Verkefnastjóri

 • Landsbankinn
 • 11/05/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra á Verkefnastofu sem tilheyrir Upplýsingatæknisviði. Á Verkefnastofu er lögð áhersla á stjórnun verkefna á skilvirkan og faglegan hátt. Við leitum að drífandi einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að leiða verkefnateymi þvert á deildir bankans við úrlausn spennandi og fjölbreyttra verkefna.

 

 

Helstu verkefni

 • Skipuleggur, stjórnar og veitir verkefnum forystu
 • Leiðir verkefnahópa og verkefnasellur
 • Stuðlar að markvissri framkvæmd verkefna og ákvarðanatöku
 • Hefur eftirlit með og stýrir framvindu, gæðum og áhættu verkefna

 

Hæfni og menntun

 • Reynsla af verkefnastjórnun er skilyrði
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og einlægur áhugi á að vinna með fólki í ólíkum teymum
 • Skipulagshæfni og lausnarmiðuð hugsun
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Þekking m.a. á aðferðum Agile og breytingastjórnunar
 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, MPM eða MBA framhaldsnám er kostur

 

Nánari upplýsingar veita Friðrik G. Guðnason, forstöðumaður Högunar í síma 410 3201 og Berglind Ingvarsdóttir, mannauðsráðgjafi í síma 410 7914. Umsóknarfrestur er til og með 27. maí nk.