Aðstoðardeildarstjóri iðjuþjálfunar á öldrunarlækningadeildum á Landakoti

  • Landspítali
  • Ísland
  • 20/04/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Landspítali leitar að kraftmiklum, skipulögðum iðjuþjálfa sem hefur brennandi áhuga á að vinna náið með yfiriðjuþjálfa í að skipulegga og stjórna fjölbreyttri starfsemi iðjuþjálfunar á öldrunarlækningadeildum á Landakoti. Viðkomandi þarf að hafa afburða samskiptahæfni og áhuga á að starfa með öldruðum.

Á Landakoti koma aldraðir í flestum tilvikum úr heimahúsum eða frá öðrum deildum Landspítala. Þar fer fram greining og mat á heilsufari auk endurhæfingar. Iðjuþjálfar eru hluti af þverfaglegu teymi á öllum deildum Landakots sem eru 4 sólahringsdeildir, ein 5 daga deild og ein dag- og göngudeild. Æskilegt að umsækjandi geti hafið starf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð » Er náinn samstarfsmaður yfiriðjuþjálfa Landspítala, skipuleggur og stjórnar starfsemi iðjuþjálfadeildarinnar á Landakoti í samráði við hann
» Ber ábyrgð á tilteknum verkefnum sem honum er falið
» Er leiðandi í umbóta- og gæðastarfi og framþróun iðjuþjálfunar á Landakoti

» Er náinn samstarfsmaður yfiriðjuþjálfa Landspítala, skipuleggur og stjórnar starfsemi iðjuþjálfadeildarinnar á Landakoti í samráði við hann
» Ber ábyrgð á tilteknum verkefnum sem honum er falið
» Er leiðandi í umbóta- og gæðastarfi og framþróun iðjuþjálfunar á Landakoti

Hæfnikröfur » Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
» Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum sem og teymisvinnu
» Áhugi og reynsla af umbóta- og gæðastarfi
» Leiðtogahæfni og áhugi á stjórnun
» Skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi

» Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
» Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum sem og teymisvinnu
» Áhugi og reynsla af umbóta- og gæðastarfi
» Leiðtogahæfni og áhugi á stjórnun
» Skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 80 - 100% Umsóknarfrestur 07.05.2018 Nánari upplýsingar Sigrún Garðarsdóttir, sigrgard@landspitali.is, 543 9108/ 825 5072 LSH Iðjuþjálfun Hringbraut 101 Reykjavík