Sundlaug Seltjarnarness

Sundlaug Seltjarnarness er staðsett í Íþróttamiðstöðinni við Suðurströnd. Laugin sjálf er 25 metrar og í framhaldi af henni er rúmgóð barnalaug með hærra hitastigi. Síðan eru 4 pottar misstórir og með mismunandi hitastigi.  Þar fyrir utan er eimbað, stór rennibraut ásamt leiktækjum og mjög rúmgóðri vaðlaug þar sem hægt er að liggja og láta sér líða vel. 
Sérstaða sundlaugarinnar er hið steinefnaríka vatn sem notað er beint frá borholu hitaveitu Seltjarnarness.  Það er mjög steinefnaríkt og fer vel í viðkvæma húð og exem.

Sundlaug Seltjarnarness
04/10/2018
Vaktavinna
Sundlaug Seltjarnarness óskar eftir að ráða sundlaugarvörð til starfa. Í starfinu felst m.a. sundlaugarvarsla, gæsla búningsklefa kvenna, þrif og þjónusta við sundlaugargesti á öllum aldri. Umsækjandi þarf að vera á aldrinu 20-40 ára og vel á sig komin líkamlega, þjónustulunduð, góð í samskiptum við alla aldurshópa, þrifin, tala mjög góða íslensku og síðast en ekki síst heilsuhraust. Um er að ræða vaktavinnu og framtíðarstarf. Ath. að viðkomandi þarf að standast sundpróf fyrir sundlaugarverði. Umsóknir og fyrirspurnir skulu berast á tölvupóstfangið haukur@seltjarnarnes.is .