Verkefnastjóri í fjármálatengd verkefni

  • Háskóli Íslands
  • Háskóli Íslands, Hringbraut, Reykjavík, Ísland
  • 11/05/2018
Fullt starf Ráðgjafar Sérfræðingar

Um starfið

Eru fjölbreytt fjármálaverkefni fyrir þig?

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf verkefnastjóra í fjármálatengd verkefni á skrifstofu sviðsins.

Ef þú ert lausnamiðaður, skipulagður og kraftmikill einstaklingur sem brennur fyrir að leiða mál til lykta, þróa nýjar leiðir, hefur gaman af tölum og miðlun upplýsinga, þá hvetjum við þig til að lesa áfram.

Meginhlutverk verkefnastjórans er að stuðla að hagkvæmum rekstri og faglegri þjónustu á sviði fjármála, í samstarfi við rekstrarstjóra og til samræmis við stefnu og markmið Háskóla Íslands. 

Viðkomandi mun einnig taka þátt í þróun á þjónustu sviðsskrifstofunnar og verða hluti af fjármálateymi hennar, sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum og styður við stjórnendur sviðsins.

Starfssvið

•          Ráðgjöf og aðstoð við fjármál og uppgjör erlendra styrkja og rannsóknaverkefna
•          Fjárhagsáætlanir
•          Stjórnendaupplýsingar
•          Upplýsingamiðlun varðandi fjármál, kennslu og rekstur
•          Ýmis önnur þróunar- og fjármálaverkefni

Hæfniskröfur

•          Háskólapróf í viðskiptafræði, fjármálum eða skyldum greinum
•          Mjög góð færni í Excel er nauðsynleg
•          Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
•          Afbragðs samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum ásamt færni í að miðla eigin þekkingu
•          Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
•          Góð ritfærni og færni í miðlun og framsetningu upplýsinga

Umsóknaferli

Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf í ágúst nk., eða skv. nánara samkomulagi.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
I.          Ferilskrá
II.         Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
III.        Staðfest afrit af prófskírteinum
IV.       Upplýsingar um umsagnaraðila

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt innan Háskólans  í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólakennara.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Skrifstofa Heilbrigðisvísindasviðs er staðsett í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16. Á skrifstofunni er m.a. veitt stoðþjónusta vegna kennslu, rannsókna, mannauðs-, markaðs- og fjármála. 

Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir: Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200. 

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education.

Umsóknafrestur

Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2018

Tengiliðir

Nánari upplýsingar veitir Vilborg Lofts, rekstrarstjóri Heilbrigðisvísindasviðs (vl@hi.is / s. 898-9417).