Lausar kennarastöður við Grunnskólann á Raufarhöfn

  • Norðurþing
  • Raufarhöfn, Ísland
  • 30/04/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Líkamsrækt Kennsla

Um starfið

Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn grunn- og leikskóli með alls um 20 nemendur þar sem verið er að innleiða uppeldisstefnuna Jákvæður agi. Skólinn nýtur mikils stuðnings frá samfélaginu og leggjum við áherslu á samvinnu, sveigjanleika sem og jákvæðni. Skólinn er í samvinnu við Rif rannsóknarstöð þar sem unnið er að ýmsum verkefnum tengdum náttúrunni.

Við leitum að áhugasömum, fjölhæfum og jákvæðum kennurum í bekkjarkennslu á yngsta- og unglingastigi. Þekking á Byrjendalæsi er mikilvæg.

Einnig vantar kennara í ýmsar verkgreinar, s.s. handmennt, smíðar, heimilisfræði og íþróttir/sund.

Frekari upplýsingar veitir Birna Björnsdóttir skólastjóri í síma 464-9870 og 893-4698 og á netfanginu
birna@raufarhafnarskoli.is

Umsóknarfrestur er til 25. maí 2018