Forritari

 • Capacent
 • 04/05/2018
Fullt starf Upplýsingatækni

Um starfið

Um er að ræða frábært tækifæri fyrir kraftmikinn einstakling sem vill taka þátt í þróun á upplýsingkerfum Fiskistofu og nýsköpun í rafrænni þjónustu. Starfsstöð getur verið á Akureyri eða í Hafnarfirði.

Starfssvið

 • Nýsmíði, viðhald og þróun hugbúnaðarlausna
 • Greining, hönnun og forritun
 • Skjölun og prófanir
 • Samskipti við notendur og samstarfsaðila
 • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Tölvunarfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á forritun í .NET umhverfi (C#, ASP.NET)
 • Þekking á Java og framendaforritun er kostur
 • Hæfni til að tileinka sér tækninýjungar
 • Greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
 • Góð samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og farsæl reynsla af hópstarfi
 • Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar
 • Hreint sakarvottorð
 • Góð íslensku- og enskukunnátta

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2018

Nánari upplýsingar:

Lísbet Hannesdóttir

540 7114

lisbet.hannesdottir@capacent.is

Auður Bjarnadóttir

540 7104

audur.bjarnadottir@capacent.is

Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun sem annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála, lax- og silungsveiði, hvalveiða o.fl. ásamt því að safna og miðla upplýsingum um framangreinda málaflokka. Nánari upplýsingar um Fiskistofu má finna á www.fiskistofa.is. Gildi Fiskistofu eru traust, framsækni og virðing.

Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. regla nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.