Heilbrigðisráðneyti

Nýtt heilbrigðisráðuneyti tekur til starfa 1. janúar 2019. Verkefni þess eru viðamikil og fjölbreytt og varða alla þætti heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisþjónustu landsmanna, lyfjamál auk verkefna á sviði lýðheilsu og forvarna. Hjá heilbrigðisráðuneytinu starfar fjölbreyttur hópur vel menntaðra sérfræðinga á ýmsum sviðum með mikla þekkingu og reynslu á málefnasviðum þess.

Heilbrigðisráðneyti Skógarhlíð 6, Reykjavík, Ísland
05/04/2019
Fullt starf
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf skjalastjóra á skrifstofu reksturs og innri þjónustu í heilbrigðisráðuneytinu.  Helstu verkefni skjalastjóra er ábyrgð og daglegur rekstur málaskrár og skjalsafns ráðuneytisins. Þróun skjalastefnu og verklags sem og ráðgjöf og stuðningur við starfsfólk varðandi skráningu og leitir í málaskrá. Í starfinu felst einnig umsjón með móttöku, skráningu, varðveislu og frágangi skjala sem og eftirfylgni skráninga og vinnslu mála. Umsjón bókasafns er á ábyrgð skjalastjóra.   Menntunar- og hæfniskröfur:  • Háskólapróf í upplýsingatækni, sérhæfing í skjalastjórn er æskileg. • Þekking og reynsla af skjalastjórn. • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er æskileg.  • Góð tölvukunnátta. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt skipulagshæfni. • Gott vald á íslensku og færni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti.  • Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli er æskileg. • Góð hæfni í mannlegum  samskiptum. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra. Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 5. maí 2019 Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.  Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.  Nánari upplýsingar um starfið veita Kristín Hagalín Ólafsdóttir skjala- og upplýsingastjóri,  kristin.olafsdottir@hrn.is   og Böðvar Héðinsson skrifstofustjóri,  bodvar.hedinsson@hrn.is   í síma 545-8700.