Umsjónarkennari á yngsta og miðstig

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 15/05/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn

Um starfið

Kelduskóli

Kelduskóli er heildstæður grunnskóli í Grafarvogi með tvær starfsstöðvar. Í skólanum eru 370 nemendur og við skólann starfa um 55 starfsmenn.

Hlutverk Kelduskóla er að bjóða upp á fjölbreytt og skapandi nám sem stuðlar að alhliða þroska nemenda. Með það að markmiði að þeir verði sjálfstæðir og skapandi einstaklingar. Virkir og ábyrgir í síbreytilegu samfélagi

Áhersla er á þemabundna kennslu og teymisvinnu starfsfólks. Skólinn leggur áherslu á umhverfismennt og er Grænfánaskóli. Við skólann starfar öflugt foreldrafélag og samvinna við foreldra og grenndarsamfélag er gott.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og góðri fagþekkingu á skólastarfi og skólaþróun.

Frekari upplýsingar um skólann má nálgast á heimasíðu hans www.kelduskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Helstu verkefni og ábyrgð
 • Annast kennslu á yngsta stig í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
 • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í skólaþróunarvinnu

Hæfniskröfur

 • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
 • Faglegur metnaður, frumkvæði í starfi og áhugi á skólaþróun
 • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum, leiðtogahæfileikar

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og KÍ

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 31.5.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Árný Inga Pálsdóttir í síma og tölvupósti .

Kelduskóli
v/Hamravík
112 Reykjavík