Starf skólastjóra

  • Grunnskólinn Vestmannaeyjum
  • Vestmannaeyjar, Ísland
  • 11/05/2018
Fullt starf Kennsla Stjórnendur

Um starfið

Vestmannaeyjabær auglýsir stöðu skólastjóra við Grunnskóla Vestmannaeyja lausa til umsóknar.

Leitað er eftir leiðtoga með góða færni í mannlegum samskiptum, menntun og reynslu sem nýst getur til að leiða þróttmikið skólastarf og efla þátt skólasamfélagsins í bæjarfélaginu.

Hæfniskröfur:
• Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á grunnskólastigi

Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2018.

Umsókn merkt „Umsókn um starf skólastjóra“ sendist á drifagunn@vestmannaeyjar.is eða jonp@vestmannaeyjar.is.

Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum en með umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf,
leyfisbréf til kennslu, upplýsingar um frumkvæði á sviði fræðslumála, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Drífa Gunnarsdóttir fræðslufulltrúi í síma 488-2000, drifagunn@vestmannaeyjar.is eða Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
í síma 488-2000, jonp@vestmannaeyjar.is