Staða leikskólastjóra við leikskólann Geislabaug

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 15/05/2018
Fullt starf Kennsla

Um starfið

Leikskólinn Geislabaugur

Skóla- og frístundasvið Reykjavikurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Geislabaugi til umsóknar:

Geislabaugur er 5 deilda leikskóli í Grafarholti, þar af er ein ungbarnadeild.

Einkunnarorð leikskólans eru Virðing - Sköpun - Gleði - Jafnrétti. Geislabaugur er jafnréttisskóli sem starfar eftir aðalnámskrá leikskóla og eftir hugmyndafræði Reggio Emilia. Í leikskólanum er unnið metnaðarfullt og framsækið starf þar sem áhersla er lögð á sköpun og lýðræði. Leikskólinn er Grænfána leikskóli, hann hefur verið þátttakandi í Erasmus verkefni og fengið Hvatningarerðlaun Skóla- og frístundaráðs. Samstarf er við íþróttafélag hverfisins og einnig er gott samstarf á milli skóla í hverfinu m.a. með virkri þátttöku í þróunarverkefni um eflingu læsis. Umhverfi leikskólans er fjölbreytt og ósnortin náttúra í næsta nágrenni.

Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt leikskólastarf í Geislabaugi.

Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2018.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir

borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Meginhlutverk leikskólastjóra er að:
 • - Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar.
 • - Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum.
 • - Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn.
 • - Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og umbótaáætlunum.
 • - Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi.
 • - Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar.
 • - Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
 • - Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila.

Hæfniskröfur

 • - Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara.
 • - Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskólastigi.
 • - Reynsla af stjórnun æskileg.
 • - Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða.
 • - Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
 • - Lipurð og hæfni í samskiptum.
 • - Sjálfstæði og frumkvæði.
 • Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leikskólanum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 28.5.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg M Gunnlaugsdóttir í síma 411 1111 og tölvupósti ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is.

Leikskólinn Geislabaugur
Kristnibraut 26
113 Reykjavík