Hópstjóri í símaver Landspítala

  • Landspítali
  • Ísland
  • 06/05/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laust er til umsóknar starf hópstjóra í símaveri Landspítala. Símaver sinnir almennri símsvörun og upplýsingagjöf og veitir bæði ytri og innri viðskiptavinum fjölbreytta þjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins. Um er að ræða dagvinnustarf virka daga kl. 8-16. Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.

Hópstjóri hefur með höndum daglega verkstjórn í símaþjónustu en sinnir jafnframt símsvörun og upplýsingagjöf eins og aðrir starfsmenn versins.

Helstu verkefni og ábyrgð » Sér um verkstjórn og mönnun þjónustunnar
» Sinnir daglegri þjónustu og símsvörun eins og aðrir starfsmenn símaþjónustunnar
» Sinnir upplýsingagjöf til starfsmanna og samræmingu vinnubragða
» Sinnir gagnaöflun og mælingum sem tengjast símaþjónustunni, samkvæmt nánari fyrirmælum yfirmanns
» Leysir yfirmann af í fjarveru hans

» Sér um verkstjórn og mönnun þjónustunnar
» Sinnir daglegri þjónustu og símsvörun eins og aðrir starfsmenn símaþjónustunnar
» Sinnir upplýsingagjöf til starfsmanna og samræmingu vinnubragða
» Sinnir gagnaöflun og mælingum sem tengjast símaþjónustunni, samkvæmt nánari fyrirmælum yfirmanns
» Leysir yfirmann af í fjarveru hans

Hæfnikröfur » Starfsreynsla úr símaveri, þjónustuveri eða sambærilegri þjónustu
» Reynsla af verkstjórn kostur
» Góð íslensku og enskukunnátta, þriðja tungumál kostur
» Lipurð í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
» Framúrskarandi þjónustulund
» Góð tölvukunnátta
» Faglegur metnaður og geta til að starfa í teymum

» Starfsreynsla úr símaveri, þjónustuveri eða sambærilegri þjónustu
» Reynsla af verkstjórn kostur
» Góð íslensku og enskukunnátta, þriðja tungumál kostur
» Lipurð í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
» Framúrskarandi þjónustulund
» Góð tölvukunnátta
» Faglegur metnaður og geta til að starfa í teymum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 22.05.2018 Nánari upplýsingar Davíð Skúlason, davidsk@landspitali.is, 825 5113 LSH Símaver Hringbraut 101 Reykjavík