Lögfræðingur

 • Capacent
 • 11/05/2018
Fullt starf Lögfræði

Um starfið

Forsætisráðuneytið auglýsir eftir lögfræðingi á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu.

Um fullt starf er að ræða. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri skrifstofu yfirstjórnar.

 Starfssvið

 • Aðkoma að undirbúningi mála fyrir ríkisstjórnarfundi og ráðherranefndafundi og eftirfylgni.
 • Aðkoma að undirbúningi ríkisráðsafgreiðslna.
 • Lögfræðileg ráðgjöf, einkum á sviði stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttar.
 • Svörun erinda og fyrirspurna af ýmsu tagi.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
 • Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar er æskileg.
 • Sérþekking í stjórnskipunarrétti og stjórnsýslurétti er æskileg.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og þjónustulund.
 • Að auki skulu umsækjendur fullnægja almennum starfsgengisskilyrðum skv. 6. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2018