Talmeinafræðingur

  • Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga
  • 27/04/2018
Fullt starf Kennsla Ráðgjafar Sérfræðingar Önnur störf

Um starfið

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir  stöðu talmeinafræðings lausa til umsóknar. Umsækjandi  hafi starfsbundin réttindi talmeinafræðings. Laun skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Skriflegar umsóknir er tilgreini nöfn  2ja umsagnaraðila, menntun, fyrri störf og sakavottorð berist undirrituðum sem jafnframt veitir  frekari upplýsingar. Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS) annast  félags- og skólaþjónustu og barnavernd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, þ.e. Snæfellsbæjar, Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Eyja-og Miklaholtshrepps.

Hjá FSS starfa auk forstöðumanns,  skólasálfræðingur, 2 félagsráðgjafar, 2 þroskaþjálfar, náms- og starfsráðgjafi, talmeinafræðingur auk starfsfólks dagþjónustu- og hæfingarstöðva, heimaþjónustu og annarra  þjónustuþátta fatlaðs fólks.


Umsóknarfrestur er til 31. maí Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður Klettsbúð 4, 360  Snæfellsbæ sveinn@fssf.is;  s. 430 7800 og 861 7802