Náttúrufræðingur eða einstaklingur með sambærilega háskólamenntun

  • Landspítali
  • Ísland
  • 12/05/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Við sækjumst eftir öflugum starfsmanni til starfa við svefndeild. Starfið er fjölbreytt og gefur möguleika á þátttöku í vísindavinnu. Starfshlutfall er 60-100% skv. samkomulagi, unnið er í dag og kvöldvinnu, að jafnaði eitt kvöld í viku.
Á deildinni starfa 6 manns í nánu samstarfi við lungnalækna og hjúkrunarfræðinga.

Helstu verkefni og ábyrgð » Greining öndunartruflana í svefni og annarra svefnsjúkdóma með lífeðlislegum mælingum
» Eftirlitsmælingar með árangri öndunarvélameðferðar

» Greining öndunartruflana í svefni og annarra svefnsjúkdóma með lífeðlislegum mælingum
» Eftirlitsmælingar með árangri öndunarvélameðferðar

Hæfnikröfur » Náttúrufræðingur eða sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi
» Reynsla af tölvuvinnslu
» Faglegur metnaður
» Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
» Hæfileiki til að starfa í teymi
» Lipurð í mannlegum samskiptum

» Náttúrufræðingur eða sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi
» Reynsla af tölvuvinnslu
» Faglegur metnaður
» Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
» Hæfileiki til að starfa í teymi
» Lipurð í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Starfið er laust 1. september 2018 eða eftir samkomulagi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 28.05.2018 Nánari upplýsingar Þórarinn Gíslason, thorarig@landspitali.is, 543 1000 LSH Svefnrannsóknir Fossvogi 108 Reykjavík