Vélanaust ehf var stofnað árið 2009. Forsvarsmenn fyrirtækisins sáu þörft fyrir sérhæfða vinnuvéla, rútu og vörurbílavarahlutaverslun sem gæti veitt hagstæðari verð í þeirri fákeppni sem ríkti á samkeppnismarkaði  þess tíma. Frá stofnun hefur fyrirtækið haft vandað og sérhæft þjónustustig að leiðarljósi og hafa starfsmenn breiða þekkingu á sviði vinnuvéla, rútu og- vörubifreiða.

Varahlutaversluninn okkar hefur breikað mikið frá stofnun þar sem stöðugt bætast við nýjar vörur frá mismunandi framleiðendum. Flesta algengari varahluti í vinnuvélar, rútur og vörubifreiðar eigum við á lager hverju sinnu, s.s. altanatora, startara, bremsu og/eða pústhluti.

 

Vélanaust býður í dag eitt skilvirkasta hraðsendingakerfi sem völ er á þegar um sérpantanir á varahlutum er að ræða. Við eigum í nánu samstarfi við fjölda erlendra birgja og getum aðstoðað við útvegun á flestum varahlutum í vinnuvélar, rútur og vörubíla.

Við kappkostum á stöðuga bætingu á þjónustu auk þess að bjóða viðskiptavinum okkar hagkvæmar lausnir. Af þessum sökum störfum við náið með ólíkum þjónustuaðilum fyrir verktaka, rútu og vörubílaeigendur þar sem skapast hefur þekkingamiðlun sem reynst hefur okkur vel í þróun varahlutaverslunarinnar auk þess sem þjónusta til okkar viðskiptavina eykst.