendum þjálfun í lífsleikni og sjálfsaga. Hólabrekkuskóli er heildstæður grunnskóli í Reykjavík með um 500 nemendur og 70 starfsmenn.   Umsókninni skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari auk annarra gagna er málið varðar.   Helstu verkefni og ábyrgð Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur og foreldra. Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk. Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Að vinna í teymi með öðru starfsfólki skólans. Hæfniskröfur Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. Þekking og hæfileikar til að vinna að framsæknu skólastarfi. Metnaður í starfi og áhugi á skólaþróun. Lipurð og færni í mannlegum samskiptum. Sjálfstæði í vinnubrögðum. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfshlutfall: 50% Umsóknarfrestur: 3.12.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Hólmfríður G Guðjónsdóttir í síma 411 7550 / 664 8235 og tölvupósti holmfridur.g.gudjonsdottir@rvkskolar.is . Hólabrekkuskóli Suðurhólum 10 111 Reykjavík
Reykjavíkurborg , Síðumúla 39
20/11/2018
Vaktavinna
Íbúðakjarni Byggðarendi 6 Óskað er eftir stuðningsfulltrúa til starfa á heimili fyrir fatlað fólk á Byggðarenda. Unnið er á vöktum og starfshlutfall getur verið eftir samkomulagi. Á Byggðarenda er mikið lagt upp úr jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum og unnið er eftir aðferðum þjónandi leiðsagnar. Mikið umbótastarf hefur átt sér stað í starfseminni á Byggðarenda þar sem markmiðið er að veita framúrskarandi þjónustu við íbúa.       Helstu verkefni og ábyrgð Hvetur og styður þjónustunotendur til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni. Leiðbeinir þjónustunotendum og aðstoðar þá við athafnir daglegs lífs, heimilishald og dagleg störf varðandi húshald eftir því sem við á og þörf krefur. Sinnir umönnun og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustunotenda og aðstoðar þá varðandi félagslega og heilsufarslega þætti. Stuðlar að jákvæðum samskiptum við þjónustunotendur og annað samstarfsfólk. Hæfniskröfur Góð almenn menntun. Reynsla af starfi með fötluðu fólki með flóknar þjónustuþarfir æskileg en ekki skilyrði. Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Umsækjandi þarf að vera orðinn 20 ára. Íslenskukunnátta skilyrði. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar Starfshlutfall: 0% Umsóknarfrestur: 3.12.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragna Ragnarsdóttir í síma 5349442 og tölvupósti ragna.ragnarsdottir@reykjavik.is . Síðumúla 39 108 Reykjavík
Reykjavíkurborg Fjármáladeild, Laugavegi 77
20/11/2018
Fullt starf
Fjölskylduráðgjöf einstakling og fjöls Umhverfis- og skipulagssvið óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á fjármáladeild sviðsins. Fjármáladeild umhverfis- og skipulagssviðs hefur umsjón með fjármálum sviðsins og veitir starfsmönnum ráðgjöf og aðstoð varðandi fjármál. Helstu verkefni deildarinnar eru fjárhags- og launaáætlun, fimm ára áætlun, fjárhags- og verkbókhald, reikningagerð og innheimta, kostnaðareftirlit, mánaðar- og árshlutauppgjör. Helstu verkefni og ábyrgð • Ráðgjöf og aðstoð til stjórnenda við reikningagerð og innheimtumál • Móttaka beiðna um reikningagerð frá deildum sviðsins • Umsjón með reikningagerð og innheimtu • Ábyrgð á eftirfylgni reikninga og gerð stöðulista • Umsjón með símasamningum og samskipti við símafyrirtæki • Önnur verkefni sem fjármálastjóri felur viðkomandi og falla undir starfssvið sérfræðings Hæfniskröfur • Háskólamenntun í viðskiptafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af sambærilegu starfi mikilvæg • Hæfni í mannlegum samskiptum • Skipulagsfærni og hæfileiki til að vinna sjálfstætt og undir álagi • Nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð og sýna öryggi í allri talnameðferð • Færni í notkun á algengum hugbúnaði sem tengist skrifstofustörfum s.s. eins og Word og Excel • Góð almenn tölvuþekking og kunnátta til að nýta upplýsingakerfi sem stjórntæki • Þekking á Agresso kostur Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og hlutaðkomandi stéttarfélags Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 4.12.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Arna Björk Birgisdóttir í síma og tölvupósti . Fjármáladeild Laugavegi 77 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Seljaskóli, Kleifarseli 28
20/11/2018
Fullt starf
