Þjónustumiðstöð bókasafna

Þjónustumiðstöð bókasafna er sjálfseignastofnun sem var stofnuð samkvæmt skipulagsskrá dagsettri 24. júlí 1978, staðfestri af forseta Íslands 9. ágúst 1978 samkvæmt þágildandi lögum, nr. 20/1964. Stofnunin starfar nú samkvæmt lögum um sjálfseignastofnanir sem stunda atvinnurekstur, nr. 33/1999.

Markmið Þjónustumiðstöðvar bókasafna er að bæta bókasafnaþjónustu á Íslandi og styðja bókasöfnin í að gera lestur, upplýsingar, menntun og  menningu aðgengilega almenningi.

Við sérhæfum okkur í bókasafnsbúnaði og vörum fyrir almenningsbókasöfn og bókasöfn í skólum og stofnunum og viljum ávallt veita þjónustu sem hæfir hverju safni

Þjónustumiðstöð bókasafna
30/08/2018
Hlutastarf
Starfið felst í að sjá um kynningarmál, ásamt þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina. Leitað er eftir hugmyndaríkum, skapandi einstaklingi sem sýnir frumkvæði og hefur áhuga á uppbyggingu og hönnun bókasafna, t.d. bókasafnsfræðing. Æskileg menntun: Bókasafns- og upplýsingafræði, góð íslensku- og enskukunnátta, bæði rit- og talmál. Reynsla af kynningarmálum, heimasíðugerð og notkun samfélagsmiðla er kostur. Umsóknarfrestur er til og með 30. september nk. Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá. Nánari upplýsingar veitir Regína í síma 5612130. Umsókn sendist á: thjonusta@thmb.is Eða fyrir þá sem það vilja á: Þjónustumiðstöð bókasafna ses, umsókn um starf Pósthólf 218 121 Reykjavík