Ljósið Rafverktakar

Ljósið Rafverktakara sjá um alhliða rafvirkjun í nýbyggingum, eldra húsnæði sem og fyrirtækjum. Við erum stoltir af öflugum hópi iðnaðarmanna sem leysa verkefni viðskiptavina á hverjum degi.

Við erum ávallt í leit að góðum mönnum til að slást í hóp öflugra og skemmtilegra iðnaðarmanna. 

Ljósið Rafverktakar
08/11/2018
Fullt starf
Óskum eftir starfsmönnum í vinnu við alhliða rafvirkjun og vinnu tengda því. Við hjá Ljósinu Rafverktökum erum með fjölbreytt og skemmtileg  verkefni í gangi á stór höfuðborgarsvæðinu. Við sinnum m.a. viðhaldi raflagna og viðbótum, nýbyggingum ásamt verkefnum hjá fjarskiptafyrirtækjum. Í boði er fjölbreytt starf, skemmtilegir samstarfsfélagar og næg vinna. Ef þú ert: reynslubolti í rafvirkjun, (sveinspróf æskilegt en ekki skilyrði). snyrtileg/ur. sveigjanleg/ur og lausnamiðuð/lausnamiðaður. sjálfstæð/ur í vinnubrögðum. með drifkraft. Skaltu ekki hika við að sækja um núna! Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Góð íslenskukunnátta skilyrði! Vinsamlega sendið umsókn ásamt kynningarbréfi, ferilskrá, prófskírteinum og meðmælum á ingolfur@ljosidraf.is .