Tónmenntakennari - Dalskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 14/05/2018
Hlutastarf Iðnaðarmenn

Um starfið

Dalskóli

Vegna stækkandi skóla auglýsir Dalskóli í Úlfarsárdal eftir tónmenntakennara næsta skólaár 2018-2019, um er að ræða 40-50% starf.

Dalskóli er samrekinn leik-, grunn- og frístundaskóli með um 350 börnum á leik- og grunnskólaaldri og 75 starfsmönnum. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega starfshætti og samvinnu. Í skólanum ríkir viðhorf virðingar fyrir einstaklingnum og sérkennum hans. Í Dalskóla er mikið um þemabundið smiðjustarf í samfélags- og náttúrugreinum auk samvinnu kennara. Í í 7.-10 bekk er verið að þróa faggreinakennslu og þverfagleg samvinnuverkefni í anda aðalnámskrár. Í skólanum er lögð áhersla á lifandi, skemmtilegt og skapandi skólastarf. Skólinn starfar eftir hugmyndafræðinni um jákvæðan aga.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að annast kennslu nemenda.
 • Að standa vörð um velferð og nám barnanna.
 • Að þróa í samvinnu við samstarfsmenn framsækið og faglegt starf með áherslu á fjölbreyttar námsnálganir.

Hæfniskröfur

 • Leyfisbréf sem grunnskólakennari
 • Reynsla af tónlistarkennslu i grunnskóla eða tónlistarskóla mjög æskileg
 • Tónlistarleg hæfni
 • Reynsla og þekking á fjölbreyttum kennsluaðferðum
 • Löngun til að vinna í teymi
 • Hæfni í samskiptum
 • Frumleiki og sjálfstæði
 • Brennandi áhugi fyrir kennarastarfinu

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Kennarasambands Íslands

Starfshlutfall: 40%
Umsóknarfrestur: 25.5.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Jóhannesdóttir í síma og tölvupósti .

Dalskóli
Úlfarsbraut 118-12
113 Reykjavík