Agile verkefnastjórar

 • Advania
 • Advania, Guðrúnartún, Reykjavík, Ísland
 • 27/04/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Við leitum að verkefnastjórum sem starfa eftir Agile-aðferðafræðinnifyrir Advania Advice

 

Hlutverk Agile verkefnastjóra er dagleg stjórnun verkefna sem tengjast hugbúnaðarþróun jafnt sem öðrum verkefnum innan verkefnaskráarinnar. Viðkomandi munu stýra teymum sem koma til með að vinna fyrir viðskiptavini Advania við gerð hinna ýmsu verkefna. Agile verkefnastjórar munu starfa eftir Agile aðferðafræðinni og bera ábyrgð á að teymin vinni á sem áhrifaríkastan máta og skili því virði sem til er ætlast.


Almennar hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í viðskipta- eða tæknigreinum
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum

Reynsla og þekking

 • Reynsla og þekking í Agile verkefnastjórnun
 • Tæknilegur bakgrunnur er æskilegur
 • Reynsla af notkun Scrum/Kanban/Hybrid/Devops

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

 

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 7. maí
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Svavar H. Viðarsson, Ráðgjafi, svavar.vidarsson@advania.is.