Sérfræðingur í flugmálum

  • Samgöngustofa
  • Ármúli 2, Reykjavík, Ísland
  • 11/05/2018
Fullt starf Ferðaþjónusta Iðnaðarmenn Sérfræðingar

Um starfið

Samgöngustofa leitar að flugmenntuðum sérfræðingi eða aðila með mikla reynslu af flugmálum í starf hjá öryggis- og fræðsludeild samhæfingarsviðs stofnunarinnar.

Verkefni:

Starfið felst einkum í að hafa umsjón með rekstri gagnagrunns um flugatvik, þ.m.t. skráningu og greiningu gagna og miðlun upplýsinga um flugöryggi. Viðkomandi annast samskipti við innlendar og alþjóðlegar stofnanir og fyrirtæki í flugtengdum rekstri varðandi málaflokkinn.

Hæfniskröfur:

* Flugtengd menntun eða háskólamenntun sem nýtist í starfi

* Reynsla og/eða þekking á loftförum og flugstarfsemi og áhugi á flugöryggi

* Kunnátta í tölfræði og greiningu gagna er skilyrði sem og gott vald á framsetningu upplýsinga

* Mjög góð almenn tölvukunnátta þ.m.t á töflureikna er áskilin og þekking á gagnagrunnum er kostur.

* Mjög góð enskukunnátta er skilyrði, bæði í ræðu og riti

* Góð íslenskukunnátta

* Leitað er að samviskusömum og jákvæðum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, hefur gott viðmót og sýnir frumkvæði í starfi. Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi.

Við bjóðum góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Umsóknarfrestur:

28.05.2018

Tengiliðir: