Vinnueftirlitið - þjónustufulltrúi

 • Intellecta
 • 04/05/2018
Fullt starf Skrifstofustörf

Um starfið

Vinnueftirlitið óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa. Um er að ræða nýtt starf og því tækifæri til að móta það með yfirmanni sviðsins. Starfshutfall er 100% og starfsstöð er í Reykjavík.

Upplýsingar um fyrirtækið

Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á  samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna. Hlutverk Vinnueftirlitsins er að stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi sem jafnan skal vera í samræmi við félagslega framþróun og bestu þekkingu á hverjum tíma. Gildi Vinnueftirlitsins eru frumkvæði, forvarnir og fagmennska.

Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.vinnueftirlit.is

Helstu verkefni

 • Almenn skrifstofustörf
 • Umsjón með skráningu og skjalavörslu á sviðinu
 • Skráning og önnur umsýsla vegna funda og námskeiða
 • Útsending bréfa og eftirfylgni mála
 • Ytri og innri samskipti

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sambærilegu skrifstofustarfi
 • Góð almenn færni á tölvur 
 • Góð færni í talaðri og skrifaðri íslensku og ensku
 • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
 • Ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum

Aðrar upplýsingar

Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um störfin.

Nánari upplýsingar um störfin veita Svava Jónsdóttir sviðsstjóri (svava@ver.is) í síma 550 4600 og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2018. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.