Leikskólakennari - Dalskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 15/05/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Dalskóli - Almennt

Leikskólakennari óskast til starfa á deild í Dalskóla / leikskólahluta. Dalskóli er samrekinn grunnskóli, leikskóli og frístund. Í leikskólahluta Dalskóla eru starfandi 5 deildir. Í Dalskóla er lögð mikil áhersla á skapandi starf, útikennslu og mikla samvinnu við yngri bekki grunnskólahluta. Dalskóli er í örri þróun þar sem hverfið í Úlfársárdal er vaxandi og í mikilli uppbyggingu.

Um er að ræða 100% starf.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t.:
 • Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni
 • Tekur þátt í skipulagningu og mat á starfi deildarinnar
 • Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá
 • Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu

Hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
 • Frumkvæði í starfi og starfsgleði
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Kennarasambands Íslands

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 27.5.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helena Katrín Hjaltadóttir í síma 4117860 og tölvupósti helena.katrin.hjaltadottir@rvkskolar.is.

Dalskóli
Úlfarsbraut 118-12
113 Reykjavík