Þjónustuhönnuðir

 • Advania
 • Advania, Guðrúnartún, Reykjavík, Ísland
 • 27/04/2018
Fullt starf Sérfræðingar Upplýsingatækni

Um starfið

Við leitum að þjónustuhönnuðum í Advania Advice sem kunna að hugsa hlutina upp á nýtt og geta gert viðskiptavinum Advania kleift að fara fram úr væntingum sinna viðskiptavina.

Helstu verkefni felast í greiningu á ferðalagi viðskiptavina, stefnumótun og þróun nýrra þjónustuaðferða.

 

Almennar hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í viðskipta- eða tæknigreinum
 • Góð þekking á ferlum þjónustuhönnunar
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Auðvelt með að tileinka sér nýja tækni
 • Færni í að leiða vinnustofur

Reynsla og þekking

 • Tæknilegur bakgrunnur æskilegur
 • Þekking á nýsköpun og vöruþróun
 • Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu
 • Kostur að hafa unnið með t.d. Lean Service Design, user journeys, servie blueprints og wireframes
 • Kostur að hafa unnið með rapid prototyping aðferðir allt frá skissum að stafrænum prótótýpum

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

 

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 7. maí 2018
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Svavar H. Viðarsson, Ráðgjafi, svavar.vidarsson@advania.is.