Sundlaug Seltjarnarness

Sundlaug Seltjarnarness er staðsett í Íþróttamiðstöðinni við Suðurströnd. Laugin sjálf er 25 metrar og í framhaldi af henni er rúmgóð barnalaug með hærra hitastigi. Síðan eru 4 pottar misstórir og með mismunandi hitastigi.  Þar fyrir utan er eimbað, stór rennibraut ásamt leiktækjum og mjög rúmgóðri vaðlaug þar sem hægt er að liggja og láta sér líða vel. 
Sérstaða sundlaugarinnar er hið steinefnaríka vatn sem notað er beint frá borholu hitaveitu Seltjarnarness.  Það er mjög steinefnaríkt og fer vel í viðkvæma húð og exem.

Sundlaug Seltjarnarness Sundlaug Seltjarnarness, Hrólfsskálavör, Seltjarnarnes, Ísland
18/06/2018
Vaktavinna
Laust er til umsóknar starf í Seltjarnarneslaug. Í starfinu felst m.a. laugargæsla, umsjón með búningsklefum kvenna , þrif, og almenn þjónusta við gesti sundlaugar. Umsækjandi þarf að vera þjónustulunduð, góð í samskiptum við alla aldurshópa, þrifin, tala góða íslensku og síðast en ekki síst heilsuhraust. Einnig þarf umsækjandi að standast sundpróf fyrir sundlaugarverði. Um er að ræða vaktavinnu og framtíðarstarf. Óskir um nánari upplýsingar eru veittar í gegnum tölvupóstfangið haukur@seltjarnarnes.is Umsóknum skal skilað fyrir 20. júní inn á vef Seltjarnarnesbæjar      Seltjarnarneslaug var tekin í notkun árið 1984 og gagngerar endubætur gerðar árið 2006.  Í lauginni starfa 20 fastir starfsmenn ásamt afleysingafólki.  Boðið er uppá glæsilega aðstöðu á útisvæði laugarinnar s.s rennibraut, vaðlaug, barnalaug, eimbað, heita potta og kaldan pott ásamt 25m sundlaug. Náið samstarf er við World Class sem rekur glæsilega heilsurækt í sömu húsakynnum