Deildarstjóri í Ægisborg

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 15/05/2018
Fullt starf Kennsla

Um starfið

Leikskólinn Ægisborg

Deildarstjóra vantar á elstu deild Ægisborgar. Ægisborg er fjögurra deilda leikskóli í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem lögð er áhersla á að skapa hlýlegt lærdómssamfélag barna og fullorðinna. Helstu áherslur starfsins hnitast í kringum leik, læsi, hreyfingu og lýðræði og eru kjörorð leikskólans virðing og gleði.

Í leikskólanum starfar góður hópur samverkafólks, sem telur m.a. 10 leikskólakennara.

Námskrá Ægisborgar og fjölmargar aðrar upplýsingar um leikskólann má finna á netinu: www.aegisborg.is.

Starfið er laust frá 1. júní eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.:
 • Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni
 • Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar
 • Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá
 • Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu

Hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun
 • Færni í samskiptum
 • Frumkvæði í starfi
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Stundvísi
 • Góð íslenskukunnátta
 • Góð tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 27.5.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásmundur Kristberg Örnólfsson í síma 5514810/6939848 og tölvupósti asmundur.kristberg.ornolfsson@reykjavik.is.

Leikskólinn Ægisborg
Ægissíðu 104
107 Reykjavík