Náms- og starfsráðgjafi - Fellaskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 15/05/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn

Um starfið

Fellaskóli - Almennt

Fellaskóli auglýsir laust til umsóknar ótímabundið 100% starf náms- og starfsráðgjafa frá 1. ágúst 2018.

Fellaskóli er heildstæður grunnskóli í Reykjavík þar sem rúmlega helmingur nemenda hefur annað móðurmál en íslensku. Nemendur skólans eru um 350 og starfsmenn um 70. Í Fellaskóla er litið svo á að fjölbreytileiki auðgi skólastarfið og lögð er áhersla á að virðing sé borin fyrir uppruna og menningu einstaklinga.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • - Að vera tals- og trúnaðarmaður nemenda
 • - Að sinna náms- og starfsráðgjöf
 • - Að vinna að velferð nemenda í samráði við forráðamenn og fagfólk innan og utan skóla
 • - Að sinna forvarnarstarfi í samstarfi við starfsmenn skóla og annarra stofnana
 • - Að veita nemendum persónulega ráðgjöf
 • - Samstarf við starfsmenn skóla, foreldra og aðra sem kom að málum nemenda

Hæfniskröfur

 • - Meistarapróf í náms- og starfsráðgjöf
 • - Réttindi til að starfa sem náms- og starfsráðgjafi
 • - Hafa góða innsýn í fjölmenningarlegt samfélag og reynslu af því að vinna með fjölbreyttum nemendahópum
 • - Framúrskarandi samskiptahæfni
 • - Reynsla af því að vinna eftir hugmyndafræði hópráðgjafar
 • - Samstarfs- og skipulagshæfileikar
 • - Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði í starfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 28.5.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir í síma 4117530 og tölvupósti sigurlaug.hrund.svavarsdottir@rvkskolar.is.

Fellaskóli
Norðurfelli 17-19
111 Reykjavík