Seljaskóli Laus er til umsóknar 100% staða umsjónarkennara á yngsta- og miðstigi í Seljaskóla, tímabundin ráðning út skólaárið 2018 - 2019.   Seljaskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk og eru nemendur um 650 talsins. Starfsmenn skólans eru um 90 sem sinna mismunandi stöfum í þágu nemenda. Allt starf Seljaskóla byggir á teymisvinnu þannig að mikil samvinna ríkir um alla þætti skólastarfsins.   Miðað er við að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.   Helstu verkefni og ábyrgð Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur og viðkomandi teymi. Vinnur að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum. Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við annað fagfólk og foreldra. Kennslugrein er almenn kennsla í 2. og 5.bekk. Hæfniskröfur Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. Hæfni í mannlegum samskiptum. Faglegur metnaður og sveigjanleiki í starfi. Reynsla og áhugi á að vinna með börnum. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 3.12.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Þór Jónsson í síma 4117500 og tölvupósti magnus.thor.jonsson@rvkskolar.is . Seljaskóli Kleifarseli 28 109 Reykjavík
Reykjavíkurborg Hálsaskógur, Hálsaseli 27
20/11/2018
Fullt starf
Leikskólinn Hálsaskógur Erum við að leita að þér? Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólann Hálsaskóg sem er sex deilda leikskóli þar sem unnið er með umhverfismennt. Leikskólinn er Grænfánaleikskóli og leggjum við áherslu á útikennslu og að börnin fái tækifæri til að njóta og upplifa. Einnig erum við Heilsueflandi leikskóli og leggjum áherslu holla og góða næringu sem og almenna góða lýðheilsu. Við störfum eftir hugmyndafræði Mihaly Csikzentmihalyi um jákvæða sálfræði. Einnig erum við að innleiða Uppeldi til ábyrgðar. Leikskólinn er sífelldri þróun og mótun og óskum við eftir leikskólakennara sem er tilbúinn til að taka þátt í að þróa starfið með okkur og vera hluti af okkar faglega og skemmtilega samfélagi.   Starfið er laust nú þegar.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 3.12.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgerður Guðnadóttir í síma 411-3260 og tölvupósti asgerdur.gudnadottir@reykjavik.is . Hálsaskógur Hálsaseli 27 109 Reykjavík
Reykjavíkurborg Jörfi, v/Hæðargarð
20/11/2018
Fullt starf
Leikskólinn Jörfi Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa við sérkennslu í leikskólanum Jörfa við Hæðargarð í Reykjavík en Jörfi er fimm deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á lífsleikni.   Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning. Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa. Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir. Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum. Hæfniskröfur Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi Reynsla af sérkennslu æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 3.12.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergljót Jóhannsdóttir í síma 693-9813 og tölvupósti bergljot.johannsdottir@rvkskolar.is . Jörfi v/Hæðargarð 108 Reykjavík
Reykjavíkurborg Leikskólinn Múlaborg, Ármúla 8A
20/11/2018
Fullt starf
Leikskólinn Múlaborg Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa á leikskólann Múlaborg, Ármúla 8a, 108 Reykjavík. Múlaborg er fjögurra deilda leikskóli og er leikskóli fyrir alla, þar sem margbreytileikinn er í fyrirrúmi. Hjá okkur ríkir jafnrétti í víðu samhengi í starfsmanna- og barnahópnum sem og lýðræði og mannréttindi. Skemmtilegt og metnaðarfullt starf í gangi. Við óskum eftir starfsmanni sem er tilbúinn til að taka þátt í að þróa starfið með okkur og vera partur af okkar faglega og skemmtilega samfélagi.   Starfið er laust nú þegar.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.   Helstu verkefni og ábyrgð - Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu, þ.m.t: - Að bera ábyrgð á sérkennslu sem fram fer á deildinni í samvinnu við deildarstjóra. - Skipulagning og mat á sérkennslu deildarinnar - Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá - Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu Hæfniskröfur Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi Reynsla af sérkennslu æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 4.12.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Rebekka Jónsdóttir í síma 5685154 og tölvupósti rebekka.jonsdottir@reykjavik.is . Leikskólinn Múlaborg Ármúla 8A 108 Reykjavík