Bifvélavirkjar

 • Bílaumboðið Askja ehf
 • 12/05/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Skrifstofustörf Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Ábyrgð og verkefni 

 • Öll almenn viðhalds- og viðgerðarvinna
 • Bilanagreining
 • Miðlun þekkingar til starfsfélaga
 • Skráning á verkbeiðnir


Hæfniskröfur 

 • Haldbær reynsla af störfum bifvélavirkja, sveinspróf er kostur
 • Almenn tölvukunnátta
 • Góð íslensku- eða enskukunnátta
 • Öguð, snögg og nákvæm vinnubrögð
 • Heiðarleiki, snyrtimennska og stundvísi

Markmið Öskju er að bjóða framúrskarandi bifreiðar og veita þjónustu sem uppfyllir kröfur viðskiptavina um öryggi, umhverfishæfni og áreiðanleika. Askja vill hafa innan sinna raða heiðarlegt, vel þjálfað og þjónustulipurt starfsfólk sem ávallt gerir sitt besta fyrir þá sem koma að málum, hvort sem það eru viðskiptavinir, samstarfsfólk eða birgjar.

Eingöngu er tekið við umsóknum á vef Öskju, askja.is/atvinna, en þar má einnig finna upplýsingar um önnur störf í boði. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum svarað.


Umsóknarfrestur er til og með 27. maí. Nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á netfangið atvinna@askja.is.

Vinnutími er að jafnaði um 9 klst. og rúmast innan opnunartíma sem er frá kl. 7:30 - 18:00 alla virka daga. Vinnutími á verkstæðum er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00 - 17:00 og föstudaga frá kl. 08:00 - 16:00. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin.