Starfsmaður á birgðastöð innkaupadeildar

  • Landspítali
  • Ísland
  • 03/05/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Óskað er eftir öflugum einstaklingi til starfa á birgðastöð Landspítala. Birgðastöðin heyrir undir innkaupadeild fjármálasviðs.

Á innkaupadeild starfa 25 starfsmenn, þarf af 16 á birgðastöð. Lögð er áhersla á góð samskipti og skilvirka þjónustu. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð » Almenn lagerstörf á birgðastöð Landspítala á Tunguhálsi
» Móttaka á vörum
» Tiltekt og afgreiðsla á vörum til deilda spítalans

» Almenn lagerstörf á birgðastöð Landspítala á Tunguhálsi
» Móttaka á vörum
» Tiltekt og afgreiðsla á vörum til deilda spítalans

Hæfnikröfur » Rík þjónustulund og hæfni í samskiptum
» Nákvæmni og agi í vinnubrögðum
» Tölvufærni
» Góð íslenskukunnátta
» Sjúkraliðamenntun er kostur

» Rík þjónustulund og hæfni í samskiptum
» Nákvæmni og agi í vinnubrögðum
» Tölvufærni
» Góð íslenskukunnátta
» Sjúkraliðamenntun er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilsskrá

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 22.05.2018 Nánari upplýsingar Kristján Þór Valdimarsson, kvald@landspitali.is, 543 1516/ 824 5276 LSH Birgðastöð Tunguhálsi 2 110 Reykjavík