Vetis

  • Melabraut, Hafnarfjörður, Ísland
  • vet.is

Stefna Vetis er að flytja inn hágæða vörur sem á einn eða annan hátt geta bætt aðbúnað og umönnun dýra. Einkunnarorð fyrirtækisins er Gæði og þekking í þágu dýra. Markmið okkar er að vera framarlega á markaði með gæða fóður og endingargóðar hliðarvörur fyrir gæludýraeigendur.

VETIS ehf. var stofnað árið 2002 í kringum innflutning á sérvörum, tækjum og búnaði fyrir dýralækna og heildsölu á hundafóðri og fóðurbætiefnum fyrir dýr. Stofnendur Vetis eru dýralæknar sem hafa mikla þekkingu og reynslu af þessum málaflokki. Starfsfólk Vetis er sérvalið vegna menntunar eða reynslu tengda dýrum og hefur fengið sérþekkingu tengt sínu starfssviði hjá Vetis, nú auk þessa að hafa brennandi áhuga á velferð dýra að sjálfsögðu. Endursöluaðilar fyrir innfluttar vörur Vetis eru fagaðilar svo sem dýralæknar og sérverslanir með fóður og gæludýravörur.

Vetis er heildverslun og rekur auk þess vefverslunina dyrafodur.is