Almenningsvagnar Kynnisferða ehf

Reykjavik Excursions-Kynnisferðir er ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki með um 500 starfsmenn. Við erum leiðandi í skipulagningu og rekstri dagsferða með erlenda og innlenda ferðamenn um Ísland. Hjá okkur starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu.