Starfsmaður óskast í býtibúr á L2 Landakoti

  • Landspítali
  • Ísland
  • 07/05/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Öldrunarlækningadeild L-2 Landakoti vill ráða jákvæðan liðsmann, með ríka samskipta- og samstarfshæfni, sem hefur gaman af því að umgangast eldra fólk. Um er að ræða 40% starf í býtibúri. Unnið er á dagvöktum kl. 8-16 og stuttum kvöldvöktum kl. 16-20.

Á deildinni starfa tæp 40 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi. Við hlökkum til að vinna með þér!

Helstu verkefni og ábyrgð » Aðstoða við máltíðir skjólstæðinga í matsal
» Pantanir, frágangur og þrif eftir máltíðir
» Önnur tilfallandi störf í samráði við deildarstjóra

» Aðstoða við máltíðir skjólstæðinga í matsal
» Pantanir, frágangur og þrif eftir máltíðir
» Önnur tilfallandi störf í samráði við deildarstjóra

Hæfnikröfur » Jákvæðni og lipurð í samskiptum
» Stundvísi, sveigjanleiki
» Þjónustulund og skipulögð vinnubrögð
» Íslenskukunnátta er áskilin

» Jákvæðni og lipurð í samskiptum
» Stundvísi, sveigjanleiki
» Þjónustulund og skipulögð vinnubrögð
» Íslenskukunnátta er áskilin

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 40% Umsóknarfrestur 28.05.2018 Nánari upplýsingar Helga Atladóttir, helgaat@landspitali.is, 824 5103 Bára Benediktsdóttir, baraben@landspitali.is, 824 5909 LSH Útskriftardeild aldraðra Túngötu 26 101 Reykjavík