Hjúkrunardeildarstjóri Hjartagáttar Landspítala

  • Landspítali
  • Ísland
  • 11/04/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta Skrifstofustörf

Um starfið

Við leitum eftir framsæknum og metnaðarfullum stjórnanda til að leiða og efla starfsemi Hjartagáttar á lyflækningasviði Landspítala. Á Hjartagátt starfa um 50 manns sem veita bráðaþjónustu við hjartasjúklinga. Að auki er veitt þjónusta við aðra sjúklingahópa eftir þörfum.

Hjúkrunardeildarstjóri hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. júlí 2018 eða eftir samkomulagi.
Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9. gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri lyflækningasviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð » Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun hjúkrunar, setur markmið um gæði og öryggi og tryggir eftirfylgni, í nánu samráði við aðra stjórnendur
» Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsmanna á deild í samráði við mannauðsráðgjafa og framkvæmdastjóra lyflækningasviðs
» Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði deildar í samráði við fjármálaráðgjafa og framkvæmdastjóra lyflækningasviðs

» Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun hjúkrunar, setur markmið um gæði og öryggi og tryggir eftirfylgni, í nánu samráði við aðra stjórnendur
» Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsmanna á deild í samráði við mannauðsráðgjafa og framkvæmdastjóra lyflækningasviðs
» Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði deildar í samráði við fjármálaráðgjafa og framkvæmdastjóra lyflækningasviðs

Hæfnikröfur » A.m.k. 5 ára starfsreynsla
» Framhaldsnám í hjúkrun æskilegt
» Reynsla eða menntun á sviði starfsmannastjórnunar æskileg
» Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
» Faglegur metnaður, leiðtogahæfileikar og skipulögð vinnubrögð
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

» A.m.k. 5 ára starfsreynsla
» Framhaldsnám í hjúkrun æskilegt
» Reynsla eða menntun á sviði starfsmannastjórnunar æskileg
» Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
» Faglegur metnaður, leiðtogahæfileikar og skipulögð vinnubrögð
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi ítarleg náms- og starfsferilskrá. Jafnframt skal leggja fram afrit af prófskírteinum og hjúkrunarleyfi, ritgerðum, þróunarverkefnum og vísindastörfum sem umsækjandi hefur unnið, tekið þátt í að vinna eða birt.
Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.

Umsóknir verða sendar til stöðunefndar hjúkrunarráðs Landspítala. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfið auglýst 7. apríl 2018. Umsóknarfrestur framlengdur til og með 14. maí 2018. Mikilvægar leiðbeiningar fyrir umsækjendur um starf hjúkrunardeildarstjóra

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 14.05.2018 Nánari upplýsingar Þórdís Ágústa Ingólfsdóttir, thoring@landspitali.is, 824 5480 Gyða Baldursdóttir, gydabald@landspitali.is, 824 5233 LSH Skrifstofa lyflækningasviðs Fossvogi 108 Reykjavík