Alþýðusamband Íslands

Alþýðusamband Íslands er stærsta fjöldahreyfing launafólks á landinu. Um tveir þriðju hlutar launamanna í skipulögðum samtökum á Íslandi eru í ASÍ. Alþýðusambandið berst fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og stendur vörð um réttindi þeirra.

Alþýðusamband Íslands er heildarsamtök launafólks. Félagsmenn í ASÍ eru 123 þúsund í 5 landssamböndum og 48 aðildarfélögum um land allt. Þar af eru ríflega 110 þúsund virkir á vinnumarkaði. Félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ eru starfandi á flestum sviðum samfélagsins, á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum.