Austurlandsprófastsdæmi

Í Austurlandsprófastsdæmi eru níu prestaköll og að auki tilheyrir ein af sóknum Langanesprestakalls prófastsdæminu. Alls eru í prófastsdæminu 28 sóknir og sóknarkirkjur og tvær vígðar kirkjur til viðbótar. Íbúar í prófastsdæminu voru í lok árs 2010 10.285, þar af 8.772 í Þjóðkirkjunni eða 85,3%.