Explore CRM

Markmið okkar þegar fyrirtækið var stofnað var þríþætt, númer eitt var að hafa gaman í vinnunni, í öðru lagi að veita faglega ráðgjöf og síðan að eiga traust viðskiptasamband við okkar viðskiptavini þar sem það byggist á langtímasambandi. Frá því að fyrirtækið var stofnað með þrem starfsmönnum þá hafa þrír bæst við hópinn. Við leggjum mikið upp úr því að vaxa rólega þar sem tími til að byggja upp þekkingu starfsmanna tekur langan tíma. Þannig höfum við náð að veita góða þjónustu þar sem við vitum að besta auglýsing okkar eru ánægðir viðskiptavinir.