Þjónusturáðgjafi í verkstæðismóttöku

 • Bílaumboðið Askja ehf
 • 12/05/2018
Fullt starf Skrifstofustörf Sölu og markaðsstörf

Um starfið

Ábyrgð og verkefni

 • Móttaka og ráðgjöf við viðskiptavini
 • Undirbúningur ábyrgðafyrirspurna til framleiðenda
 • Verðtilboð og reikningagerð
 • Verkefnaáætlun í samvinnu við verkstjóra


Hæfniskröfur 

 • Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi
 • Mjög góð tölvukunnátta
 • Góð íslensku- og enskukunnátta 
 • Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
 • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
 • Geta til að vinna undir álagi

Markmið Öskju er að bjóða framúrskarandi bifreiðar og veita þjónustu sem uppfyllir kröfur viðskiptavina um öryggi, umhverfishæfni og áreiðanleika. Askja vill hafa innan sinna raða heiðarlegt, vel þjálfað og þjónustulipurt starfsfólk sem ávallt gerir sitt besta fyrir þá sem koma að málum, hvort sem það eru viðskiptavinir, samstarfsfólk eða birgjar.

Eingöngu er tekið við umsóknum á vef Öskju, askja.is/atvinna, en þar má einnig finna upplýsingar um önnur störf í boði. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum svarað.


Umsóknarfrestur er til og með 27. maí. Nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á netfangið atvinna@askja.is.

Vinnutími er að jafnaði um 9 klst. og rúmast innan opnunartíma sem er frá kl. 7:30 - 18:00 alla virka daga. Vinnutími á verkstæðum er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00 - 17:00 og föstudaga frá kl. 08:00 - 16:00. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin.

Nýtt og fullkomið sölu- og þjónustuumboð fyrir Kia á Íslandi verður opnað í haust á Krókhálsi. Við viljum ráða þangað nýtt starfsfólk, sem er jákvætt og drífandi og vill taka þátt í að móta öflugan og skemmtilegan vinnustað og hefur auðvitað brennandi áhuga á Kia.