Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Grafarvogi - Reykjavík - 201706/1114

  • Starfatorg
  • 07/05/2018
Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

 

Hjúkrunarfræðingur - tímabundið starf
Heilsugæslan Grafarvogi auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi til starfa við heilsugæsluhjúkrun í 80% tímabundna stöðu í eitt ár, frá 1. ágúst 2017 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða spennandi starfsvettvang fyrir hjúkrunarfræðinga sem áhuga hafa á nýbreytni og þróun heilbrigðisþjónustu. 

Heilsugæslan Grafarvogi er staðsett í nýlegu húsnæði í Spönginni í Grafarvogi. Á stöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt félagsráðgjöfum, sálfræðingi, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og riturum. Heilsugæslan Grafarvogi er hverfisstöð og er fyrst og fremst ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is). 

Helstu verkefni og ábyrgð
Megin starfssvið er þátttaka í teymisvinnu með læknum og öðru starfsfólki í skipulagðri móttöku og heilsuvernd á heilsugæslustöðinni. Starfssvið í móttöku er mjög víðtækt, allt frá símaráðgjöf til bráðaþjónustu. 

Hæfnikröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Reynsla af heilsugæsluhjúkrun æskileg
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Faglegur metnaður 
- Reynsla af og áhugi á teymisvinnu
- Sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi
- Góð íslenskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Jafnframt skal leggja fram leyfisbréf og staðfestar upplýsingar um menntun.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, mannauðsstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 17.07.2017

Nánari upplýsingar veitir
Sigurósk Edda Jónsdóttir - [email protected] - 585-7600
Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson - [email protected] - 585-7600

HH Grafarvogi hjúkrun
Spönginni 35
112 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið