Hafið Spönginni

Fiskverslunin Hafið í Spönginni hefur verið starfrækt frá árinu 2013. Verslunin skipar góðan sess í hjarta Grafarvogs og er vel sótt. Kjarnaáhersla fyrirtækisins er á góða þjónustu, gæði fiskafurða og fiskrétta. Páll Pálsson hefur rekið verslunina frá upphafi. 

Verslunin er önnur tveggja sem rekin er undir merkjum Hafsins en ásamt því heldur Hafið úti fiskvinnslu og selur fisk erlendis og innanlands í mötuneyti, veitingastaði og verslanir.  

Hafið Spönginni Spöngin, Reykjavík, Ísland
08/08/2019
Fullt starf / hlutastarf
Hafið Fiskverslun   í Spönginni ( Grafarvogi ), leitar að starfsfólki í 2 stöðugildi. Annars vegar 100% starf og   hinsvegar   50%   starf . Starfsmaður í   100% starfshlutfalli   sér um að útbúa  fiskrétti ,   fylla á fiskborð   ásamt afgreiðslu. Einnig sinnir starfsmaðurinn   tiltekt og öðrum tilfallandi verkefnum sem tengjast   fiskversluninni. Vinnutími frá sirka 10/11-18/19   Starfsmaður í   50% starfshlutfalli   sér um að afgreiða, fylla á   fisk og fiskrétti úr verslun ásamt öðrum vörum sem eru til sölu hjá okkur. Halda versluninni hreinni og sjá um að   varan sé   fallega framsett   ásamt áfyllingum.  Vinnutími frá sirka 15-19 Starfskröfur: Einstaklingurinn þarf að vera hress og skemmtilegur með góða þjónustulund. Reyklaus , s tundvís og ábyrgur . Góð íslenskunnátta er nauðsynleg. Reynsla af meðhöndlun og þekkingu á fiskafurðum æskileg.