
Grenivíkurskóli
1 Laus staðaUm fyrirtækið
Grenivíkurskóli flutti í núverandi húsnæði 13. okt. 1981. Áður var skólinn í Gamla skólanum sem byggður var 1925 og var löngu orðinn allt of lítill. Skólahúsið er 620m² að flatarmáli á tveimur hæðum. Sundlaug er við skólann, byggð 1990. Hún er 8x16,67 m, ekki yfirbyggð. Sund er kennt einu sinni í viku. Íþróttahúsið var byggt 1994. Salurinn er 18x28 m með áhorfendapöllum til annarrar hliðar. Nýbygging við íþróttamiðstöð var vígð haustið 2005.