Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Fjölbrautaskólinn við Ármúla er skóli á framhaldsskólastigi og hefur verið rekinn sem slíkur undir eigin nafni frá árinu 1981. Á þeim árum sem skólinn hefur starfað sem sjálfstæður fjölbrautaskóli hafa átt sér stað ýmsar breytingar eins og gengur og gerist.