Orbicon

Orbicon Arctic er alhliða verkfræðistofa með höfuðstöðvar í Grænlandi og Danmörku. Orbicon Arctic sinnir verkefnum á sviði innviða, bygginga, hafna og byggðatækni á Íslandi og Grænlandi. Á skrifstofum okkar á Íslandi og Grænlandi starfa um 25 tækni- og verkfræðingar. Hjá móðurfyrirtæki okkar í Danmörku starfa tæplega 600 manns við fjölbreytt verkefni á sviði mannvirkja og umhverfismála.