Micro

Micro-ryðfrí smíði ehf. var stofnað árið 1996 af Sveini Sigurðssyni og Steini Árna Ásgeirssyni.

Í upphafi einkenndust verkefni smiðjunnar af smíði, viðhaldi og viðgerðum á vinnslulínum fyrir sjávarútveginn en í gegnum árin hafa verkefnin stækkað og umsvifin aukist. 
Micro þjónustar viðskiptavini frá mörgum heimshornum og hefur meðal annars hannað og smíðað allt frá kæli-og blóðgunarkörum upp í heilar vinnslulínur um borð í skipum frá Íslandi, Bandaríkjunum, Grænlandi
og Spáni með tilliti til aðstæðna í hverju landi. 

Samhliða þjónustu við sjávarútveginn býður Micro uppá almenna sérsmíði á stigum, handriðum, innréttingum og ýmsu öðru úr ryðfríu stáli fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. 
Micro Einhella 9, Hafnarfjörður, Ísland
26/04/2019
Fullt starf
Við leitum að öflugum stjórnanda! Starfssvið: Dagleg verkstjórn á framleiðslugólfi. Tilboðsgerð og frágangur gagna. Útdeiling og skipulagning verkefna. Samskipti við viðskiptavini og birgja. Þáttaka í umbótastarfi. Menntunar- og haefniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi og reynsla af sambaerilegu starfi er kostur. Jákvætt viðmót og faerni í mannlegum samskiptum.. Við bjóðum upp á snyrtilega vinnuaðstöðu, góðan taekjakost og góðan starfsanda. Umsóknir óskast sendar á netfangið: gunnar@micro.is Nánari upplýsingar veitir Gunnar Óli Sölvason - S. 869 9535